Lífið

Samdi við fyrrverandi aðstoðarkonu sína

Lady Gaga og fyrrverandi aðstoðarkona hennar komust að samkomulagi um útistandandi laun.
Lady Gaga og fyrrverandi aðstoðarkona hennar komust að samkomulagi um útistandandi laun. Nordicphotos/getty
Söngkonan Lady Gaga komst að samkomulagi við fyrrverandi aðstoðarkonu sína, Jennifer O'Neill, sem hafði kært söngkonuna fyrir ógreidd laun.

O'Neill kærði Lady Gaga árið 2011 og sagðist hafa unnið alls 7.168 klukkustundir í yfirvinnu á tímabilinu 2009 til 2011 en aldrei fengið yfirvinnutímana greidda. Hún sagði söngkonuna skulda sér 47,6 milljónir í laun.

Málið átti að fara fyrir dómstóla í næsta mánuði en söngkonan og O'Neill komust þess í stað að samkomulagi og fékk aðstoðarkonan fyrrverandi greidda óuppgefna upphæð fyrir vinnu sína. Í febrúar á þessu ári hafði Lady Gaga meðal annars kallað O'Neill „ræsisrottu“.

Lady Gaga og O'Neill voru herbergisfélagar þegar söngkonan hlaut frægð og frama árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.