Er stolið mikið á þínu heimili? Bubbi Morthens skrifar 18. október 2013 06:00 Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu. Þetta sá ég í blöðunum hér fyrir margt löngu. Þá er víst verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist, síðan koma í kjölfarið auðvitað kvikmyndir, tónlist og mjög líklega verða bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Ég hef skrifað um þetta áður og svörin sem ég hef fengið eru á þessa leið: „Þú gerðir díl við bankann.“ „Þú átt þetta skilið því þú hefur selt svo mikið af plötum.“ „Sannaðu að þetta sé þjófnaður.“ „Hef aldrei keypt plötu með þér og fer ekki að byrja á því núna.“ „Þetta gera allir.“ „Diskar eru svo dýrir.“ „Þú átt pening.“ „Farðu nú að halda kjafti.“ „Þetta er nýi tíminn.“ „Fólk vill ekki kaupa diska.“ „Haldið bara tónleika og hættið að væla.“ Þetta eru bara nokkur svör sem ég fékk við að fjalla um þetta. Það er eitt sem ég skil ekki og það er það að fólki finnst í alvöru í lagi að hafa af mönnum tekjur fyrir vinnu sína! Að það sé ekki meiri virðing borin fyrir því sem menn gera. Auðvitað veit ég að það er stór hópur sem enn þá hefur siðferðið í lagi og stelur ekki. Gjörsamlega galið Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu, og nefnir Spotify sem dæmi, geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar. Þetta er ágætis dæmi um hvernig þróunin er að verða þar sem fólk greiðir fyrir niðurhal. Listamaðurinn fær nánast ekkert en sá sem stofnar veituna fær milljarða. Þróunin gæti orðið sú að menn einfaldlega hætta að búa til list ef höfundarrétturinn er ekki virtur. Ef ég kaupi málverk eftir Kjarval og geri síðan eftirprentanir og býð öllum sem vilja að fá sér eintak þá yrði ég stöðvaður og ákærður. Og svar mitt yrði að þetta væri nýr tími og menn yrðu bara að aðlaga sig. Býst nú ekki við að það yrði hlustað á mig. En af því að þetta er netið og þetta er tónlist eða kvikmynd þá er í lagi að stela og hafa af mönnum höfundarréttinn. Hvert eintak skiptir máli Að gera plötu á Íslandi kostar mig í kringum 2-5 milljónir. Hvert selt eintak skiptir máli. Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi. Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana. Þetta er umhverfið sem íslenskir og erlendir tónlistarmenn búa við. Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið vandamál en ég geri mér líka grein fyrir að þetta er siðferðislegt vandamál. Meira að segja DV er farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Leiðbeiningar um hvernig skuli fara fram hjá höfundarrétti eru ekki neytendavænar, þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum. Það mætti líkja leiðbeiningum DV við leiðbeiningar um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru fram hjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað. Skriðjöklar hét hljómsveit sem gerði plötu sem hét „Er sungið mikið á þínu heimili?“. Ég gæti alveg eins spurt þig: Er stolið mikið á þínu heimili? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu. Þetta sá ég í blöðunum hér fyrir margt löngu. Þá er víst verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist, síðan koma í kjölfarið auðvitað kvikmyndir, tónlist og mjög líklega verða bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Ég hef skrifað um þetta áður og svörin sem ég hef fengið eru á þessa leið: „Þú gerðir díl við bankann.“ „Þú átt þetta skilið því þú hefur selt svo mikið af plötum.“ „Sannaðu að þetta sé þjófnaður.“ „Hef aldrei keypt plötu með þér og fer ekki að byrja á því núna.“ „Þetta gera allir.“ „Diskar eru svo dýrir.“ „Þú átt pening.“ „Farðu nú að halda kjafti.“ „Þetta er nýi tíminn.“ „Fólk vill ekki kaupa diska.“ „Haldið bara tónleika og hættið að væla.“ Þetta eru bara nokkur svör sem ég fékk við að fjalla um þetta. Það er eitt sem ég skil ekki og það er það að fólki finnst í alvöru í lagi að hafa af mönnum tekjur fyrir vinnu sína! Að það sé ekki meiri virðing borin fyrir því sem menn gera. Auðvitað veit ég að það er stór hópur sem enn þá hefur siðferðið í lagi og stelur ekki. Gjörsamlega galið Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu, og nefnir Spotify sem dæmi, geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar. Þetta er ágætis dæmi um hvernig þróunin er að verða þar sem fólk greiðir fyrir niðurhal. Listamaðurinn fær nánast ekkert en sá sem stofnar veituna fær milljarða. Þróunin gæti orðið sú að menn einfaldlega hætta að búa til list ef höfundarrétturinn er ekki virtur. Ef ég kaupi málverk eftir Kjarval og geri síðan eftirprentanir og býð öllum sem vilja að fá sér eintak þá yrði ég stöðvaður og ákærður. Og svar mitt yrði að þetta væri nýr tími og menn yrðu bara að aðlaga sig. Býst nú ekki við að það yrði hlustað á mig. En af því að þetta er netið og þetta er tónlist eða kvikmynd þá er í lagi að stela og hafa af mönnum höfundarréttinn. Hvert eintak skiptir máli Að gera plötu á Íslandi kostar mig í kringum 2-5 milljónir. Hvert selt eintak skiptir máli. Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi. Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana. Þetta er umhverfið sem íslenskir og erlendir tónlistarmenn búa við. Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið vandamál en ég geri mér líka grein fyrir að þetta er siðferðislegt vandamál. Meira að segja DV er farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Leiðbeiningar um hvernig skuli fara fram hjá höfundarrétti eru ekki neytendavænar, þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum. Það mætti líkja leiðbeiningum DV við leiðbeiningar um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru fram hjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað. Skriðjöklar hét hljómsveit sem gerði plötu sem hét „Er sungið mikið á þínu heimili?“. Ég gæti alveg eins spurt þig: Er stolið mikið á þínu heimili?
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun