Innlent

Segir lægri bætur ávísun á enn lægri laun

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorleifur Gunnarsson og Áslaug Friðriksdóttir Þorleifur Gunnlaugsson segir meirihluta þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni vera verr setta á þessu kjörtímabili.
Þorleifur Gunnarsson og Áslaug Friðriksdóttir Þorleifur Gunnlaugsson segir meirihluta þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni vera verr setta á þessu kjörtímabili.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að á þessu kjörtímabili hafi í raun orðið kaupmáttarrýrnun hjá meirihluta þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá borginni.

Hann segir fyrsta verk núverandi meirihluta hafa verið að stofna nýjan hóp, einstaklinga sem búa með öðrum, og sé hann nú fjölmennasti hópurinn sem þiggi aðstoð. Fjárhagsaðstoð einstaklinga sem reki eigið heimili hafi verið hækkuð en aðrir hafi ekki fengið verðbætur og einstaklingar sem reki eigið heimili hafi dregist mjög aftur úr.

Þorleifur segir einnig að ákveði hjón eða sambúðarfólk að slíta samvistum á pappírum geti þau áfram búið saman en þó fengið mun hærri fjárhagsaðstoð án þess að brjóta nokkrar reglur.

„Þessar tekjur verða þeir sem lifa á fjárhagsaðstoð að láta sér duga, jafnvel árum saman en réðu Sjálfstæðismenn borginni væru þær væntanlega enn lægri þannig að óprúttnir kapítalistar næðu að borga þeim verst settu enn lægri laun,“ segir Þorleifur.

Tekist var á um fjárhagsaðstoð á fundi velferðarráðs Reykjavíkur fyrir helgi. Í umfjöllun blaðsins um málið um helgina kom fram sú skoðun Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, að borgin hefði gert mistök með því að auka fjárhagsaðstoð til fólks, því hún drægi augljóslega úr fjárhagslegum hvata fólks til að fara út á vinnumarkaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×