Opið bréf til menntamálaráðherra Guðmundur Magnússon skrifar 9. október 2013 09:17 Kæri Illugi. Frá því í september hafa mannréttindi verið brotin á heyrnarlausum sem nota táknmál í daglegum samskiptum við annað fólk en þá kláraðist fjárveiting sem ætluð var á þessu ári til túlkaþjónustu í daglegu lífi. Þú hefur tilkynnt að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi til táknmálstúlkunar og vísað til þess að framkvæmdanefnd um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra vinni nú að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Þetta er ekki boðlegt svar og það vitum við báðir. Í maí 2011 skilaði áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli loksins árangri. Þá samþykkti Alþingi einróma ný lög þar sem íslenskt táknmál var skilgreint sem fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þessi lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Þess má geta að þessi mannréttindi eru einnig skilgreind í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).Ekki háar fjárhæðir Barátta heyrnarlausra fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið í áratugi og ítrekað hefur þurft að láta reyna á réttinn til túlkaþjónustu með kærum og fyrir dómstólum. Það var því mikið framfaraskref þegar samflokksmaður þinn og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2004 og tryggði fjármagn í sjóð sem ætlaður var til túlkunar í daglegu lífi. Við þetta tilefni sagði hún m.a. í þingræðu að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Þetta hefur staðið þar til nú að umræddur sjóður er tómur og heyrnarlausir standa skyndilega frammi fyrir því að endurgjaldslaus túlkaþjónusta er ekki lengur í boði í daglegu lífi. Það skal tekið fram að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.Getum ekki átt samskipti Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur í blaðagrein brugðið upp mynd af þeim vanda sem heyrnarlausir standa frammi fyrir í daglegu lífi þegar endurgjaldslaus túlkaþjónustu er ekki lengur í boði. „Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegu skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starf okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar.“ Kæri Illugi, ég skora á þig að sjá til þess að þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál í samskiptum geti áfram búið við þau mannréttindi að fá endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Brýnt er að nú þegar verði tryggð fjárveiting til túlkaþjónustu það sem eftir lifir árs og einnig treysti ég því að þú sjáir til þess á fjárlögum næstu ára að þessi staða komi ekki upp aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi. Frá því í september hafa mannréttindi verið brotin á heyrnarlausum sem nota táknmál í daglegum samskiptum við annað fólk en þá kláraðist fjárveiting sem ætluð var á þessu ári til túlkaþjónustu í daglegu lífi. Þú hefur tilkynnt að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi til táknmálstúlkunar og vísað til þess að framkvæmdanefnd um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra vinni nú að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Þetta er ekki boðlegt svar og það vitum við báðir. Í maí 2011 skilaði áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli loksins árangri. Þá samþykkti Alþingi einróma ný lög þar sem íslenskt táknmál var skilgreint sem fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þessi lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Þess má geta að þessi mannréttindi eru einnig skilgreind í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).Ekki háar fjárhæðir Barátta heyrnarlausra fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið í áratugi og ítrekað hefur þurft að láta reyna á réttinn til túlkaþjónustu með kærum og fyrir dómstólum. Það var því mikið framfaraskref þegar samflokksmaður þinn og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2004 og tryggði fjármagn í sjóð sem ætlaður var til túlkunar í daglegu lífi. Við þetta tilefni sagði hún m.a. í þingræðu að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Þetta hefur staðið þar til nú að umræddur sjóður er tómur og heyrnarlausir standa skyndilega frammi fyrir því að endurgjaldslaus túlkaþjónusta er ekki lengur í boði í daglegu lífi. Það skal tekið fram að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.Getum ekki átt samskipti Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur í blaðagrein brugðið upp mynd af þeim vanda sem heyrnarlausir standa frammi fyrir í daglegu lífi þegar endurgjaldslaus túlkaþjónustu er ekki lengur í boði. „Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegu skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starf okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar.“ Kæri Illugi, ég skora á þig að sjá til þess að þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál í samskiptum geti áfram búið við þau mannréttindi að fá endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Brýnt er að nú þegar verði tryggð fjárveiting til túlkaþjónustu það sem eftir lifir árs og einnig treysti ég því að þú sjáir til þess á fjárlögum næstu ára að þessi staða komi ekki upp aftur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun