Opið bréf til menntamálaráðherra Guðmundur Magnússon skrifar 9. október 2013 09:17 Kæri Illugi. Frá því í september hafa mannréttindi verið brotin á heyrnarlausum sem nota táknmál í daglegum samskiptum við annað fólk en þá kláraðist fjárveiting sem ætluð var á þessu ári til túlkaþjónustu í daglegu lífi. Þú hefur tilkynnt að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi til táknmálstúlkunar og vísað til þess að framkvæmdanefnd um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra vinni nú að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Þetta er ekki boðlegt svar og það vitum við báðir. Í maí 2011 skilaði áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli loksins árangri. Þá samþykkti Alþingi einróma ný lög þar sem íslenskt táknmál var skilgreint sem fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þessi lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Þess má geta að þessi mannréttindi eru einnig skilgreind í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).Ekki háar fjárhæðir Barátta heyrnarlausra fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið í áratugi og ítrekað hefur þurft að láta reyna á réttinn til túlkaþjónustu með kærum og fyrir dómstólum. Það var því mikið framfaraskref þegar samflokksmaður þinn og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2004 og tryggði fjármagn í sjóð sem ætlaður var til túlkunar í daglegu lífi. Við þetta tilefni sagði hún m.a. í þingræðu að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Þetta hefur staðið þar til nú að umræddur sjóður er tómur og heyrnarlausir standa skyndilega frammi fyrir því að endurgjaldslaus túlkaþjónusta er ekki lengur í boði í daglegu lífi. Það skal tekið fram að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.Getum ekki átt samskipti Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur í blaðagrein brugðið upp mynd af þeim vanda sem heyrnarlausir standa frammi fyrir í daglegu lífi þegar endurgjaldslaus túlkaþjónustu er ekki lengur í boði. „Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegu skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starf okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar.“ Kæri Illugi, ég skora á þig að sjá til þess að þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál í samskiptum geti áfram búið við þau mannréttindi að fá endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Brýnt er að nú þegar verði tryggð fjárveiting til túlkaþjónustu það sem eftir lifir árs og einnig treysti ég því að þú sjáir til þess á fjárlögum næstu ára að þessi staða komi ekki upp aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Illugi. Frá því í september hafa mannréttindi verið brotin á heyrnarlausum sem nota táknmál í daglegum samskiptum við annað fólk en þá kláraðist fjárveiting sem ætluð var á þessu ári til túlkaþjónustu í daglegu lífi. Þú hefur tilkynnt að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf á auknu fjárframlagi til táknmálstúlkunar og vísað til þess að framkvæmdanefnd um málefni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra vinni nú að tillögum til framtíðar í málaflokknum. Þetta er ekki boðlegt svar og það vitum við báðir. Í maí 2011 skilaði áratuga barátta fyrir íslensku táknmáli sem fullgildu máli loksins árangri. Þá samþykkti Alþingi einróma ný lög þar sem íslenskt táknmál var skilgreint sem fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þessi lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar. Þess má geta að þessi mannréttindi eru einnig skilgreind í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).Ekki háar fjárhæðir Barátta heyrnarlausra fyrir túlkaþjónustu og stöðu íslenska táknmálsins hefur staðið í áratugi og ítrekað hefur þurft að láta reyna á réttinn til túlkaþjónustu með kærum og fyrir dómstólum. Það var því mikið framfaraskref þegar samflokksmaður þinn og þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, tók af skarið árið 2004 og tryggði fjármagn í sjóð sem ætlaður var til túlkunar í daglegu lífi. Við þetta tilefni sagði hún m.a. í þingræðu að búið væri að tryggja túlkun fyrir heyrnarlausa í daglegu lífi með varanlegum hætti. Þetta hefur staðið þar til nú að umræddur sjóður er tómur og heyrnarlausir standa skyndilega frammi fyrir því að endurgjaldslaus túlkaþjónusta er ekki lengur í boði í daglegu lífi. Það skal tekið fram að hér er ekki um háar fjárhæðir að ræða.Getum ekki átt samskipti Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, hefur í blaðagrein brugðið upp mynd af þeim vanda sem heyrnarlausir standa frammi fyrir í daglegu lífi þegar endurgjaldslaus túlkaþjónustu er ekki lengur í boði. „Í því felst að við sem þurfum að reiða okkur á táknmál getum ekki sinnt okkar daglegu skyldum sem íbúar í fjöleignarhúsi, sem starfsmenn, sem foreldrar. Við getum ekki verið þátttakendur með fjölskyldu okkar, hvorki á hátíðisdögum né á sorgarstundum. Við getum heldur ekki átt samskipti vegna kaupa á húsi eða bíl. Við getum ekki nýtt okkur símatíma lækna eða annarra sérfræðinga vegna veikinda barna okkar. Við eigum á hættu að missa starf okkar þar sem við getum ekki tekið þátt í fundum og fræðslu sem eru nauðsynleg vegna starfa okkar.“ Kæri Illugi, ég skora á þig að sjá til þess að þeir sem reiða sig á íslenskt táknmál í samskiptum geti áfram búið við þau mannréttindi að fá endurgjaldslausa túlkaþjónustu í daglegu lífi. Brýnt er að nú þegar verði tryggð fjárveiting til túlkaþjónustu það sem eftir lifir árs og einnig treysti ég því að þú sjáir til þess á fjárlögum næstu ára að þessi staða komi ekki upp aftur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun