Vatnsmýrin er votlendi og óhentugt byggingarland Jón Hjaltalín Magnússon skrifar 4. október 2013 06:00 Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin!
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar