Lög í Sádi-Arabíu heimila hýðingar Valur Grettisson skrifar 25. september 2013 07:00 Mennirnir voru handteknir á flugvellinum í Ríad. Mynd/AP „Þeir neita þessu alfarið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta flugfélagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sakaðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita alfarið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Samkvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utanríkisráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán vongóður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður.Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta.Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandarhögg. Dómara er þá í sjálfsvald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
„Þeir neita þessu alfarið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta flugfélagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sakaðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita alfarið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinberlega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Samkvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utanríkisráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán vongóður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður.Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta.Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandarhögg. Dómara er þá í sjálfsvald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira