Innlent

Meirihlutinn á Ísafirði segir að kraftaverk hafi unnist

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Deilt er um stjórnsýslu á skólalóð á Ísafirði.
Deilt er um stjórnsýslu á skólalóð á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Ísafjarðar segist hafna „aðdróttunum fulltrúa Í-listans um að á Austurvegi hafi átt sér stað skipulagsklúður og að staðfest sé að ekki hafi verið farið að lögum.“

Hratt hafi þurft að bregðast við þegar í ljós hafi komið að ekki yrði hægt að opna leikskóladeild í húsnæði Ísafjarðarbæjar á Hlíf. „Það var gert og má telja að kraftaverk hafi verið unnið þegar tókst að opna meira en þrjátíu ný leikskólapláss með svo stuttum aðdraganda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×