Innlent

Landbúnaður ekki undanskilinn í hagræðingaráætlunum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Hlutfall ríkisstyrkja af heildartekjum íslensks landbúnaðar hækkaði um þrjú prósent milli ára.
Hlutfall ríkisstyrkja af heildartekjum íslensks landbúnaðar hækkaði um þrjú prósent milli ára. Fréttablaðið/Stefán
 „Það liggur allt undir í starfi þessa hóps og þar skiptir engu hvort um er að ræða landbúnað, listir, utanríkismál eða annað.“ Þetta segir Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður niðurskurðarhóps ríkisstjórnarinnar, spurður hvort hópurinn hafi rætt að draga úr ríkisstyrkjum til landbúnaðar til að hagræða í rekstri ríkisins.

Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um ríkisaðstoð fyrir landbúnað, sýnir að um 47 prósent af heildartekjum íslensks landbúnaðar árið 2012 voru tilkomin vegna ríkisstyrkja. Árið 2011 voru ríkisstyrkirnir 44 prósent af heildartekjunum.

Ísland er í fimmta sæti á lista OECD yfir þau lönd sem greiða hæsta hlutfall ríkisstyrkja til landbúnaðar. Einungis Noregur, Sviss, Japan og Suður-Kórea greiða hærri styrki. Önnur lönd greiða minna en 23 prósent af heildartekjum atvinnugreinarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×