Íhugar að fá lögbann á framkvæmdir við stúdentaíbúðir við Brautarholt Valur Grettisson skrifar 21. september 2013 07:45 Símon S. Wiium íhugar lögbann á framkvæmdir vegna byggingar námsmannaíbúða við Rauðarárholt í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli „Nú er það bara harkan sex,“ segir Símon S. Wiium, íbúi í Ásholti í Reykjavík, en hann er einn af allnokkrum íbúum sem hafa skilað inn athugasemdum vegna byggingar stúdentaíbúða á Rauðarárholti við Brautarholt, rétt fyrir ofan Hlemm. Skipulagsráð samþykkti málið úr nefnd síðasta miðvikudag. „Þetta stefnir bara í stórslys,“ segir Símon, sem hefur búið í hverfinu í fimmtán ár. Hann gagnrýnir fyrirhuguðu framkvæmdina harðlega og hann er ekki sá eini. Auk hans gerðu húsfélög í hverfinu, íbúar og fyrirtæki athugasemdir við byggingu hússins. Helsta bitbeinið er áætlaður stæðafjöldi í hverfinu. Til stendur að útbúa tuttugu stæði í bílakjallara nýbyggingarinnar en alls verða 96 íbúðir í húsinu. Það gera fimm íbúðir á hvert stæði. Einnig gera íbúar athugasemdir við hæð byggingarinnar og óttast skuggamyndun og áhrif þess á íbúðaverð. „Þetta verður bara eins og bryndreki í hverfinu,“ segir Símon áhyggjufullur. Símon segir einsýnt að það verði fleiri stúdentar á bílum en borgaryfirvöld áætla. Hann bendir jafnframt á að hótel sé í hverfinu og umferð í kringum það þrengi þegar verulega að íbúum í hverfinu. Það stefni því í ófremdarástand að hans mati. Símon segir íbúa margsinnis hafa komið sjónarmiðum sínum áleiðis, „en hrokinn er bara svo mikill,“ segir hann harðorður í garð borgaryfirvalda. Hann segir tíma sátta liðinn, nú íhugi hann að taka til sinna ráðstafana. „Ég er að íhuga að fara fram á lögbann vegna framkvæmdarinnar, og skaðabótamál ef af verður,“ segir hann. Auglýsingastofan Hvíta húsið er einnig í hverfinu. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir fyrirtækið hafa gagnrýnt áformin. „Hverfið er algjörlega kolsprungið og það fyrir löngu,“ segir hann, en fyrirtækið óttast að engin stæði verði fyrir starfsmenn fyrirtækisins, gangi áformin eftir, hvað þá viðskiptavini. .María Rut KristinsdóttirMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki vilja gera lítið úr áhyggjum íbúa og fyrirtækja á svæðinu en bendir á að sama tilhögun hafi verið varðandi stúdentaíbúðir á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur varðandi stæði. Það hafi gefist vel. „Það er bara þannig að meginþorri stúdenta er ekki á einkabíl,“ útskýrir hún og segir ekki mikla umferð fylgja stúdentum, sem nýti sér frekar almenningssamgöngur og hjól Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
„Nú er það bara harkan sex,“ segir Símon S. Wiium, íbúi í Ásholti í Reykjavík, en hann er einn af allnokkrum íbúum sem hafa skilað inn athugasemdum vegna byggingar stúdentaíbúða á Rauðarárholti við Brautarholt, rétt fyrir ofan Hlemm. Skipulagsráð samþykkti málið úr nefnd síðasta miðvikudag. „Þetta stefnir bara í stórslys,“ segir Símon, sem hefur búið í hverfinu í fimmtán ár. Hann gagnrýnir fyrirhuguðu framkvæmdina harðlega og hann er ekki sá eini. Auk hans gerðu húsfélög í hverfinu, íbúar og fyrirtæki athugasemdir við byggingu hússins. Helsta bitbeinið er áætlaður stæðafjöldi í hverfinu. Til stendur að útbúa tuttugu stæði í bílakjallara nýbyggingarinnar en alls verða 96 íbúðir í húsinu. Það gera fimm íbúðir á hvert stæði. Einnig gera íbúar athugasemdir við hæð byggingarinnar og óttast skuggamyndun og áhrif þess á íbúðaverð. „Þetta verður bara eins og bryndreki í hverfinu,“ segir Símon áhyggjufullur. Símon segir einsýnt að það verði fleiri stúdentar á bílum en borgaryfirvöld áætla. Hann bendir jafnframt á að hótel sé í hverfinu og umferð í kringum það þrengi þegar verulega að íbúum í hverfinu. Það stefni því í ófremdarástand að hans mati. Símon segir íbúa margsinnis hafa komið sjónarmiðum sínum áleiðis, „en hrokinn er bara svo mikill,“ segir hann harðorður í garð borgaryfirvalda. Hann segir tíma sátta liðinn, nú íhugi hann að taka til sinna ráðstafana. „Ég er að íhuga að fara fram á lögbann vegna framkvæmdarinnar, og skaðabótamál ef af verður,“ segir hann. Auglýsingastofan Hvíta húsið er einnig í hverfinu. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir fyrirtækið hafa gagnrýnt áformin. „Hverfið er algjörlega kolsprungið og það fyrir löngu,“ segir hann, en fyrirtækið óttast að engin stæði verði fyrir starfsmenn fyrirtækisins, gangi áformin eftir, hvað þá viðskiptavini. .María Rut KristinsdóttirMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki vilja gera lítið úr áhyggjum íbúa og fyrirtækja á svæðinu en bendir á að sama tilhögun hafi verið varðandi stúdentaíbúðir á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur varðandi stæði. Það hafi gefist vel. „Það er bara þannig að meginþorri stúdenta er ekki á einkabíl,“ útskýrir hún og segir ekki mikla umferð fylgja stúdentum, sem nýti sér frekar almenningssamgöngur og hjól
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira