Íhugar að fá lögbann á framkvæmdir við stúdentaíbúðir við Brautarholt Valur Grettisson skrifar 21. september 2013 07:45 Símon S. Wiium íhugar lögbann á framkvæmdir vegna byggingar námsmannaíbúða við Rauðarárholt í Reykjavík. Fréttablaðið/Valli „Nú er það bara harkan sex,“ segir Símon S. Wiium, íbúi í Ásholti í Reykjavík, en hann er einn af allnokkrum íbúum sem hafa skilað inn athugasemdum vegna byggingar stúdentaíbúða á Rauðarárholti við Brautarholt, rétt fyrir ofan Hlemm. Skipulagsráð samþykkti málið úr nefnd síðasta miðvikudag. „Þetta stefnir bara í stórslys,“ segir Símon, sem hefur búið í hverfinu í fimmtán ár. Hann gagnrýnir fyrirhuguðu framkvæmdina harðlega og hann er ekki sá eini. Auk hans gerðu húsfélög í hverfinu, íbúar og fyrirtæki athugasemdir við byggingu hússins. Helsta bitbeinið er áætlaður stæðafjöldi í hverfinu. Til stendur að útbúa tuttugu stæði í bílakjallara nýbyggingarinnar en alls verða 96 íbúðir í húsinu. Það gera fimm íbúðir á hvert stæði. Einnig gera íbúar athugasemdir við hæð byggingarinnar og óttast skuggamyndun og áhrif þess á íbúðaverð. „Þetta verður bara eins og bryndreki í hverfinu,“ segir Símon áhyggjufullur. Símon segir einsýnt að það verði fleiri stúdentar á bílum en borgaryfirvöld áætla. Hann bendir jafnframt á að hótel sé í hverfinu og umferð í kringum það þrengi þegar verulega að íbúum í hverfinu. Það stefni því í ófremdarástand að hans mati. Símon segir íbúa margsinnis hafa komið sjónarmiðum sínum áleiðis, „en hrokinn er bara svo mikill,“ segir hann harðorður í garð borgaryfirvalda. Hann segir tíma sátta liðinn, nú íhugi hann að taka til sinna ráðstafana. „Ég er að íhuga að fara fram á lögbann vegna framkvæmdarinnar, og skaðabótamál ef af verður,“ segir hann. Auglýsingastofan Hvíta húsið er einnig í hverfinu. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir fyrirtækið hafa gagnrýnt áformin. „Hverfið er algjörlega kolsprungið og það fyrir löngu,“ segir hann, en fyrirtækið óttast að engin stæði verði fyrir starfsmenn fyrirtækisins, gangi áformin eftir, hvað þá viðskiptavini. .María Rut KristinsdóttirMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki vilja gera lítið úr áhyggjum íbúa og fyrirtækja á svæðinu en bendir á að sama tilhögun hafi verið varðandi stúdentaíbúðir á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur varðandi stæði. Það hafi gefist vel. „Það er bara þannig að meginþorri stúdenta er ekki á einkabíl,“ útskýrir hún og segir ekki mikla umferð fylgja stúdentum, sem nýti sér frekar almenningssamgöngur og hjól Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Sjá meira
„Nú er það bara harkan sex,“ segir Símon S. Wiium, íbúi í Ásholti í Reykjavík, en hann er einn af allnokkrum íbúum sem hafa skilað inn athugasemdum vegna byggingar stúdentaíbúða á Rauðarárholti við Brautarholt, rétt fyrir ofan Hlemm. Skipulagsráð samþykkti málið úr nefnd síðasta miðvikudag. „Þetta stefnir bara í stórslys,“ segir Símon, sem hefur búið í hverfinu í fimmtán ár. Hann gagnrýnir fyrirhuguðu framkvæmdina harðlega og hann er ekki sá eini. Auk hans gerðu húsfélög í hverfinu, íbúar og fyrirtæki athugasemdir við byggingu hússins. Helsta bitbeinið er áætlaður stæðafjöldi í hverfinu. Til stendur að útbúa tuttugu stæði í bílakjallara nýbyggingarinnar en alls verða 96 íbúðir í húsinu. Það gera fimm íbúðir á hvert stæði. Einnig gera íbúar athugasemdir við hæð byggingarinnar og óttast skuggamyndun og áhrif þess á íbúðaverð. „Þetta verður bara eins og bryndreki í hverfinu,“ segir Símon áhyggjufullur. Símon segir einsýnt að það verði fleiri stúdentar á bílum en borgaryfirvöld áætla. Hann bendir jafnframt á að hótel sé í hverfinu og umferð í kringum það þrengi þegar verulega að íbúum í hverfinu. Það stefni því í ófremdarástand að hans mati. Símon segir íbúa margsinnis hafa komið sjónarmiðum sínum áleiðis, „en hrokinn er bara svo mikill,“ segir hann harðorður í garð borgaryfirvalda. Hann segir tíma sátta liðinn, nú íhugi hann að taka til sinna ráðstafana. „Ég er að íhuga að fara fram á lögbann vegna framkvæmdarinnar, og skaðabótamál ef af verður,“ segir hann. Auglýsingastofan Hvíta húsið er einnig í hverfinu. Gísli S. Brynjólfsson, framkvæmdastjóri stofunnar, segir fyrirtækið hafa gagnrýnt áformin. „Hverfið er algjörlega kolsprungið og það fyrir löngu,“ segir hann, en fyrirtækið óttast að engin stæði verði fyrir starfsmenn fyrirtækisins, gangi áformin eftir, hvað þá viðskiptavini. .María Rut KristinsdóttirMaría Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segist ekki vilja gera lítið úr áhyggjum íbúa og fyrirtækja á svæðinu en bendir á að sama tilhögun hafi verið varðandi stúdentaíbúðir á Lindargötunni í miðbæ Reykjavíkur varðandi stæði. Það hafi gefist vel. „Það er bara þannig að meginþorri stúdenta er ekki á einkabíl,“ útskýrir hún og segir ekki mikla umferð fylgja stúdentum, sem nýti sér frekar almenningssamgöngur og hjól
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent