Afkoma bankanna skiptir ríkið miklu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. september 2013 07:00 Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn. Mynd/Samsett Afkomutölur bankanna í nýbirtum árshlutauppgjörum eru í grófum dráttum í samræmi við ávöxtunarkröfu ríkisins, segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan leggur eigið mat á rekstur bankanna og leitast við að greina frá fjármagnsliði sem ekki eiga eftir að endurtaka sig, svo sem hluti sem varða uppgjör vegna hrunsins. Þannig hefur bókhaldsleg arðsemi viðskiptabankanna þriggja alla jafna verið yfir því sem nefnist arðsemi reglulegs rekstrar. Þannig var arðsemi reglulegs rekstrar bankanna um síðustu áramót 7,6 prósent á meðan bókhaldsleg arðsemi var nálægt fjórtán prósentum. Þessi hlutföll breyttust lítið í síðustu uppgjörum.Jón Gunnar JónssonHagnaður bankanna er hins vegar enn litaður af einskiptisliðum og enn sér ekki fyrir endann á málum sem tengjast hruninu. Enn þá eru rekin fyrir dómstólum mál vegna uppgjörs gengistryggðra lána sem áttu að fá þar forgangsmeðferð, en sér ekki fyrir endann á hvenær kunni að ljúka. Þá eru aðrir óvissuþættir í rekstri þeirra sem þrýsta á um að afkoma þeirra sé góð, svo sem óvissa um hækkaða eiginfjárkröfu þeirra frá Fjármálaeftirlitinu og svo auknar lausafjárkröfur sem á þá kunna að vera lagðar í tengslum við innleiðingu Basel III-regluverksins. Jón Gunnar áréttar hins vegar að gríðarlega mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að eðlilegur arður sé af starfsemi bankanna, sér í lagi í ljósi þess hversu stór hlutur ríkissjóðs sé í innra virði þeirra. Það skipti máli, bæði hvað varði ávöxtun þeirra fjármuna og hvernig gangi svo fyrir ríkið að selja á endanum eignarhlut sinn í bönkunum. Í kynningu Bankasýslunnar á ársskýrslu stofnunarinnar í sumar kemur fram að hlutur ríkissjóðs Íslands í innra virði viðskiptabanka sé mun meiri en til dæmis ríkissjóðs Bretlands og Hollands. Á meðan hlutur íslenska ríkisins í bönkum nam um síðustu áramót 14,3 prósentum af vergri landsframleiðslu var sama hlutfall 4,7 prósent í Bretlandi og 2,3 prósent í Hollandi. Eignir Íslendinga, Breta og HollendingaHér fer ríkið með 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum, 13,0 prósent í Arion og 5,0 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið í Sparisjóði Vestmannaeyja (55,3%), Bolungarvíkur (76,8%), Svarfdæla (86,3%), Norðfjarðar (49,5%) og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis (75,9%). Hollenska ríkið á, í gegn um fjárvörslusjóð bankanna, ABN Amro og ASR Netherlands að fullu og smáræði í RFS Holdings. Bretar eiga í gegn um sérfélag 81,1 prósent í Royal Bank of Scotland, 39,2 prósent í Lloyds Banking Group og að fullu slitafélag sem á bankana Northern Rock og Bradford & Bingley. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Afkomutölur bankanna í nýbirtum árshlutauppgjörum eru í grófum dráttum í samræmi við ávöxtunarkröfu ríkisins, segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan leggur eigið mat á rekstur bankanna og leitast við að greina frá fjármagnsliði sem ekki eiga eftir að endurtaka sig, svo sem hluti sem varða uppgjör vegna hrunsins. Þannig hefur bókhaldsleg arðsemi viðskiptabankanna þriggja alla jafna verið yfir því sem nefnist arðsemi reglulegs rekstrar. Þannig var arðsemi reglulegs rekstrar bankanna um síðustu áramót 7,6 prósent á meðan bókhaldsleg arðsemi var nálægt fjórtán prósentum. Þessi hlutföll breyttust lítið í síðustu uppgjörum.Jón Gunnar JónssonHagnaður bankanna er hins vegar enn litaður af einskiptisliðum og enn sér ekki fyrir endann á málum sem tengjast hruninu. Enn þá eru rekin fyrir dómstólum mál vegna uppgjörs gengistryggðra lána sem áttu að fá þar forgangsmeðferð, en sér ekki fyrir endann á hvenær kunni að ljúka. Þá eru aðrir óvissuþættir í rekstri þeirra sem þrýsta á um að afkoma þeirra sé góð, svo sem óvissa um hækkaða eiginfjárkröfu þeirra frá Fjármálaeftirlitinu og svo auknar lausafjárkröfur sem á þá kunna að vera lagðar í tengslum við innleiðingu Basel III-regluverksins. Jón Gunnar áréttar hins vegar að gríðarlega mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að eðlilegur arður sé af starfsemi bankanna, sér í lagi í ljósi þess hversu stór hlutur ríkissjóðs sé í innra virði þeirra. Það skipti máli, bæði hvað varði ávöxtun þeirra fjármuna og hvernig gangi svo fyrir ríkið að selja á endanum eignarhlut sinn í bönkunum. Í kynningu Bankasýslunnar á ársskýrslu stofnunarinnar í sumar kemur fram að hlutur ríkissjóðs Íslands í innra virði viðskiptabanka sé mun meiri en til dæmis ríkissjóðs Bretlands og Hollands. Á meðan hlutur íslenska ríkisins í bönkum nam um síðustu áramót 14,3 prósentum af vergri landsframleiðslu var sama hlutfall 4,7 prósent í Bretlandi og 2,3 prósent í Hollandi. Eignir Íslendinga, Breta og HollendingaHér fer ríkið með 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum, 13,0 prósent í Arion og 5,0 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið í Sparisjóði Vestmannaeyja (55,3%), Bolungarvíkur (76,8%), Svarfdæla (86,3%), Norðfjarðar (49,5%) og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis (75,9%). Hollenska ríkið á, í gegn um fjárvörslusjóð bankanna, ABN Amro og ASR Netherlands að fullu og smáræði í RFS Holdings. Bretar eiga í gegn um sérfélag 81,1 prósent í Royal Bank of Scotland, 39,2 prósent í Lloyds Banking Group og að fullu slitafélag sem á bankana Northern Rock og Bradford & Bingley.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira