Afkoma bankanna skiptir ríkið miklu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. september 2013 07:00 Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn. Mynd/Samsett Afkomutölur bankanna í nýbirtum árshlutauppgjörum eru í grófum dráttum í samræmi við ávöxtunarkröfu ríkisins, segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan leggur eigið mat á rekstur bankanna og leitast við að greina frá fjármagnsliði sem ekki eiga eftir að endurtaka sig, svo sem hluti sem varða uppgjör vegna hrunsins. Þannig hefur bókhaldsleg arðsemi viðskiptabankanna þriggja alla jafna verið yfir því sem nefnist arðsemi reglulegs rekstrar. Þannig var arðsemi reglulegs rekstrar bankanna um síðustu áramót 7,6 prósent á meðan bókhaldsleg arðsemi var nálægt fjórtán prósentum. Þessi hlutföll breyttust lítið í síðustu uppgjörum.Jón Gunnar JónssonHagnaður bankanna er hins vegar enn litaður af einskiptisliðum og enn sér ekki fyrir endann á málum sem tengjast hruninu. Enn þá eru rekin fyrir dómstólum mál vegna uppgjörs gengistryggðra lána sem áttu að fá þar forgangsmeðferð, en sér ekki fyrir endann á hvenær kunni að ljúka. Þá eru aðrir óvissuþættir í rekstri þeirra sem þrýsta á um að afkoma þeirra sé góð, svo sem óvissa um hækkaða eiginfjárkröfu þeirra frá Fjármálaeftirlitinu og svo auknar lausafjárkröfur sem á þá kunna að vera lagðar í tengslum við innleiðingu Basel III-regluverksins. Jón Gunnar áréttar hins vegar að gríðarlega mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að eðlilegur arður sé af starfsemi bankanna, sér í lagi í ljósi þess hversu stór hlutur ríkissjóðs sé í innra virði þeirra. Það skipti máli, bæði hvað varði ávöxtun þeirra fjármuna og hvernig gangi svo fyrir ríkið að selja á endanum eignarhlut sinn í bönkunum. Í kynningu Bankasýslunnar á ársskýrslu stofnunarinnar í sumar kemur fram að hlutur ríkissjóðs Íslands í innra virði viðskiptabanka sé mun meiri en til dæmis ríkissjóðs Bretlands og Hollands. Á meðan hlutur íslenska ríkisins í bönkum nam um síðustu áramót 14,3 prósentum af vergri landsframleiðslu var sama hlutfall 4,7 prósent í Bretlandi og 2,3 prósent í Hollandi. Eignir Íslendinga, Breta og HollendingaHér fer ríkið með 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum, 13,0 prósent í Arion og 5,0 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið í Sparisjóði Vestmannaeyja (55,3%), Bolungarvíkur (76,8%), Svarfdæla (86,3%), Norðfjarðar (49,5%) og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis (75,9%). Hollenska ríkið á, í gegn um fjárvörslusjóð bankanna, ABN Amro og ASR Netherlands að fullu og smáræði í RFS Holdings. Bretar eiga í gegn um sérfélag 81,1 prósent í Royal Bank of Scotland, 39,2 prósent í Lloyds Banking Group og að fullu slitafélag sem á bankana Northern Rock og Bradford & Bingley. Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Afkomutölur bankanna í nýbirtum árshlutauppgjörum eru í grófum dráttum í samræmi við ávöxtunarkröfu ríkisins, segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan leggur eigið mat á rekstur bankanna og leitast við að greina frá fjármagnsliði sem ekki eiga eftir að endurtaka sig, svo sem hluti sem varða uppgjör vegna hrunsins. Þannig hefur bókhaldsleg arðsemi viðskiptabankanna þriggja alla jafna verið yfir því sem nefnist arðsemi reglulegs rekstrar. Þannig var arðsemi reglulegs rekstrar bankanna um síðustu áramót 7,6 prósent á meðan bókhaldsleg arðsemi var nálægt fjórtán prósentum. Þessi hlutföll breyttust lítið í síðustu uppgjörum.Jón Gunnar JónssonHagnaður bankanna er hins vegar enn litaður af einskiptisliðum og enn sér ekki fyrir endann á málum sem tengjast hruninu. Enn þá eru rekin fyrir dómstólum mál vegna uppgjörs gengistryggðra lána sem áttu að fá þar forgangsmeðferð, en sér ekki fyrir endann á hvenær kunni að ljúka. Þá eru aðrir óvissuþættir í rekstri þeirra sem þrýsta á um að afkoma þeirra sé góð, svo sem óvissa um hækkaða eiginfjárkröfu þeirra frá Fjármálaeftirlitinu og svo auknar lausafjárkröfur sem á þá kunna að vera lagðar í tengslum við innleiðingu Basel III-regluverksins. Jón Gunnar áréttar hins vegar að gríðarlega mikilvægt sé fyrir þjóðarbúið að eðlilegur arður sé af starfsemi bankanna, sér í lagi í ljósi þess hversu stór hlutur ríkissjóðs sé í innra virði þeirra. Það skipti máli, bæði hvað varði ávöxtun þeirra fjármuna og hvernig gangi svo fyrir ríkið að selja á endanum eignarhlut sinn í bönkunum. Í kynningu Bankasýslunnar á ársskýrslu stofnunarinnar í sumar kemur fram að hlutur ríkissjóðs Íslands í innra virði viðskiptabanka sé mun meiri en til dæmis ríkissjóðs Bretlands og Hollands. Á meðan hlutur íslenska ríkisins í bönkum nam um síðustu áramót 14,3 prósentum af vergri landsframleiðslu var sama hlutfall 4,7 prósent í Bretlandi og 2,3 prósent í Hollandi. Eignir Íslendinga, Breta og HollendingaHér fer ríkið með 97,9 prósenta hlut í Landsbankanum, 13,0 prósent í Arion og 5,0 prósenta hlut í Íslandsbanka. Þá á ríkið í Sparisjóði Vestmannaeyja (55,3%), Bolungarvíkur (76,8%), Svarfdæla (86,3%), Norðfjarðar (49,5%) og Sparisjóði Þórshafnar og nágrennis (75,9%). Hollenska ríkið á, í gegn um fjárvörslusjóð bankanna, ABN Amro og ASR Netherlands að fullu og smáræði í RFS Holdings. Bretar eiga í gegn um sérfélag 81,1 prósent í Royal Bank of Scotland, 39,2 prósent í Lloyds Banking Group og að fullu slitafélag sem á bankana Northern Rock og Bradford & Bingley.
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira