Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. maí 2020 09:00 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi segir að í kreppu felist líka tækifæri. Vísir/Vilhelm „Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér. Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Kreppur skapa tækifæri. Stundum þarf heimsfaraldur til að byrja á einhverju nýju,“ segir Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi um samning sem undirritaður var í gær við Dale Carnegie í Póllandi. Hann byggir á nýju samstarfi þar sem pólskumælandi íbúum hérlendis verður boðið upp á Live Online þjálfun. Jón segir hugmyndina svo sem ekki nýja af nálinni því af og til í gegnum árin, hafi komið upp hugmynd að vera með námskeiðin á pólsku. „Vegna ferðakostnaðar hefur þetta alltaf reynst of kostnaðarsamt en nú þegar við erum byrjuð að bjóða upp á Live Online námskeið á netinu hverfa öll landamæri.“ Að sögn Jóns hefur margt breyst síðustu vikurnar, þar sem fjarvinna, netverslun og margt fleira hefur stóraukist. Það sem fólk taldi sig ekki geta fyrir stuttu síðan er í dag orðið raunhæft. Að sögn Jóns er námskeiðinu ætlað að ýta undir jákvæðni fólks. „Eðlilega hefur svona ástand áhrif á viðhorf margra og óttinn og óvissan getur haft þau áhrif að fólk skríður inn í skelina og missir frumkvæði og framleiðni minnkar í kjölfarið,“ segir Jón og bætir við „Þessi vinnustofa byggir á streitureglum Dale Carnegie og hvað við getum gert til að efla eigin viðhorf. Við þurfum að taka stjórn á aðstæðum og gera það sem við getum.“ Jón segir að námskeið á netinu séu einföld í framkvæmd og ódýrari en ella. Hann segir tíu aðila frá einu fyrirtæki nú þegar skráð á fyrsta námskeiðið en það hefst þann 27.maí næstkomandi. Við undirbúning á þessu hafi hins vegar komið í ljós að sumir pólskumælandi íbúar á Íslandi hafa ekki aðgang að tölvum. Úr því var leyst með því að fá tölvustofu í menntaskóla að láni. „Það er svo frábært að finna að á Íslandi hjálpast allir að til að láta hlutina ganga og allir eru til í að hugsa út fyrir boxið,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann telji pólskumælandi þjálfunina geta leitt til frekari þjónustu fyrir aðra innflytjendur á Íslandi segir Jón að svo gæti vel farið því allt efni hjá Dale Carnegie er til á 30 tungumálum. „Nú er tækifæri til að nýtja tæknina og nota tímann þegar margir eru í skertu starfshlutfalli og sækja sér endurmenntun á hvaða tungumáli sem er,“ segir Jón. Þess má geta að í mars síðastliðnum hóf Vísir að birta fréttir fyrir pólskumælandi íbúa, sjá nánar hér.
Góðu ráðin Innflytjendamál Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira