Lífið

Aðdáendur Madonnu styrki Malaví

Söngkonan hvatti aðdáendur sína til að styrkja gott málefni.
Söngkonan hvatti aðdáendur sína til að styrkja gott málefni.
Madonna hvatti aðdáendur sína í gær til að láta fé af hendi rakna til góðgerðarmála í tilefni af 55 ára afmæli hennar.

Söngkonan vonaðist til að aðdáendur hennar myndu styrkja samtökin Raising Malawi. Vinur hennar, læknirinn Eric Borgstein, hefur unnið gott starf við að lækna veik börn í Malaví.

Madonna setti mynd af vini sínum á Instagram og þakkaði fyrir afmæliskveðjurnar sem hún fékk. „Hjálpið mér að halda upp á afmælið með því að styrkja Raising Malawi fyrir eina af mínum hetjum, dr. Eric Borgstein,“ skrifaði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.