Höfundarréttur.net Jón Þór Ólafsson skrifar 15. ágúst 2013 07:00 Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Til að tryggja að höfundar gætu einir hagnast á eigin verkum voru fyrr á öldum sett afritunarákvæði í höfundalögin. Höfundar fengu tímabundið einkaleyfi til að afrita verk sín. Í dag þurfum við að finna aðrar leiðir til að tryggja að höfundar einir geti hagnast á eigin verkum, því að til að framfylgja afritunareinkaleyfinu í nettengdum heimi þarf að njósna um alla netumferð og ritskoða internetið. Þeim fer fjölgandi sem skilja þetta og vilja ekki fórna friðhelgi einkalífs síns eða upplýsingafrelsi á internetinu fyrir afritunarákvæðið sem er úrelt leið til að tryggja að höfundar geti einir hagnast á eigin verkum. Við þurfum ný höfundarréttarákvæði til þess. Píratar um allan heim leggja til að höfundalögin verði endurskoðuð þannig að höfundarrétthöfum sé tryggt tímabundið einkaleyfi til að hagnast á verkum sínum án þess þó að fá einkaleyfi á að fjölfalda efnið. Það þýðir að fólki verði frjálst að deila efni sín á milli til einkanota en höfundurinn hefur einkaleyfi á því að hagnast á annarri notkun þess. Ný viðskiptalíkön hafa sýnt og sannað að slíkur hagnaður á sér stað þótt efnið sé samtímis aðgengilegt án endurgjalds á internetinu.Ný viðskiptalíkön á internetinu Internetið skapar mikil tækifæri fyrir höfundarrétthafa. Þetta á sérstaklega við um þá sem nýta sér nýju tæknina. Þannig hefur það alltaf verið. Stjórnendur Amazon.com borguðu ekki út arð í áraraðir heldur settu þeir allan hagnað í að byggja upp notendavænt internetsölukerfi, m.a. á rafbókum sem eru í dag mikið keyptar og lítið deilt frítt á internetinu. Nexflix.com veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sínum kvikmyndum og þáttaröðum gegn 1.000 króna mánaðargjaldi, sem undirritaður greiðir glaður. Spotify.com gerir það sama með tónlist. Nýja tæknin er líka að brjóta upp fákeppnismarkaðinn við greiðslumiðlun sem mun gera listamönnum auðveldara að selja aðdáendum sínum „beint frá býli“. Vissulega verður listafólk og aðrir hugverkarétthafar fyrir óþægindum og oft skaða meðan nýju viðskiptalíkönin sem tryggja munu þeim tekjur í framtíðinni eru í mótun. Tæknibyltingar setja ríkjandi viðskiptahætti í uppnám samhliða því að skapa mikil tækifæri fyrir þá sem læra að nýta sér nýju tæknina. Aðstoðum því skapandi fólk við að finna og skapa nýjar leiðir til að koma verkum sínum í verð á netinu. Hjálpumst svo að við að endurskoða höfundalögin til að þau nái sínum upprunalega tilgangi sem er að tryggja höfundum tímabundið einkaleyfi á því að hagnast á eigin verkum.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar