Svört tíðindi af kríuvarpi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Nóg afföll verða vegna eggjaræningja sem þessa svo það er eins gott hjá kríunni að sýna þessum hettumáfi enga miskunn. Mynd/Þórir Níels Kjartansson Kríuvarp á Suður- og Vesturlandi hefur nær alveg misfarist þetta sumarið. Í Vík í Mýrdal hefur ungi ekki sést á flugi og í Þorlákshöfn hefur krían gefist upp á varpinu þriðja árið í röð. Svipaða sögu er að segja frá Breiðafirði. Ævar Petersen fuglafræðingur var að koma úr sinni árvissu rannsóknarferð í Flatey á Breiðafirði og eru tíðindin þaðan af kríuvarpi með þeim svörtustu síðan hann hóf rannsóknir þar fyrir fjörutíu árum. „Það virðist bara ekki vera nóg æti til að gefa ungunum,“ segir hann. „Þetta sést til dæmis á því að krían hefur verið að færa þeim hrognkelsaseiði í örvæntingu sinni en ungarnir koma því náttúrlega ekki niður.“Íbúar og dvalargestir í Flatey hafa ekki farið varhluta af þessum óförum kríunnar og því brugðið á það ráð að gefa henni fiskmeti og brauð. „Hún er eiginlega orðinn heimilisgestur um leið,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey. Erfitt er að henda reiður á fjölda sjófugla á svo stórum vörpum eins og í Flatey en Ævar segir að fyrir um rúmum áratug hafi um þrjú þúsund kríupör orpið í Flatey. Hann telur að þau séu á bilinu 500 til eitt þúsund í ár. Fyrir norðan land hefur þó varp sjófugla verið með ágætum, enda kemst fuglinn þar í loðnu sem bjargar málunum meðan sandsílastofninn er í slíkri lægð. Ævar segir að ef henni væri ekki fyrir að fara væri ástandið á landinu öllu skelfilegt. „Ef loðnan færir sig svo langt norður að fuglinn kemst ekki í hana, ja, þá erum við eiginlega skák og mát,“ segir hann. Það er ekki bjart fram undan hjá þessum unga í Vík. Mestar líkur eru á því að hann verði ræningjum eða hungri að bráð.mynd/Þórir níels kjartanssonÞórir Níels Kjartansson, sem fylgst hefur með kríuvarpi í áratugi í Vík, segir að þar hafi hann ekki séð einn einasta unga komast á flug. Hann segir að varpið þar hafi verið talið það stærsta í Evrópu árið 1980 en tíu árum síðar hafi byrjað að halla undan fæti. „Þetta vandamál er því mun eldra en flestir halda í dag,“ segir hann. „Ofan á ætisvandamálið bætist svo við aukin ásókn eggja- og ungaræningja, svo sem sílamáfs, hettumáfs og tófu.“ Hann óttast að saga varpsins í úthverfi Víkur, sem hófst eftir að græddur var upp svartur fjörusandur sem var þar fyrir 1970, sé nú að enda komin. „Krían er sá sjófugl sem er hvað síst fastheldinn á varpstaðinn,“ segir hann. Sigurlaug Gröndal, sem býr við sjávarsíðuna í Þorlákshöfn, segir að krían þar hafi gefist upp þriðja árið í röð og sé nú þegar horfin á braut. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Kríuvarp á Suður- og Vesturlandi hefur nær alveg misfarist þetta sumarið. Í Vík í Mýrdal hefur ungi ekki sést á flugi og í Þorlákshöfn hefur krían gefist upp á varpinu þriðja árið í röð. Svipaða sögu er að segja frá Breiðafirði. Ævar Petersen fuglafræðingur var að koma úr sinni árvissu rannsóknarferð í Flatey á Breiðafirði og eru tíðindin þaðan af kríuvarpi með þeim svörtustu síðan hann hóf rannsóknir þar fyrir fjörutíu árum. „Það virðist bara ekki vera nóg æti til að gefa ungunum,“ segir hann. „Þetta sést til dæmis á því að krían hefur verið að færa þeim hrognkelsaseiði í örvæntingu sinni en ungarnir koma því náttúrlega ekki niður.“Íbúar og dvalargestir í Flatey hafa ekki farið varhluta af þessum óförum kríunnar og því brugðið á það ráð að gefa henni fiskmeti og brauð. „Hún er eiginlega orðinn heimilisgestur um leið,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey. Erfitt er að henda reiður á fjölda sjófugla á svo stórum vörpum eins og í Flatey en Ævar segir að fyrir um rúmum áratug hafi um þrjú þúsund kríupör orpið í Flatey. Hann telur að þau séu á bilinu 500 til eitt þúsund í ár. Fyrir norðan land hefur þó varp sjófugla verið með ágætum, enda kemst fuglinn þar í loðnu sem bjargar málunum meðan sandsílastofninn er í slíkri lægð. Ævar segir að ef henni væri ekki fyrir að fara væri ástandið á landinu öllu skelfilegt. „Ef loðnan færir sig svo langt norður að fuglinn kemst ekki í hana, ja, þá erum við eiginlega skák og mát,“ segir hann. Það er ekki bjart fram undan hjá þessum unga í Vík. Mestar líkur eru á því að hann verði ræningjum eða hungri að bráð.mynd/Þórir níels kjartanssonÞórir Níels Kjartansson, sem fylgst hefur með kríuvarpi í áratugi í Vík, segir að þar hafi hann ekki séð einn einasta unga komast á flug. Hann segir að varpið þar hafi verið talið það stærsta í Evrópu árið 1980 en tíu árum síðar hafi byrjað að halla undan fæti. „Þetta vandamál er því mun eldra en flestir halda í dag,“ segir hann. „Ofan á ætisvandamálið bætist svo við aukin ásókn eggja- og ungaræningja, svo sem sílamáfs, hettumáfs og tófu.“ Hann óttast að saga varpsins í úthverfi Víkur, sem hófst eftir að græddur var upp svartur fjörusandur sem var þar fyrir 1970, sé nú að enda komin. „Krían er sá sjófugl sem er hvað síst fastheldinn á varpstaðinn,“ segir hann. Sigurlaug Gröndal, sem býr við sjávarsíðuna í Þorlákshöfn, segir að krían þar hafi gefist upp þriðja árið í röð og sé nú þegar horfin á braut.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira