Sameinar öll áhugasviðin í sama starfi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. júlí 2013 12:00 Ástrós er ekki bara leikhúsfræðingur heldur einnig leiðsögumaður og ritlistarnemi. Hún segir starf fræðslufulltrúans sameina öll þessi áhugasvið. Fréttablaðið/Valli Ástrós Elísdóttir, nýráðinn fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, steig fyrst á svið sjö ára gömul með Rokklingunum. Eftir það átti leikhúsheimurinn huga hennar allan og þegar kom að því að velja framtíðarstarf valdi hún að sjálfsögðu leikhúsfræði "Hlutverk deildarinnar er að opna leikhúsið fyrir almenningi og við leggjum sérstaka áherslu á yngri áhorfendurna,“ segir Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, um tilgang nýstofnaðrar fræðsludeildar við leikhúsið. „Þetta er mikilvægt hlutverk sem leikhúsið á að gegna, að ala upp nýja áhorfendur og mennta þá í þessu listformi, leiklistinni. Borgarleikhúsið hefur alltaf sinnt því hlutverki í og með en nú ætlum við að leggja meiri áherslu á fræðslustarfið og gera það markvissara.“ Ástrós er leikhúsfræðingur að mennt og hefur verið lausráðin í ýmis verkefni hjá Borgarleikhúsinu undanfarin tvö ár. En hver er bakgrunnur hennar? „Ég ólst upp í Vesturbænum og gekk þessa klassísku skólagöngu; Melaskóli, Hagaskóli, MR. Hef haft áhuga á leikhúsi alveg frá því ég man eftir mér og mamma var einmitt að rifja það upp að ég hefði séð allar barnasýningar sem boðið var upp á alveg frá tveggja ára aldri. Á unglingsárunum fór ég svo að sækja þau leiklistarnámskeið sem voru í boði, lék í Herranótt og svona.“Hvers vegna fórstu þá í leikhúsfræði en ekki leikaranám?„Sumarið eftir að ég kláraði MR var ég í leikfélaginu Þrándi, sem var lítið leikfélag stofnað af krökkum úr nokkrum menntaskólum. Þá var einmitt Magnús Geir Borgarleikhússtjóri að leikstýra okkur og við settum upp Fullkomið brúðkaup í Loftkastalanum. Þá tók ég þátt í öllu sem viðkom leiksýningu og það heillaði mig meira að vera baksviðs en á sviðinu sjálfu þannig að ég ákvað að fara í leikhúsfræði.“ Ástrós valdi Háskólann í Bologna til námsins, hvað kom til að Ítalía varð fyrir valinu? „Ég útskrifaðist af nýmálabraut í MR og hef mikinn áhuga á tungumálum. Finnst ítalskan svo fallegt tungumál og langaði til að læra hana betur, auk þess sem ég er sóldýrkandi og mikil matkona, þannig að Ítalía var augljóst val.“ Ástrós komst snemma í sviðsljósið því sjö ára gömul var hún farin að syngja með Rokklingunum, sem nutu fádæma vinsælda á þeim tíma. Hún hefur heldur ekki látið leikhúsið nægja sem starfsvettvang, er útskrifaður leiðsögumaður og hefur leitt ítalska túrista vítt og breitt um landið, auk þess sem hún er hálfnuð með meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Eigum við von á leikverki frá henni á næstunni? „Í starfi mínu sem fræðslufulltrúi get ég sameinað öll þessi áhugasvið og já, ég hef gert svolítið af því að skrifa leikrit, en ekkert þeirra hefur ratað á svið enn þá, það kemur vonandi bara seinna.“ Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Ástrós Elísdóttir, nýráðinn fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, steig fyrst á svið sjö ára gömul með Rokklingunum. Eftir það átti leikhúsheimurinn huga hennar allan og þegar kom að því að velja framtíðarstarf valdi hún að sjálfsögðu leikhúsfræði "Hlutverk deildarinnar er að opna leikhúsið fyrir almenningi og við leggjum sérstaka áherslu á yngri áhorfendurna,“ segir Ástrós Elísdóttir, fræðslufulltrúi Borgarleikhússins, um tilgang nýstofnaðrar fræðsludeildar við leikhúsið. „Þetta er mikilvægt hlutverk sem leikhúsið á að gegna, að ala upp nýja áhorfendur og mennta þá í þessu listformi, leiklistinni. Borgarleikhúsið hefur alltaf sinnt því hlutverki í og með en nú ætlum við að leggja meiri áherslu á fræðslustarfið og gera það markvissara.“ Ástrós er leikhúsfræðingur að mennt og hefur verið lausráðin í ýmis verkefni hjá Borgarleikhúsinu undanfarin tvö ár. En hver er bakgrunnur hennar? „Ég ólst upp í Vesturbænum og gekk þessa klassísku skólagöngu; Melaskóli, Hagaskóli, MR. Hef haft áhuga á leikhúsi alveg frá því ég man eftir mér og mamma var einmitt að rifja það upp að ég hefði séð allar barnasýningar sem boðið var upp á alveg frá tveggja ára aldri. Á unglingsárunum fór ég svo að sækja þau leiklistarnámskeið sem voru í boði, lék í Herranótt og svona.“Hvers vegna fórstu þá í leikhúsfræði en ekki leikaranám?„Sumarið eftir að ég kláraði MR var ég í leikfélaginu Þrándi, sem var lítið leikfélag stofnað af krökkum úr nokkrum menntaskólum. Þá var einmitt Magnús Geir Borgarleikhússtjóri að leikstýra okkur og við settum upp Fullkomið brúðkaup í Loftkastalanum. Þá tók ég þátt í öllu sem viðkom leiksýningu og það heillaði mig meira að vera baksviðs en á sviðinu sjálfu þannig að ég ákvað að fara í leikhúsfræði.“ Ástrós valdi Háskólann í Bologna til námsins, hvað kom til að Ítalía varð fyrir valinu? „Ég útskrifaðist af nýmálabraut í MR og hef mikinn áhuga á tungumálum. Finnst ítalskan svo fallegt tungumál og langaði til að læra hana betur, auk þess sem ég er sóldýrkandi og mikil matkona, þannig að Ítalía var augljóst val.“ Ástrós komst snemma í sviðsljósið því sjö ára gömul var hún farin að syngja með Rokklingunum, sem nutu fádæma vinsælda á þeim tíma. Hún hefur heldur ekki látið leikhúsið nægja sem starfsvettvang, er útskrifaður leiðsögumaður og hefur leitt ítalska túrista vítt og breitt um landið, auk þess sem hún er hálfnuð með meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Eigum við von á leikverki frá henni á næstunni? „Í starfi mínu sem fræðslufulltrúi get ég sameinað öll þessi áhugasvið og já, ég hef gert svolítið af því að skrifa leikrit, en ekkert þeirra hefur ratað á svið enn þá, það kemur vonandi bara seinna.“
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira