Opnar fyrstu tattú-stofuna í Breiðholti Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júlí 2013 09:15 „Ég leitaði lengi að húsnæði í 101 en fann ekkert sem hentaði. Svo bauðst mér þessi staður á mínum gömlu bernskuslóðum svo ég sló til,“ segir Páll Ásgeirsson, sem opnað hefur húðflúrstofuna Classic Tattoo í Breiðholtinu. Páll hefur starfað sem húðflúrari í fimmtán ár og bjó síðustu fjögur ár í Gautaborg þar sem hann rak sína eigin stofu. Nú er hann kominn aftur heim í Breiðholtið. „Stofan er hérna beint fyrir framan blokkina sem ég ólst upp í þegar ég var strákur, sem er einstaklega skemmtilegt.“ Páll missti annað augað í slysi þegar hann var tveggja ára. Hann segir að það hafi þó aldrei angrað sig. „Þegar eitt skynfæri hverfur eða hættir að virka, þá eykst virkni annarra skynfæra. Þetta hefur aldrei haft nein áhrif á mig eða vinnuna, enda þekki ég ekkert annað,“ segir hann, og bætir við að hann sé haldinn ákveðinni fullkomnunaráráttu. „Þegar ég vann í unglingavinnunni þá sópaði ég gangstéttina svo vel að það var eins og biskupinn eða forsetinn væru á leiðinni. Þeir gengu þó aldrei þessar blessuðu gangstéttir. Ég hef alltaf átt það til að vanda mig of mikið.“ Páll skartar sjálfur fjölda húðflúra en fyrsta húðflúrið fékk hann 17 ára gamall. „Það var árið 1989. Í raun mörgum árum en þetta varð virkilega vinsælt.“ Classic Tattoo býður viðskiptavinum sínum upp á sérstakt tilboð í tilefni opnunarinnar en býður þar að auki upp á skemmtilega nýjung. „Viðskiptavinir okkar geta komið og fengið ráðgjöf hjá húðflúrara á milli klukkan 12 og 13 og klukkan 18 og 19, alla virka daga. Vandamálið hefur nefnilega oft verið það að fólk kemur inn á húðflúrstofur og flúrarinn er upptekinn þegar viðkomandi kemur inn. Hann getur þar af leiðandi ekki aðstoðað,“ segir Páll. Með þessu fyrirkomulagi skapast því bæði vinnufriður fyrir húðflúrarann og tími fyrir viðskiptavininn. „Svo má nú ekki gleyma því að stofan mín er sú eina sem getur boðið upp á almennileg bílastæði,“ segir Páll léttur í dúr og áréttar að allir séu velkomnir til hans. Páll heldur úti Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með, en stofan er staðsett við Arnarbakka 2 í Breiðholti. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
„Ég leitaði lengi að húsnæði í 101 en fann ekkert sem hentaði. Svo bauðst mér þessi staður á mínum gömlu bernskuslóðum svo ég sló til,“ segir Páll Ásgeirsson, sem opnað hefur húðflúrstofuna Classic Tattoo í Breiðholtinu. Páll hefur starfað sem húðflúrari í fimmtán ár og bjó síðustu fjögur ár í Gautaborg þar sem hann rak sína eigin stofu. Nú er hann kominn aftur heim í Breiðholtið. „Stofan er hérna beint fyrir framan blokkina sem ég ólst upp í þegar ég var strákur, sem er einstaklega skemmtilegt.“ Páll missti annað augað í slysi þegar hann var tveggja ára. Hann segir að það hafi þó aldrei angrað sig. „Þegar eitt skynfæri hverfur eða hættir að virka, þá eykst virkni annarra skynfæra. Þetta hefur aldrei haft nein áhrif á mig eða vinnuna, enda þekki ég ekkert annað,“ segir hann, og bætir við að hann sé haldinn ákveðinni fullkomnunaráráttu. „Þegar ég vann í unglingavinnunni þá sópaði ég gangstéttina svo vel að það var eins og biskupinn eða forsetinn væru á leiðinni. Þeir gengu þó aldrei þessar blessuðu gangstéttir. Ég hef alltaf átt það til að vanda mig of mikið.“ Páll skartar sjálfur fjölda húðflúra en fyrsta húðflúrið fékk hann 17 ára gamall. „Það var árið 1989. Í raun mörgum árum en þetta varð virkilega vinsælt.“ Classic Tattoo býður viðskiptavinum sínum upp á sérstakt tilboð í tilefni opnunarinnar en býður þar að auki upp á skemmtilega nýjung. „Viðskiptavinir okkar geta komið og fengið ráðgjöf hjá húðflúrara á milli klukkan 12 og 13 og klukkan 18 og 19, alla virka daga. Vandamálið hefur nefnilega oft verið það að fólk kemur inn á húðflúrstofur og flúrarinn er upptekinn þegar viðkomandi kemur inn. Hann getur þar af leiðandi ekki aðstoðað,“ segir Páll. Með þessu fyrirkomulagi skapast því bæði vinnufriður fyrir húðflúrarann og tími fyrir viðskiptavininn. „Svo má nú ekki gleyma því að stofan mín er sú eina sem getur boðið upp á almennileg bílastæði,“ segir Páll léttur í dúr og áréttar að allir séu velkomnir til hans. Páll heldur úti Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með, en stofan er staðsett við Arnarbakka 2 í Breiðholti.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira