Ræktun og notagildi orkujurta á Íslandi Sævar Birgisson skrifar 11. júlí 2013 06:00 Sökum aukinnar losunar á koltvísýringi (CO2) hefur hitastig um allan heim breyst mikið með ýmsum ófyrirsjáanlegum afleiðingum hvað varðar veðurfar og sjávarborð sem ósjálfrátt mun leiða til gríðarlegra áhrifa á efnahagslíf alls heimsins. Ísland er engin undantekning hvað varðar þessi mál þrátt fyrir að 85% af innlendum orkugjöfum sé frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Afgangurinn, eða um 15%, er í formi innfluttrar olíu sem að langmestu leyti er nýtt í samgöngur eða fiskiskip. Hér er hægt að gera betur án þess að breyta þurfi uppbyggingu dreifikerfis fyrir olíu né breyta þurfi vélum í bílum eða bátum og þar af leiðandi minnka notkun á svokölluðum mengandi orkugjöfum eins og jarðefnaeldsneyti.Repjuræktun á Íslandi Undanfarin ár hefur verkefninu „Umhverfisvænir orkugjafar“ verið stýrt af Siglingastofnun Íslands í forsvari Jóns Bernódussonar verkfræðings en verkefnið er hluti af samgönguáætlun stjórnvalda. Verkefnið hefur falist í samstarfi bænda, Landbúnaðarháskólans, N1 og Siglingastofnunar þar sem markmiðið hefur verið að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru til staðar innanlands varðandi ræktun orkujurta til framleiðslu á vistvænu eldsneyti fyrir bíla og skip. Við ræktun á einum hektara af repju bindast í jarðveginn um sex tonn af koltvísýringi. Einn hektari gefur um þrjú tonn af hálmi og þrjú tonn af fræjum sem eru pressuð í sérstakri olíupressu. Við olíupressunina myndast tæp tvö tonn af fóðurmjöli (hrati) og um 1200 lítrar af repjuolíu. Við brennslu repjuolíu í dísilvél af einum hektara lands losna um þrjú tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Því er hægt að segja að kolefnisjöfnunin sé tvöföld. Notkunarmöguleikar repjuolíunnar eru margir, m.a. er hún ein hollasta matarolía sem fyrirfinnst. Einnig hefur hún m.a. verið notuð sem hráefni í nuddolíu- og sápugerð hérlendis. Í dag er Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, í fararbroddi þeirra bænda sem standa í repjurækt. Langstærstur hluti framleiðslunnar er nýttur í matarolíuframleiðslu, enda er Ólafur eini íslenski framleiðandinn á matarolíu sem framleidd er úr íslensku hráefni og markaður því ómettaður og möguleikarnir miklir.Lífdísill í stað jarðdísils Vegna nauðsynjar þess að uppfylla alþjóðlega staðla er varða eiginleika eldsneytis er nauðsynlegt að repjuolían fari í gegnum ferli sem kallast umestrun (transestrification) þar sem útkoman er lífdísill. Lífdísill mun aldrei leysa jarðdísil af sem fyrsti valkostur sem orkugjafi í samgöngum. Kostir lífdísils fram yfir jarðdísil er samt sá að hann eykur smurningu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna. Orkuinnihaldið er rétt um 9% minna en í hefðbundinni jarðolíu sem jafnast nánast út þar sem lífdísill er yfirleitt notaður sem íblöndun við hefðbundna olíu í hlutfallinu 5-7% (B5-B7) í flestum löndum Evrópu. Hérlendis selur N1 dísil blandaðan með lífdísil (B5) á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.Höldum verkefninu áfram Fyrir tveimur árum vann undirritaður að verkefni sem tengdist hagkvæmni þess að nota lífdísil (framleiddur úr repjuolíu) á íslensk fiskiskip. Niðurstaða þess verkefnis sýndi að notkun lífdísils væri á margan hátt fjárhagslega hagkvæmt fyrir útgerðina. Í dag eru aðstæður jafnvel enn hagkvæmari þar sem olíuverð hefur hækkað um 124% á tímabilinu 2007-2012, samkvæmt frétt RÚV um mitt ár 2012. Einnig hefur verð á hrati (fóðurmjöli) hækkað mikið á síðustu tveimur árum sem leiðir til hærri arðsemi við ræktun repjunnar. Eins og staðan er í dag stendur Ísland tiltölulega vel miðað við önnur Evrópulönd er varðar aðstæður til repjuræktunar og þar af leiðandi til framleiðslu á lífdísil. Framleiðsla á lífdísil er viðleitni til þess að auka orkuöryggi hérlendis þar sem Ísland er algjörlega háð innfluttri olíu. Með lífdísilframleiðslu sparast gjaldeyrir og lífdísillinn er mun umhverfisvænni en hefðbundin jarðolía. Nýsköpun eykst og fleiri störf verða til. Ræktun orkujurta hérlendis er góð viðbót við þá möguleika sem felast í landbúnaði á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sökum aukinnar losunar á koltvísýringi (CO2) hefur hitastig um allan heim breyst mikið með ýmsum ófyrirsjáanlegum afleiðingum hvað varðar veðurfar og sjávarborð sem ósjálfrátt mun leiða til gríðarlegra áhrifa á efnahagslíf alls heimsins. Ísland er engin undantekning hvað varðar þessi mál þrátt fyrir að 85% af innlendum orkugjöfum sé frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Afgangurinn, eða um 15%, er í formi innfluttrar olíu sem að langmestu leyti er nýtt í samgöngur eða fiskiskip. Hér er hægt að gera betur án þess að breyta þurfi uppbyggingu dreifikerfis fyrir olíu né breyta þurfi vélum í bílum eða bátum og þar af leiðandi minnka notkun á svokölluðum mengandi orkugjöfum eins og jarðefnaeldsneyti.Repjuræktun á Íslandi Undanfarin ár hefur verkefninu „Umhverfisvænir orkugjafar“ verið stýrt af Siglingastofnun Íslands í forsvari Jóns Bernódussonar verkfræðings en verkefnið er hluti af samgönguáætlun stjórnvalda. Verkefnið hefur falist í samstarfi bænda, Landbúnaðarháskólans, N1 og Siglingastofnunar þar sem markmiðið hefur verið að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru til staðar innanlands varðandi ræktun orkujurta til framleiðslu á vistvænu eldsneyti fyrir bíla og skip. Við ræktun á einum hektara af repju bindast í jarðveginn um sex tonn af koltvísýringi. Einn hektari gefur um þrjú tonn af hálmi og þrjú tonn af fræjum sem eru pressuð í sérstakri olíupressu. Við olíupressunina myndast tæp tvö tonn af fóðurmjöli (hrati) og um 1200 lítrar af repjuolíu. Við brennslu repjuolíu í dísilvél af einum hektara lands losna um þrjú tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Því er hægt að segja að kolefnisjöfnunin sé tvöföld. Notkunarmöguleikar repjuolíunnar eru margir, m.a. er hún ein hollasta matarolía sem fyrirfinnst. Einnig hefur hún m.a. verið notuð sem hráefni í nuddolíu- og sápugerð hérlendis. Í dag er Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, í fararbroddi þeirra bænda sem standa í repjurækt. Langstærstur hluti framleiðslunnar er nýttur í matarolíuframleiðslu, enda er Ólafur eini íslenski framleiðandinn á matarolíu sem framleidd er úr íslensku hráefni og markaður því ómettaður og möguleikarnir miklir.Lífdísill í stað jarðdísils Vegna nauðsynjar þess að uppfylla alþjóðlega staðla er varða eiginleika eldsneytis er nauðsynlegt að repjuolían fari í gegnum ferli sem kallast umestrun (transestrification) þar sem útkoman er lífdísill. Lífdísill mun aldrei leysa jarðdísil af sem fyrsti valkostur sem orkugjafi í samgöngum. Kostir lífdísils fram yfir jarðdísil er samt sá að hann eykur smurningu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna. Orkuinnihaldið er rétt um 9% minna en í hefðbundinni jarðolíu sem jafnast nánast út þar sem lífdísill er yfirleitt notaður sem íblöndun við hefðbundna olíu í hlutfallinu 5-7% (B5-B7) í flestum löndum Evrópu. Hérlendis selur N1 dísil blandaðan með lífdísil (B5) á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.Höldum verkefninu áfram Fyrir tveimur árum vann undirritaður að verkefni sem tengdist hagkvæmni þess að nota lífdísil (framleiddur úr repjuolíu) á íslensk fiskiskip. Niðurstaða þess verkefnis sýndi að notkun lífdísils væri á margan hátt fjárhagslega hagkvæmt fyrir útgerðina. Í dag eru aðstæður jafnvel enn hagkvæmari þar sem olíuverð hefur hækkað um 124% á tímabilinu 2007-2012, samkvæmt frétt RÚV um mitt ár 2012. Einnig hefur verð á hrati (fóðurmjöli) hækkað mikið á síðustu tveimur árum sem leiðir til hærri arðsemi við ræktun repjunnar. Eins og staðan er í dag stendur Ísland tiltölulega vel miðað við önnur Evrópulönd er varðar aðstæður til repjuræktunar og þar af leiðandi til framleiðslu á lífdísil. Framleiðsla á lífdísil er viðleitni til þess að auka orkuöryggi hérlendis þar sem Ísland er algjörlega háð innfluttri olíu. Með lífdísilframleiðslu sparast gjaldeyrir og lífdísillinn er mun umhverfisvænni en hefðbundin jarðolía. Nýsköpun eykst og fleiri störf verða til. Ræktun orkujurta hérlendis er góð viðbót við þá möguleika sem felast í landbúnaði á Íslandi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun