Ræktun og notagildi orkujurta á Íslandi Sævar Birgisson skrifar 11. júlí 2013 06:00 Sökum aukinnar losunar á koltvísýringi (CO2) hefur hitastig um allan heim breyst mikið með ýmsum ófyrirsjáanlegum afleiðingum hvað varðar veðurfar og sjávarborð sem ósjálfrátt mun leiða til gríðarlegra áhrifa á efnahagslíf alls heimsins. Ísland er engin undantekning hvað varðar þessi mál þrátt fyrir að 85% af innlendum orkugjöfum sé frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Afgangurinn, eða um 15%, er í formi innfluttrar olíu sem að langmestu leyti er nýtt í samgöngur eða fiskiskip. Hér er hægt að gera betur án þess að breyta þurfi uppbyggingu dreifikerfis fyrir olíu né breyta þurfi vélum í bílum eða bátum og þar af leiðandi minnka notkun á svokölluðum mengandi orkugjöfum eins og jarðefnaeldsneyti.Repjuræktun á Íslandi Undanfarin ár hefur verkefninu „Umhverfisvænir orkugjafar“ verið stýrt af Siglingastofnun Íslands í forsvari Jóns Bernódussonar verkfræðings en verkefnið er hluti af samgönguáætlun stjórnvalda. Verkefnið hefur falist í samstarfi bænda, Landbúnaðarháskólans, N1 og Siglingastofnunar þar sem markmiðið hefur verið að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru til staðar innanlands varðandi ræktun orkujurta til framleiðslu á vistvænu eldsneyti fyrir bíla og skip. Við ræktun á einum hektara af repju bindast í jarðveginn um sex tonn af koltvísýringi. Einn hektari gefur um þrjú tonn af hálmi og þrjú tonn af fræjum sem eru pressuð í sérstakri olíupressu. Við olíupressunina myndast tæp tvö tonn af fóðurmjöli (hrati) og um 1200 lítrar af repjuolíu. Við brennslu repjuolíu í dísilvél af einum hektara lands losna um þrjú tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Því er hægt að segja að kolefnisjöfnunin sé tvöföld. Notkunarmöguleikar repjuolíunnar eru margir, m.a. er hún ein hollasta matarolía sem fyrirfinnst. Einnig hefur hún m.a. verið notuð sem hráefni í nuddolíu- og sápugerð hérlendis. Í dag er Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, í fararbroddi þeirra bænda sem standa í repjurækt. Langstærstur hluti framleiðslunnar er nýttur í matarolíuframleiðslu, enda er Ólafur eini íslenski framleiðandinn á matarolíu sem framleidd er úr íslensku hráefni og markaður því ómettaður og möguleikarnir miklir.Lífdísill í stað jarðdísils Vegna nauðsynjar þess að uppfylla alþjóðlega staðla er varða eiginleika eldsneytis er nauðsynlegt að repjuolían fari í gegnum ferli sem kallast umestrun (transestrification) þar sem útkoman er lífdísill. Lífdísill mun aldrei leysa jarðdísil af sem fyrsti valkostur sem orkugjafi í samgöngum. Kostir lífdísils fram yfir jarðdísil er samt sá að hann eykur smurningu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna. Orkuinnihaldið er rétt um 9% minna en í hefðbundinni jarðolíu sem jafnast nánast út þar sem lífdísill er yfirleitt notaður sem íblöndun við hefðbundna olíu í hlutfallinu 5-7% (B5-B7) í flestum löndum Evrópu. Hérlendis selur N1 dísil blandaðan með lífdísil (B5) á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.Höldum verkefninu áfram Fyrir tveimur árum vann undirritaður að verkefni sem tengdist hagkvæmni þess að nota lífdísil (framleiddur úr repjuolíu) á íslensk fiskiskip. Niðurstaða þess verkefnis sýndi að notkun lífdísils væri á margan hátt fjárhagslega hagkvæmt fyrir útgerðina. Í dag eru aðstæður jafnvel enn hagkvæmari þar sem olíuverð hefur hækkað um 124% á tímabilinu 2007-2012, samkvæmt frétt RÚV um mitt ár 2012. Einnig hefur verð á hrati (fóðurmjöli) hækkað mikið á síðustu tveimur árum sem leiðir til hærri arðsemi við ræktun repjunnar. Eins og staðan er í dag stendur Ísland tiltölulega vel miðað við önnur Evrópulönd er varðar aðstæður til repjuræktunar og þar af leiðandi til framleiðslu á lífdísil. Framleiðsla á lífdísil er viðleitni til þess að auka orkuöryggi hérlendis þar sem Ísland er algjörlega háð innfluttri olíu. Með lífdísilframleiðslu sparast gjaldeyrir og lífdísillinn er mun umhverfisvænni en hefðbundin jarðolía. Nýsköpun eykst og fleiri störf verða til. Ræktun orkujurta hérlendis er góð viðbót við þá möguleika sem felast í landbúnaði á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sökum aukinnar losunar á koltvísýringi (CO2) hefur hitastig um allan heim breyst mikið með ýmsum ófyrirsjáanlegum afleiðingum hvað varðar veðurfar og sjávarborð sem ósjálfrátt mun leiða til gríðarlegra áhrifa á efnahagslíf alls heimsins. Ísland er engin undantekning hvað varðar þessi mál þrátt fyrir að 85% af innlendum orkugjöfum sé frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Afgangurinn, eða um 15%, er í formi innfluttrar olíu sem að langmestu leyti er nýtt í samgöngur eða fiskiskip. Hér er hægt að gera betur án þess að breyta þurfi uppbyggingu dreifikerfis fyrir olíu né breyta þurfi vélum í bílum eða bátum og þar af leiðandi minnka notkun á svokölluðum mengandi orkugjöfum eins og jarðefnaeldsneyti.Repjuræktun á Íslandi Undanfarin ár hefur verkefninu „Umhverfisvænir orkugjafar“ verið stýrt af Siglingastofnun Íslands í forsvari Jóns Bernódussonar verkfræðings en verkefnið er hluti af samgönguáætlun stjórnvalda. Verkefnið hefur falist í samstarfi bænda, Landbúnaðarháskólans, N1 og Siglingastofnunar þar sem markmiðið hefur verið að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru til staðar innanlands varðandi ræktun orkujurta til framleiðslu á vistvænu eldsneyti fyrir bíla og skip. Við ræktun á einum hektara af repju bindast í jarðveginn um sex tonn af koltvísýringi. Einn hektari gefur um þrjú tonn af hálmi og þrjú tonn af fræjum sem eru pressuð í sérstakri olíupressu. Við olíupressunina myndast tæp tvö tonn af fóðurmjöli (hrati) og um 1200 lítrar af repjuolíu. Við brennslu repjuolíu í dísilvél af einum hektara lands losna um þrjú tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Því er hægt að segja að kolefnisjöfnunin sé tvöföld. Notkunarmöguleikar repjuolíunnar eru margir, m.a. er hún ein hollasta matarolía sem fyrirfinnst. Einnig hefur hún m.a. verið notuð sem hráefni í nuddolíu- og sápugerð hérlendis. Í dag er Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, í fararbroddi þeirra bænda sem standa í repjurækt. Langstærstur hluti framleiðslunnar er nýttur í matarolíuframleiðslu, enda er Ólafur eini íslenski framleiðandinn á matarolíu sem framleidd er úr íslensku hráefni og markaður því ómettaður og möguleikarnir miklir.Lífdísill í stað jarðdísils Vegna nauðsynjar þess að uppfylla alþjóðlega staðla er varða eiginleika eldsneytis er nauðsynlegt að repjuolían fari í gegnum ferli sem kallast umestrun (transestrification) þar sem útkoman er lífdísill. Lífdísill mun aldrei leysa jarðdísil af sem fyrsti valkostur sem orkugjafi í samgöngum. Kostir lífdísils fram yfir jarðdísil er samt sá að hann eykur smurningu dísilvélar, minnkar slit á legum og minnkar losun eiturefna. Orkuinnihaldið er rétt um 9% minna en í hefðbundinni jarðolíu sem jafnast nánast út þar sem lífdísill er yfirleitt notaður sem íblöndun við hefðbundna olíu í hlutfallinu 5-7% (B5-B7) í flestum löndum Evrópu. Hérlendis selur N1 dísil blandaðan með lífdísil (B5) á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.Höldum verkefninu áfram Fyrir tveimur árum vann undirritaður að verkefni sem tengdist hagkvæmni þess að nota lífdísil (framleiddur úr repjuolíu) á íslensk fiskiskip. Niðurstaða þess verkefnis sýndi að notkun lífdísils væri á margan hátt fjárhagslega hagkvæmt fyrir útgerðina. Í dag eru aðstæður jafnvel enn hagkvæmari þar sem olíuverð hefur hækkað um 124% á tímabilinu 2007-2012, samkvæmt frétt RÚV um mitt ár 2012. Einnig hefur verð á hrati (fóðurmjöli) hækkað mikið á síðustu tveimur árum sem leiðir til hærri arðsemi við ræktun repjunnar. Eins og staðan er í dag stendur Ísland tiltölulega vel miðað við önnur Evrópulönd er varðar aðstæður til repjuræktunar og þar af leiðandi til framleiðslu á lífdísil. Framleiðsla á lífdísil er viðleitni til þess að auka orkuöryggi hérlendis þar sem Ísland er algjörlega háð innfluttri olíu. Með lífdísilframleiðslu sparast gjaldeyrir og lífdísillinn er mun umhverfisvænni en hefðbundin jarðolía. Nýsköpun eykst og fleiri störf verða til. Ræktun orkujurta hérlendis er góð viðbót við þá möguleika sem felast í landbúnaði á Íslandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun