Fordómar sem nauðsynlegt er að uppræta Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun