Fordómar sem nauðsynlegt er að uppræta Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun