Fordómar sem nauðsynlegt er að uppræta Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun