Fjórtán ára og rekur hjólaleigu Sara McMahon skrifar 6. júlí 2013 07:00 Eydís Sól Steinarrsdóttir, fjórtán ára, rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg. Fréttablaðið/valli „Þetta er mjög gaman, fólk er hresst og það er mikið stuð á svæðinu við Hjartagarðinn. Leigan hefur gengið rosalega vel og ég hef meira að segja þurft að leigja út hjólið mitt og hans pabba,“ segir Eydís Sól Steinarrsdóttir sem rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg 30. Eydís keypti tíu borgarhjól fyrir sumarið og leigir þau út til ferðamanna. „Hjólin voru flutt inn fyrir álverið í Straumsvík, en svo seld því vegna öryggisástæðna var bannað að nota þau í álverinu. Það gekk illa að selja þau því þetta eru einsgíra borgarhjól og ég fékk þau því öll á lægra verði,“ útskýrir Eydís. Hjólaleiguna rekur hún í sama húsnæði og hýsir bílaleiguna Kúkú Campers sem faðir hennar, Steinarr Lár, rekur. Eydís segist hafa fengið ýmis góð ráð frá föður sínum enda sé hann reynslunni ríkari. „Hann hefur sagt mér til og gefið mér ráð. Það er að mörgu að huga og ég sé um flestallt sjálf, líka bókhaldið og pappírsvinnuna. En þetta kemur mestallt með reynslunni,“ segir hún. Eydís lætur ekki nægja að reka hjólaleiguna, því hún hannaði einnig lógó fyrirtækisins sjálf. „Ég var vön að skrifa nafnið mitt, Eydís, og svo sól fyrir aftan og ákvað að nota það í lógóið,“ útskýrir hún. Eydís byrjar í 10. bekk í Garðaskóla í haust og kveðst hlakka mikið til. Í frítíma sínum iðkar hún bæði snjó- og brimbrettaíþróttina með föður sínum. „Ég held ég sé eina stelpan á mínum aldri sem fer á brimbretti, yfirleitt fer ég bara ein með pabba og vinum hans. Við fórum líka saman til Austurríkis á snjóbretti í vetur og það var rosalega gaman. Pabbi hefur orðið Íslandsmeistari á snjóbretti og ég stefni á að verða betri en hann,“ segir hún að lokum. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Þetta er mjög gaman, fólk er hresst og það er mikið stuð á svæðinu við Hjartagarðinn. Leigan hefur gengið rosalega vel og ég hef meira að segja þurft að leigja út hjólið mitt og hans pabba,“ segir Eydís Sól Steinarrsdóttir sem rekur hjólaleiguna Sunny Bikes við Klapparstíg 30. Eydís keypti tíu borgarhjól fyrir sumarið og leigir þau út til ferðamanna. „Hjólin voru flutt inn fyrir álverið í Straumsvík, en svo seld því vegna öryggisástæðna var bannað að nota þau í álverinu. Það gekk illa að selja þau því þetta eru einsgíra borgarhjól og ég fékk þau því öll á lægra verði,“ útskýrir Eydís. Hjólaleiguna rekur hún í sama húsnæði og hýsir bílaleiguna Kúkú Campers sem faðir hennar, Steinarr Lár, rekur. Eydís segist hafa fengið ýmis góð ráð frá föður sínum enda sé hann reynslunni ríkari. „Hann hefur sagt mér til og gefið mér ráð. Það er að mörgu að huga og ég sé um flestallt sjálf, líka bókhaldið og pappírsvinnuna. En þetta kemur mestallt með reynslunni,“ segir hún. Eydís lætur ekki nægja að reka hjólaleiguna, því hún hannaði einnig lógó fyrirtækisins sjálf. „Ég var vön að skrifa nafnið mitt, Eydís, og svo sól fyrir aftan og ákvað að nota það í lógóið,“ útskýrir hún. Eydís byrjar í 10. bekk í Garðaskóla í haust og kveðst hlakka mikið til. Í frítíma sínum iðkar hún bæði snjó- og brimbrettaíþróttina með föður sínum. „Ég held ég sé eina stelpan á mínum aldri sem fer á brimbretti, yfirleitt fer ég bara ein með pabba og vinum hans. Við fórum líka saman til Austurríkis á snjóbretti í vetur og það var rosalega gaman. Pabbi hefur orðið Íslandsmeistari á snjóbretti og ég stefni á að verða betri en hann,“ segir hún að lokum.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira