Nýtt samstarf á sviði lýðheilsu Geir Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson skrifar 26. júní 2013 06:00 Embætti landlæknis og Reykjavíkurborg hafa tekið höndum saman um fjölþætt samstarf á sviði lýðheilsu. Verkefni sem því tengjast fara þegar af stað og í lok mánaðarins er fyrirhuguð ráðstefna þar sem einn þekktasti sérfræðingur heims um margvíslega áhrifaþætti á heilsu og vellíðan fólks er meðal fyrirlesara.Ójöfnuður og heilsuleysi Eitt markmiða í starfi Embætti landlæknis er að greina ójöfnuð til heilsu á Íslandi og í framhaldinu að setja fram aðgerðaáætlun, m.a. í samvinnu við sveitarfélög í landinu til að draga úr ójöfnuði til heilsu. Einn liður í þessari áætlun er samstarfssamningur við Reykjavíkurborg sem við undirrituðum þann 4. júní sl. fyrir hönd Embættis landlæknis annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar. Í honum felst samkomulag um að taka upp markvisst samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Samstarfið mun beinast að þremur áherslusviðum; heilsueflandi samfélagi, heilsueflandi skólum og auknum jöfnuði.Heilsuefling í hverfum og skólum Í samningnum er sérstaklega fjallað um heilsueflandi hverfi en Embætti landlæknis mun veita sérfræðiráðgjöf í tengslum við vinnu að hverfaskipulagi í Reykjavík sem þegar er hafin. Hverfaskipulagi er ætlað að ná heildstætt yfir alla lykilþætti sem þurfa að vera til staðar til að stuðla að góðu, sjálfbæru hverfi sem tryggir lífsgæði þeirra sem þar búa. Mun fulltrúi landlæknis taka þátt í samráði með íbúum hverfanna sem miðar að því að tryggja að hverfaskipulagið stuðli að heilsueflingu íbúanna. Einnig er fjallað um heilsueflingu í skólum og er stefnt að því að sem flestir leik- og grunnskólar, ásamt frístundaheimilum á vegum borgarinnar, taki þátt í því verkefni fyrir lok árs 2015 í samræmi við metnaðarfulla stefnumörkun skóla- og frístundaráðs um heilbrigði og vellíðan í skólum borgarinnar.Áhrif ójöfnuðar á heilsu Í samningnum er fjallað um afleiðingar ójöfnuðar í samfélaginu á heilsufar en rannsóknir sýna að ójöfnuður er einn stærsti áhættuþátturinn varðandi sjúkdóma og vanheilsu fólks. Munu Embætti landlæknis og Reykjavíkurborg vinna sameiginlega að því að greina ójöfnuð og afleiðingar hans á heilsufar og koma með tillögur um hvernig vinna megi að jöfnum tækifærum sem leiða til betri lýðheilsu. Samstarfssamningurinn við Reykjavíkurborg er gott skref í átt að þeim markmiðum sem Embætti landlæknis hefur sett sér um öflugt lýðheilsustarf á öllum æviskeiðum um leið og það styður við starf Reykjavíkurborgar að bættri lýðheilsu í borginni.Einn helsti sérfræðingur heims til Íslands Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur á síðustu árum lagt ríka áherslu á greiningu á félagslegum áhrifaþáttum heilbrigðis. Tilgangurinn er m.a. að meta hvort heilsufar sé ólíkt milli félagshópa eða með öðrum orðum að meta ójöfnuð til heilsu. Sir Michael Marmot, prófessor og yfirmaður stofnunar um heilsu jöfnuð (Institute of Health Equity) hefur leitt vinnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á þessu sviði og er nú ráðgjafi stjórnvalda víða um heim. Sir Marmot verður aðalfyrirlesari á ráðstefnu um áhrifaþætti á heilsu og líðan sem verður haldin þann 28. júní nk. í Háskólanum í Reykjavík og er haldin í minningu dr. Guðjóns Magnússonar prófessors. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Embættis landlæknis í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og velferðarráðuneytið og þar verða m.a. kynntar nýjar niðurstöður embættisins um heilsu og ójöfnuð á Íslandi. Er ástæða til að hvetja allt áhugafólk um lýðheilsu og betra samfélag til að gefa sér tíma til að sitja ráðstefnuna og taka þátt í umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis og Reykjavíkurborg hafa tekið höndum saman um fjölþætt samstarf á sviði lýðheilsu. Verkefni sem því tengjast fara þegar af stað og í lok mánaðarins er fyrirhuguð ráðstefna þar sem einn þekktasti sérfræðingur heims um margvíslega áhrifaþætti á heilsu og vellíðan fólks er meðal fyrirlesara.Ójöfnuður og heilsuleysi Eitt markmiða í starfi Embætti landlæknis er að greina ójöfnuð til heilsu á Íslandi og í framhaldinu að setja fram aðgerðaáætlun, m.a. í samvinnu við sveitarfélög í landinu til að draga úr ójöfnuði til heilsu. Einn liður í þessari áætlun er samstarfssamningur við Reykjavíkurborg sem við undirrituðum þann 4. júní sl. fyrir hönd Embættis landlæknis annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar. Í honum felst samkomulag um að taka upp markvisst samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Samstarfið mun beinast að þremur áherslusviðum; heilsueflandi samfélagi, heilsueflandi skólum og auknum jöfnuði.Heilsuefling í hverfum og skólum Í samningnum er sérstaklega fjallað um heilsueflandi hverfi en Embætti landlæknis mun veita sérfræðiráðgjöf í tengslum við vinnu að hverfaskipulagi í Reykjavík sem þegar er hafin. Hverfaskipulagi er ætlað að ná heildstætt yfir alla lykilþætti sem þurfa að vera til staðar til að stuðla að góðu, sjálfbæru hverfi sem tryggir lífsgæði þeirra sem þar búa. Mun fulltrúi landlæknis taka þátt í samráði með íbúum hverfanna sem miðar að því að tryggja að hverfaskipulagið stuðli að heilsueflingu íbúanna. Einnig er fjallað um heilsueflingu í skólum og er stefnt að því að sem flestir leik- og grunnskólar, ásamt frístundaheimilum á vegum borgarinnar, taki þátt í því verkefni fyrir lok árs 2015 í samræmi við metnaðarfulla stefnumörkun skóla- og frístundaráðs um heilbrigði og vellíðan í skólum borgarinnar.Áhrif ójöfnuðar á heilsu Í samningnum er fjallað um afleiðingar ójöfnuðar í samfélaginu á heilsufar en rannsóknir sýna að ójöfnuður er einn stærsti áhættuþátturinn varðandi sjúkdóma og vanheilsu fólks. Munu Embætti landlæknis og Reykjavíkurborg vinna sameiginlega að því að greina ójöfnuð og afleiðingar hans á heilsufar og koma með tillögur um hvernig vinna megi að jöfnum tækifærum sem leiða til betri lýðheilsu. Samstarfssamningurinn við Reykjavíkurborg er gott skref í átt að þeim markmiðum sem Embætti landlæknis hefur sett sér um öflugt lýðheilsustarf á öllum æviskeiðum um leið og það styður við starf Reykjavíkurborgar að bættri lýðheilsu í borginni.Einn helsti sérfræðingur heims til Íslands Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur á síðustu árum lagt ríka áherslu á greiningu á félagslegum áhrifaþáttum heilbrigðis. Tilgangurinn er m.a. að meta hvort heilsufar sé ólíkt milli félagshópa eða með öðrum orðum að meta ójöfnuð til heilsu. Sir Michael Marmot, prófessor og yfirmaður stofnunar um heilsu jöfnuð (Institute of Health Equity) hefur leitt vinnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á þessu sviði og er nú ráðgjafi stjórnvalda víða um heim. Sir Marmot verður aðalfyrirlesari á ráðstefnu um áhrifaþætti á heilsu og líðan sem verður haldin þann 28. júní nk. í Háskólanum í Reykjavík og er haldin í minningu dr. Guðjóns Magnússonar prófessors. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Embættis landlæknis í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og velferðarráðuneytið og þar verða m.a. kynntar nýjar niðurstöður embættisins um heilsu og ójöfnuð á Íslandi. Er ástæða til að hvetja allt áhugafólk um lýðheilsu og betra samfélag til að gefa sér tíma til að sitja ráðstefnuna og taka þátt í umræðunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun