Brotin stjórnarandstaða í fýlu Arnar Steinn Þórarinsson skrifar 14. júní 2025 10:32 Ef þú ert eins og flest allir Íslendingar, þá fylgist þú ekki endilega mikið með því sem er að gerast á Alþingi, nema kannski lestu aðra hverja frétt á Vísi eða Mbl. Þú hefur kannski séð að það hafa verið mikil átök um bókun 35 og að umræðurnar sem hafa átt sér stað niðri á þingi hafa verið frekar „tense“. Á meðan Miðflokkurinn sendir allt sitt lið til að endurtaka sömu ræðuna aftur og aftur til að tefja bókun 35, þá er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sammála þessu máli. Þeir hafa í raun stutt þetta mál frá upphafi, en þeir tefja þetta mál bara til þess að önnur mál komist ekki í gegn. Þetta bitnar að sjálfsögðu á fólkinu í landinu, sem er kannski markmiðið þeirra. Þau vilja láta ríkisstjórnina líta illa út svo að fylgið þeirra vaxi, það er það eina sem þeir hugsa um. Þau vilja bara komast til valda og virða ekki að það hefur verið myndaður meirihluti sem þeir eru ekki hluti af. Þeir þurfa að virða það að þótt það sé þeirra hlutverk að veita ríkisstjórninni aðhald þýðir ekki að hún þurfi að hlýða henni. Þeir geta ekki vælt og verið í fýlu yfir því að þingmenn meirihlutans finnist hugmyndir þeirra innan nefndanna lélegar. Auðvitað á alltaf að hlusta á alla og taka mark á öllum, en það að vera í fýlu yfir því að fá nei er ekki ástæða til þess að ásaka þingmenn um brot á stjórnarskránni. Það verður spennandi að sjá hvernig þinglokin munu fara, hvort andstaðan muni gefa eftir eða hvort meirihlutinn muni gefa afslátt til andstöðunnar. En ef maður fylgist með hvernig flokkarnir vinna og hvar viljinn liggur hjá þeim þá er svo ljóst hvað flokkarnir sex berjast fyrir, hvort það sé fyrir almannahagsmunum eða sérhagsmunum. Ég hvet lesendur til þess að fylgjast með Alþingisrásinni á næstu dögum þó það sé ekki nema bara í fimm mínútur, til þess að sjá hvort flokkarnir sem þau kusu séu í alvörunni að vinna fyrir þeim. Höfundur er í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Bókun 35 EES-samningurinn Alþingi Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert eins og flest allir Íslendingar, þá fylgist þú ekki endilega mikið með því sem er að gerast á Alþingi, nema kannski lestu aðra hverja frétt á Vísi eða Mbl. Þú hefur kannski séð að það hafa verið mikil átök um bókun 35 og að umræðurnar sem hafa átt sér stað niðri á þingi hafa verið frekar „tense“. Á meðan Miðflokkurinn sendir allt sitt lið til að endurtaka sömu ræðuna aftur og aftur til að tefja bókun 35, þá er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn sammála þessu máli. Þeir hafa í raun stutt þetta mál frá upphafi, en þeir tefja þetta mál bara til þess að önnur mál komist ekki í gegn. Þetta bitnar að sjálfsögðu á fólkinu í landinu, sem er kannski markmiðið þeirra. Þau vilja láta ríkisstjórnina líta illa út svo að fylgið þeirra vaxi, það er það eina sem þeir hugsa um. Þau vilja bara komast til valda og virða ekki að það hefur verið myndaður meirihluti sem þeir eru ekki hluti af. Þeir þurfa að virða það að þótt það sé þeirra hlutverk að veita ríkisstjórninni aðhald þýðir ekki að hún þurfi að hlýða henni. Þeir geta ekki vælt og verið í fýlu yfir því að þingmenn meirihlutans finnist hugmyndir þeirra innan nefndanna lélegar. Auðvitað á alltaf að hlusta á alla og taka mark á öllum, en það að vera í fýlu yfir því að fá nei er ekki ástæða til þess að ásaka þingmenn um brot á stjórnarskránni. Það verður spennandi að sjá hvernig þinglokin munu fara, hvort andstaðan muni gefa eftir eða hvort meirihlutinn muni gefa afslátt til andstöðunnar. En ef maður fylgist með hvernig flokkarnir vinna og hvar viljinn liggur hjá þeim þá er svo ljóst hvað flokkarnir sex berjast fyrir, hvort það sé fyrir almannahagsmunum eða sérhagsmunum. Ég hvet lesendur til þess að fylgjast með Alþingisrásinni á næstu dögum þó það sé ekki nema bara í fimm mínútur, til þess að sjá hvort flokkarnir sem þau kusu séu í alvörunni að vinna fyrir þeim. Höfundur er í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar