Engin haldbær rök fyrir því að dánaraðstoð skaði líknarmeðferð Ingrid Kuhlman skrifar 14. júní 2025 08:02 Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Algeng rök þeirra sem eru andvígir dánaraðstoð eru þau að hún hafi skaðleg áhrif á líknarmeðferð. En standast þessi rök nánari skoðun? Nýleg greining á þeim gögnum sem gjarnan er vísað til benda til hins gagnstæða. Í október 2024 birtist grein í tímaritinu Bioethics, sem er aþjóðlegt, ritrýnt fræðitímarit sem sérhæfir sig í siðfræði tengdri lífi, heilsu, læknisfræði og lífvísindum. Greinin er eftir Ben Colburn, prófessor í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í Glasgow. Þar skoðar hann fullyrðingar um neikvæð áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Greinin ber heitið Palliative care-based arguments against assisted dying og tekur fyrir fimm algengar fullyrðingar sem koma oft fram í umræðunni um dánaraðstoð: Aðgengi að sérhæfðri líknarmeðferð er skert í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð. Lönd sem leyfa dánaraðstoð standa sig illa í alþjóðlegum samanburði á gæðum lífslokaumönnunar. Dánaraðstoð bætir ekki valkosti sjúklinga þegar kemur að líknarmeðferð. Þróun líknarþjónustu hefur staðnað eða verið nánast enginn eftir lögleiðingu og er þá oft vísað til landa eins og Belgíu og Hollands. Dánaraðstoð hamlar eða dregur úr áframhaldandi þróun líknarmeðferðar. Colburn gagnrýnir þessa framsetningu og bendir á tvö atriði sem gefa tilefni til nánari skoðunar. Í fyrsta lagi byggist málflutningur þeirra sem mótfallnir eru dánaraðstoð gjarnan á því sem kallast firehosing, þar sem sömu fullyrðingarnar eru síendurteknar, óháð sannleiksgildi. Þannig skapast blekking um að fullyrðingarnar séu bæði útbreiddar og studdar vísindalegum gögnum, jafnvel þótt traust gögn skorti. Í öðru lagi séu slík rök jafnan sett fram með óbeinum hætti fremur en með skýrum og rökstuddum hætti. Vert er að benda á að sambærilegar fullyrðingar hafa einnig komið fram í umræðunni hér á landi. Engin af fullyrðingunum stenst gagnrýna skoðun Í rannsókn sinni sýnir Colburn fram á að engin affullyrðingunum sé studd haldbærum gögnum. Hugmyndin um að dánaraðstoð komi í stað líknarmeðferðar eða grafi undan henni á sér enga stoð í rannsóknum. Þvert á móti benda gögn til eftirfarandi: 1. Aðgengi að líknarmeðferð er almennt gott í löndum sem dánaraðstoð er heimiluð. Ríki á borð við Holland, Belgíu, Lúxemborg og Sviss veita sérhæfðustu líknarþjónustu í heiminum miðað við höfðatölu. Þar hefur verið unnið markvisst að því að efla líknarmeðferð samhliða lögleiðingu dánaraðstoðar, með áherslu á gæði, þverfaglegt teymisstarf og heildræna nálgun í meðferð deyjandi einstaklinga. Í Kanada, þar sem dánaraðstoð hefur verið heimiluð frá árinu 2016, hefur aðgengi að líknarmeðferð aukist og þróast til batnaðar. Kanada er nú meðal þeirra ríkja þar sem sjúklingar njóta lengsta meðaltíma í líknarmeðferð. 2. Alþjóðlegt gæðamat sýnir að mörg þeirra landa sem heimila dánaraðstoð, svo sem Sviss, Kanada, Belgía og Kólumbía, fá jafnan háa einkunn þegar kemur að gæðum lífslokaumönnunar. Fullyrðingar um lakari þjónustu í þessum löndum standast því ekki. 3. Valfrelsi og sjálfræði sjúklinga eykst með lögleiðingu dánaraðstoðar. Rannsóknir sýna að sjúklingar fá víðtækari upplýsingar um valkosti sína og meiri stuðning við ákvarðanatöku um meðferð. 4. Þróun líknarþjónustu hélt áfram og náði ákveðinni mettun í löndum eins og Hollandi og Belgíu eftir lögleiðingu dánaraðstoðar. Svipuð þróun hefur þó einnig átt sér stað í ríkjum þar sem dánaraðstoð er óheimil, til dæmis í Bretlandi. Þetta bendir til þess að þróunin ráðist frekar af stefnumörkun og fjármögnun heilbrigðiskerfa en af löggjöf um dánaraðstoð. 5. Engin haldbær gögn sýna fram á hamlandi áhrif dánaraðstoðar á líknarmeðferð. Þvert á móti má víða greina aukinn stuðning og fjárfestingu í líknarþjónustu, sérstaklega í Benelúxlöndunum. Nýrri rannsóknir frá Kanada og Ástralíu benda á að framkvæmd dánaraðstoðar geti verið tímafrek og krefjandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Slíkt má þó fremur rekja til undirfjármögnunar heilbrigðiskerfa en til skaðlegra áhrifa af lögfestingu dánaraðstoðar. Umræðan verður að byggjast á gögnum og gagnkvæmri virðingu Hvort þjóð ákveður að heimila dánaraðstoð er djúpstæð siðferðileg og samfélagsleg ákvörðun sem krefst vandaðrar, upplýstrar umræðu. Það er bæði eðlilegt og nauðsynlegt að deila um þau gildi sem liggja til grundvallar, en slík umræða verður að byggjast á staðreyndum, ekki órökstuddum fullyrðingum eða hræðsluáróðri. Colburn kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að engar trúverðugar sannanir styðji þá skoðun að dánaraðstoð grafi undan líknarmeðferð né að gæði líknarþjónustu séu lakari í löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð. Þvert á móti sýna gögnin að dánaraðstoð og líknarmeðferð geta þróast samhliða, eins og dæmin frá Belgíu og Kanada sýna glögglega. Umræðan um svo mikilvægt málefni verður að byggjast á gagnreyndum upplýsingum, rökstuddri gagnrýni og gagnkvæmri virðingu. Einungis þannig getum við tekið upplýsta, ábyrgðarfulla afstöðu til þess hvernig við viljum mæta dauðanum, bæði sem einstaklingar og sem samfélag. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun