Skammarverðlaun Grímunnar Vigdís Jakobsdóttir skrifar 26. júní 2013 06:00 Að ekki skuli vera hægt að veita verðlaun fyrir barnasýningu ársins á uppskeruhátíð sviðslistafólks vegna þess að frumsýndar barnasýningar ná ekki einu sinni tilnefningafjölda er ekki bara þyngra en tárum taki, heldur til háborinnar skammar fyrir íslenskt menningarlíf. Fyrir kaldhæðni örlaganna kemur þessi staða upp á alþjóðlegu ári barnaleikhúss og á sama ári og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur loks verið festur í lög á Íslandi. Í sáttmálanum er meðal annars kveðið á um rétt hvers barns til að „taka fullan þátt í menningar- og listalífi, og fá viðeigandi og jöfn tækifæri […] til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju.” Íslenskir foreldrar eru vissulega duglegir að fara með börnin sín í leikhús. Ætli við séum ekki duglegust í því í heimi, eins og í svo mörgu öðru. En matseðillinn er ekki fjölbreyttur.Marengsfroða Hérastubbur bakari kenndi bakaradrengnum fyrst að baka piparkökur árið 1962 í Þjóðleikhúsinu. Þeir félagar hafa síðan fengið nýjan búning ásamt hinum dýrunum í Hálsaskógi einu sinni á áratug að meðaltali. Og það er alltaf fullt hús, því „afi sá þetta þegar hann var lítill og pabbi þegar hann var lítill og nú er komið að þér”. Mary Poppins, sem reyndar hefur ekki ratað til Íslands sem sviðsuppfærsla fyrr, en kom fyrst út á bók árið 1934 (!) sló í gegn á stóra sviði Borgarleikhússins í vetur og félagarnir hárprúðu Karíus og Baktus eru enn á háa c-inu að heimta franskbrauð með sykri, þó íslensk börn séu flest komin í mun harðari efni í dag. Við vitum hver vondi gæinn er strax frá upphafi. Stelpur eru sætar og strákar eru hetjur. Allt er þægilega fyrirsjáanlegt. Engar spurningar. Bara svör. Litadýrð og taumlaus gleði. Húrra fyrir pylsugerðarmanninum! Raunsönn mynd af heiminum ekki satt? Ekkert er hægt að setja út á fagmennsku þess listafólks sem að þessum sýningum kemur. Hins vegar er óásættanlegt með öllu að við séum að sóa opinberu fjármagni, svo ekki sé talað um hæfileikum okkar allra besta listafólks, í framleiðslu á eintómri næringarlausri marengsfroðu frá miðri síðustu öld ofan í börnin okkar, á meðan nánast ekkert annað er í boði.Blásum til sóknar Ég kalla eftir leiksýningum fyrir yngri áhorfendur um stríð og frið, um umhverfið, fjölmiðla, lýðræði, ábyrgð, völd, virðingu, kynjahlutverk, kynhneigð, fjölmenningarsamfélagið, lífið, dauðann – um allt sem skiptir máli í lífinu. Hvernig stendur á því að ekkert er sýnt af nýjum erlendum verkum fyrir börn? Og hvar eru nýju íslensku barnaverkin sem ekki eru leikgerðir á metsölubókum? Í stuttu máli: Hvers vegna sitja yngri leikhúsáhorfendur ekki við sama borð og þeir sem eldri eru? Alls engu fé er veitt sérstaklega í sviðslistir fyrir börn og ungt fólk á Íslandi og þannig er engin hvatning í kerfinu fyrir listafólk eða leikhús að sinna þessum vettvangi – nema síður sé. Samanburður við aðrar Norðurlandaþjóðir er í þessu samhengi ekkert nema niðurlægjandi. Börnin erfa ekki landið. Þau eiga það með okkur. Á sama hátt erfa þau ekki Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, óperuna, Sinfóníuna, listasöfnin eða Hörpu. Þessar menningarstofnanir eru þeirra rétt eins og annarra þegna þessa lands og þau eiga lagalega heimtingu á að þær þjóni þeim til jafns við aðra. Börn og ungmenni eru ekki „framtíðaráhorfendur”. Þau eru áhorfendur dagsins í dag. Mér dettur ekki í hug að ætla að listafólk, leikhússtjórar, fagfélög listamanna og menningarmálayfirvöld séu sátt við stöðu mála, hvorki hvað varðar framboð sýninga eða innihald. Því hvarflar ekki að mér að úthluta skammarverðlaunum til eins ákveðins aðila, þó fyrirsögnin gefi annað til kynna. Skammarverðlaunin eru okkar allra. Botninum er náð. Nú blásum við til sóknar – fyrir börnin í landinu. Höfundur er formaður ASSITEJ – samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi og situr auk þess í stjórn samtakanna á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að ekki skuli vera hægt að veita verðlaun fyrir barnasýningu ársins á uppskeruhátíð sviðslistafólks vegna þess að frumsýndar barnasýningar ná ekki einu sinni tilnefningafjölda er ekki bara þyngra en tárum taki, heldur til háborinnar skammar fyrir íslenskt menningarlíf. Fyrir kaldhæðni örlaganna kemur þessi staða upp á alþjóðlegu ári barnaleikhúss og á sama ári og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur loks verið festur í lög á Íslandi. Í sáttmálanum er meðal annars kveðið á um rétt hvers barns til að „taka fullan þátt í menningar- og listalífi, og fá viðeigandi og jöfn tækifæri […] til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju.” Íslenskir foreldrar eru vissulega duglegir að fara með börnin sín í leikhús. Ætli við séum ekki duglegust í því í heimi, eins og í svo mörgu öðru. En matseðillinn er ekki fjölbreyttur.Marengsfroða Hérastubbur bakari kenndi bakaradrengnum fyrst að baka piparkökur árið 1962 í Þjóðleikhúsinu. Þeir félagar hafa síðan fengið nýjan búning ásamt hinum dýrunum í Hálsaskógi einu sinni á áratug að meðaltali. Og það er alltaf fullt hús, því „afi sá þetta þegar hann var lítill og pabbi þegar hann var lítill og nú er komið að þér”. Mary Poppins, sem reyndar hefur ekki ratað til Íslands sem sviðsuppfærsla fyrr, en kom fyrst út á bók árið 1934 (!) sló í gegn á stóra sviði Borgarleikhússins í vetur og félagarnir hárprúðu Karíus og Baktus eru enn á háa c-inu að heimta franskbrauð með sykri, þó íslensk börn séu flest komin í mun harðari efni í dag. Við vitum hver vondi gæinn er strax frá upphafi. Stelpur eru sætar og strákar eru hetjur. Allt er þægilega fyrirsjáanlegt. Engar spurningar. Bara svör. Litadýrð og taumlaus gleði. Húrra fyrir pylsugerðarmanninum! Raunsönn mynd af heiminum ekki satt? Ekkert er hægt að setja út á fagmennsku þess listafólks sem að þessum sýningum kemur. Hins vegar er óásættanlegt með öllu að við séum að sóa opinberu fjármagni, svo ekki sé talað um hæfileikum okkar allra besta listafólks, í framleiðslu á eintómri næringarlausri marengsfroðu frá miðri síðustu öld ofan í börnin okkar, á meðan nánast ekkert annað er í boði.Blásum til sóknar Ég kalla eftir leiksýningum fyrir yngri áhorfendur um stríð og frið, um umhverfið, fjölmiðla, lýðræði, ábyrgð, völd, virðingu, kynjahlutverk, kynhneigð, fjölmenningarsamfélagið, lífið, dauðann – um allt sem skiptir máli í lífinu. Hvernig stendur á því að ekkert er sýnt af nýjum erlendum verkum fyrir börn? Og hvar eru nýju íslensku barnaverkin sem ekki eru leikgerðir á metsölubókum? Í stuttu máli: Hvers vegna sitja yngri leikhúsáhorfendur ekki við sama borð og þeir sem eldri eru? Alls engu fé er veitt sérstaklega í sviðslistir fyrir börn og ungt fólk á Íslandi og þannig er engin hvatning í kerfinu fyrir listafólk eða leikhús að sinna þessum vettvangi – nema síður sé. Samanburður við aðrar Norðurlandaþjóðir er í þessu samhengi ekkert nema niðurlægjandi. Börnin erfa ekki landið. Þau eiga það með okkur. Á sama hátt erfa þau ekki Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, óperuna, Sinfóníuna, listasöfnin eða Hörpu. Þessar menningarstofnanir eru þeirra rétt eins og annarra þegna þessa lands og þau eiga lagalega heimtingu á að þær þjóni þeim til jafns við aðra. Börn og ungmenni eru ekki „framtíðaráhorfendur”. Þau eru áhorfendur dagsins í dag. Mér dettur ekki í hug að ætla að listafólk, leikhússtjórar, fagfélög listamanna og menningarmálayfirvöld séu sátt við stöðu mála, hvorki hvað varðar framboð sýninga eða innihald. Því hvarflar ekki að mér að úthluta skammarverðlaunum til eins ákveðins aðila, þó fyrirsögnin gefi annað til kynna. Skammarverðlaunin eru okkar allra. Botninum er náð. Nú blásum við til sóknar – fyrir börnin í landinu. Höfundur er formaður ASSITEJ – samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi og situr auk þess í stjórn samtakanna á heimsvísu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun