Hvers vegna dró ráðuneytið skýrsluna til baka? Margrét Hermanns Auðardóttir skrifar 20. júní 2013 06:00 Á heimasíðu menntamálaráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið fornleifafræðingi að vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvel kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/27052013-1 og viðbrögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Fornleifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem ber stjórnunarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28052013-0 Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa málefnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaðurinn nýrrar Minjastofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýnustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“átti sér stað (þ.e. sannleikurinn slapp út hjá sjálfu ráðuneytinu, frekar en gagnrýnisrödd út í bæ sem ekki þyrfti að svara) auglýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðarmanna) https://www.husafridun.is/styrkir/fornminjasjodur/uthlutun-styrkja-2013/ Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni sé boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rannsóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndarlögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Fornminjasjóði, fjármögnuðum af fjárveitingum alþingis ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu menntamálaráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið fornleifafræðingi að vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvel kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/27052013-1 og viðbrögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Fornleifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem ber stjórnunarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28052013-0 Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa málefnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaðurinn nýrrar Minjastofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýnustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“átti sér stað (þ.e. sannleikurinn slapp út hjá sjálfu ráðuneytinu, frekar en gagnrýnisrödd út í bæ sem ekki þyrfti að svara) auglýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðarmanna) https://www.husafridun.is/styrkir/fornminjasjodur/uthlutun-styrkja-2013/ Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni sé boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rannsóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndarlögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Fornminjasjóði, fjármögnuðum af fjárveitingum alþingis ?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar