Hvers vegna dró ráðuneytið skýrsluna til baka? Margrét Hermanns Auðardóttir skrifar 20. júní 2013 06:00 Á heimasíðu menntamálaráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið fornleifafræðingi að vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvel kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/27052013-1 og viðbrögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Fornleifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem ber stjórnunarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28052013-0 Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa málefnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaðurinn nýrrar Minjastofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýnustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“átti sér stað (þ.e. sannleikurinn slapp út hjá sjálfu ráðuneytinu, frekar en gagnrýnisrödd út í bæ sem ekki þyrfti að svara) auglýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðarmanna) https://www.husafridun.is/styrkir/fornminjasjodur/uthlutun-styrkja-2013/ Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni sé boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rannsóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndarlögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Fornminjasjóði, fjármögnuðum af fjárveitingum alþingis ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á heimasíðu menntamálaráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið fornleifafræðingi að vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvel kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/27052013-1 og viðbrögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Fornleifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem ber stjórnunarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28052013-0 Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa málefnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaðurinn nýrrar Minjastofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýnustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“átti sér stað (þ.e. sannleikurinn slapp út hjá sjálfu ráðuneytinu, frekar en gagnrýnisrödd út í bæ sem ekki þyrfti að svara) auglýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðarmanna) https://www.husafridun.is/styrkir/fornminjasjodur/uthlutun-styrkja-2013/ Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni sé boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rannsóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndarlögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Fornminjasjóði, fjármögnuðum af fjárveitingum alþingis ?
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun