„In Memoriam?“ Páll Steingrímsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Ómar Ragnarsson frumsýndi nýlega mynd sína „In Memoriam?“ í Bíó Paradís. Fyrir áratug lauk hann við enska gerð myndarinnar og kynnti erlendis. Í myndinni varar hann við óafturkræfum áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og þeim skaða sem framkvæmdin gæti valdið. Nú, tíu árum síðar, gengur hann frá íslenskri útgáfu og bætir þar við upplýsingum um hvað eftir hafi gengið um fyrri spár. Þeir sem fylgst hafa með vita að nær allar „hrakspár“ um virkjunina hafa gengið eftir. Neikvæðu áhrifanna gætir í tilfellum mun hraðar en reiknað var með. Aurburðurinn frá Brúarjökli er ótrúlega ör. Gilið við Töfrafoss, sem kunnáttumenn gáfu hundrað ár til að fyllast, hvarf á tveimur árum. Hvað er langt í að lónið hætti að skila þeirri orku sem því var ætlað? Hvað hefur það grynnkað frá því að það myndaðist? Svæðið sem lónið fyllir fáum við aldrei aftur. Vitneskja um veður og vatnafar fyrri alda, sem lágu eins og opin bók, er varanlega glötuð. Sérstætt gróðurlendi og griðland dýra týnt fyrir fullt og allt. Fossar, hjallar og heiðaland sem heilluðu augað þurrkuð út. Hvernig geta menn verið svona skammsýnir? Hver gaf leyfi til að ráðskast þannig með náttúruna? Síðustu tvær þrjá mínútur myndarinnar þyrmir yfir mann þegar höfundur tíundar væntingar og röskun sem menn svo upplifðu að framkvæmd lokinni. Áttatíu prósent starfsmanna við framkvæmdina voru útlendingar. Heimamönnum sem fjölga átti um 1.500 vegna virkjunarinnar og álvers á Reyðarfirði fjölgaði ekki, en húsnæði sem byggt var til að taka á móti nýbúunum stendur autt. Rekstur álversins gengur vel að sögn ráðamanna Alcoa, þeir njóta líka skattfríðinda og lágs orkuverðs.Enn steinöld Hver er svo staða Íslendinga vegna Kárahnjúkavirkjunar? Íslendingar borga nú kr. 8.47 fyrir kílóvattstundina sem þeir nota. Þessi tala hefur mjög hækkað síðan Kárahnjúkavirkjun tók til starfa. Hinu er aldrei flíkað hvað stóriðjufyrirtækin borga. Hitt kemur mjög á óvart hve stór hluti íslenskrar raforku fer til málmbræðslu. Heimamenn nota aðeins fimm prósent þeirrar orku sem framleidd er í landinu. Engin íslensk starfsgrein nýtur sömu fríðinda og Alcoa. Til að örva útflutning mætti örugglega ívilna til dæmis ylræktendum eða þeim sem sinna úrvinnslu sjávarfangs. Það mundi um leið ýta undir fullvinnslu og fullnýtingu. Við gætum örugglega gert meira af því að sinna orkufrekri hátækni. Í þessu tilfelli ríkir enn steinöld á Íslandi. Síðasta snjallræðið er sæstrengur til Evrópu. Líklega er það þrisvar sinnum dýrari framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun og mundi fara sömu leið. Framkvæmdaraðilar mundu fá allt sitt greitt að fullu, en þjóðin bera skaðann af lántökum sem hugsanlega skiluðu sér aldrei í arði. Hvernig stendur á því að stórframkvæmdamennirnir benda aldrei á leið til að afrekin þeirra skili hagnaði? Jarðýtur, gröfur, dýnamít og umturnun lands virðist vera lokatakmark.Holl hugvekja Enginn hefur barist jafn hetjulegri baráttu fyrir verndun íslenskar náttúru og Ómar Ragnarsson. Þetta er honum hjartans mál. Hann spyr aldrei um tíma eða kostnað. Veður eða aðrar hindranir stoppa hann ekki. Hann veit sem er að stóru augnablikin koma ekki aftur. Nú, eða aldrei! Hann býr yfir óþrjótandi elju, knúinn áfram af kölluninni. Ómar fór margar ferðir til Noregs og eins til Bandaríkjanna til að kynna sér og mynda virkjanaframkvæmdir þar, einnig griðlönd og þjóðgarða sem stjórnvöld friðuðu fyrir ágengni virkjunarsinna. Hann segir að á tímum Kárahnjúkavirkjunar hefði hún aldrei verið leyfð þar sem verndunarsjónarmið voru einhvers metin. Einn félaga á Ómar sem hefur verið honum afar hollur. Það er Friðþjófur Helgason, besti heimildatökumaður á landinu. Myndin „In Memoriam?“ er holl hugvekja með ríkan boðskap og einstæð myndskeið. Því hvet ég alla sem unna landi sínu til að sjá „In Memoriam?“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ómar Ragnarsson frumsýndi nýlega mynd sína „In Memoriam?“ í Bíó Paradís. Fyrir áratug lauk hann við enska gerð myndarinnar og kynnti erlendis. Í myndinni varar hann við óafturkræfum áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og þeim skaða sem framkvæmdin gæti valdið. Nú, tíu árum síðar, gengur hann frá íslenskri útgáfu og bætir þar við upplýsingum um hvað eftir hafi gengið um fyrri spár. Þeir sem fylgst hafa með vita að nær allar „hrakspár“ um virkjunina hafa gengið eftir. Neikvæðu áhrifanna gætir í tilfellum mun hraðar en reiknað var með. Aurburðurinn frá Brúarjökli er ótrúlega ör. Gilið við Töfrafoss, sem kunnáttumenn gáfu hundrað ár til að fyllast, hvarf á tveimur árum. Hvað er langt í að lónið hætti að skila þeirri orku sem því var ætlað? Hvað hefur það grynnkað frá því að það myndaðist? Svæðið sem lónið fyllir fáum við aldrei aftur. Vitneskja um veður og vatnafar fyrri alda, sem lágu eins og opin bók, er varanlega glötuð. Sérstætt gróðurlendi og griðland dýra týnt fyrir fullt og allt. Fossar, hjallar og heiðaland sem heilluðu augað þurrkuð út. Hvernig geta menn verið svona skammsýnir? Hver gaf leyfi til að ráðskast þannig með náttúruna? Síðustu tvær þrjá mínútur myndarinnar þyrmir yfir mann þegar höfundur tíundar væntingar og röskun sem menn svo upplifðu að framkvæmd lokinni. Áttatíu prósent starfsmanna við framkvæmdina voru útlendingar. Heimamönnum sem fjölga átti um 1.500 vegna virkjunarinnar og álvers á Reyðarfirði fjölgaði ekki, en húsnæði sem byggt var til að taka á móti nýbúunum stendur autt. Rekstur álversins gengur vel að sögn ráðamanna Alcoa, þeir njóta líka skattfríðinda og lágs orkuverðs.Enn steinöld Hver er svo staða Íslendinga vegna Kárahnjúkavirkjunar? Íslendingar borga nú kr. 8.47 fyrir kílóvattstundina sem þeir nota. Þessi tala hefur mjög hækkað síðan Kárahnjúkavirkjun tók til starfa. Hinu er aldrei flíkað hvað stóriðjufyrirtækin borga. Hitt kemur mjög á óvart hve stór hluti íslenskrar raforku fer til málmbræðslu. Heimamenn nota aðeins fimm prósent þeirrar orku sem framleidd er í landinu. Engin íslensk starfsgrein nýtur sömu fríðinda og Alcoa. Til að örva útflutning mætti örugglega ívilna til dæmis ylræktendum eða þeim sem sinna úrvinnslu sjávarfangs. Það mundi um leið ýta undir fullvinnslu og fullnýtingu. Við gætum örugglega gert meira af því að sinna orkufrekri hátækni. Í þessu tilfelli ríkir enn steinöld á Íslandi. Síðasta snjallræðið er sæstrengur til Evrópu. Líklega er það þrisvar sinnum dýrari framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun og mundi fara sömu leið. Framkvæmdaraðilar mundu fá allt sitt greitt að fullu, en þjóðin bera skaðann af lántökum sem hugsanlega skiluðu sér aldrei í arði. Hvernig stendur á því að stórframkvæmdamennirnir benda aldrei á leið til að afrekin þeirra skili hagnaði? Jarðýtur, gröfur, dýnamít og umturnun lands virðist vera lokatakmark.Holl hugvekja Enginn hefur barist jafn hetjulegri baráttu fyrir verndun íslenskar náttúru og Ómar Ragnarsson. Þetta er honum hjartans mál. Hann spyr aldrei um tíma eða kostnað. Veður eða aðrar hindranir stoppa hann ekki. Hann veit sem er að stóru augnablikin koma ekki aftur. Nú, eða aldrei! Hann býr yfir óþrjótandi elju, knúinn áfram af kölluninni. Ómar fór margar ferðir til Noregs og eins til Bandaríkjanna til að kynna sér og mynda virkjanaframkvæmdir þar, einnig griðlönd og þjóðgarða sem stjórnvöld friðuðu fyrir ágengni virkjunarsinna. Hann segir að á tímum Kárahnjúkavirkjunar hefði hún aldrei verið leyfð þar sem verndunarsjónarmið voru einhvers metin. Einn félaga á Ómar sem hefur verið honum afar hollur. Það er Friðþjófur Helgason, besti heimildatökumaður á landinu. Myndin „In Memoriam?“ er holl hugvekja með ríkan boðskap og einstæð myndskeið. Því hvet ég alla sem unna landi sínu til að sjá „In Memoriam?“.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun