„In Memoriam?“ Páll Steingrímsson skrifar 20. júní 2013 06:00 Ómar Ragnarsson frumsýndi nýlega mynd sína „In Memoriam?“ í Bíó Paradís. Fyrir áratug lauk hann við enska gerð myndarinnar og kynnti erlendis. Í myndinni varar hann við óafturkræfum áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og þeim skaða sem framkvæmdin gæti valdið. Nú, tíu árum síðar, gengur hann frá íslenskri útgáfu og bætir þar við upplýsingum um hvað eftir hafi gengið um fyrri spár. Þeir sem fylgst hafa með vita að nær allar „hrakspár“ um virkjunina hafa gengið eftir. Neikvæðu áhrifanna gætir í tilfellum mun hraðar en reiknað var með. Aurburðurinn frá Brúarjökli er ótrúlega ör. Gilið við Töfrafoss, sem kunnáttumenn gáfu hundrað ár til að fyllast, hvarf á tveimur árum. Hvað er langt í að lónið hætti að skila þeirri orku sem því var ætlað? Hvað hefur það grynnkað frá því að það myndaðist? Svæðið sem lónið fyllir fáum við aldrei aftur. Vitneskja um veður og vatnafar fyrri alda, sem lágu eins og opin bók, er varanlega glötuð. Sérstætt gróðurlendi og griðland dýra týnt fyrir fullt og allt. Fossar, hjallar og heiðaland sem heilluðu augað þurrkuð út. Hvernig geta menn verið svona skammsýnir? Hver gaf leyfi til að ráðskast þannig með náttúruna? Síðustu tvær þrjá mínútur myndarinnar þyrmir yfir mann þegar höfundur tíundar væntingar og röskun sem menn svo upplifðu að framkvæmd lokinni. Áttatíu prósent starfsmanna við framkvæmdina voru útlendingar. Heimamönnum sem fjölga átti um 1.500 vegna virkjunarinnar og álvers á Reyðarfirði fjölgaði ekki, en húsnæði sem byggt var til að taka á móti nýbúunum stendur autt. Rekstur álversins gengur vel að sögn ráðamanna Alcoa, þeir njóta líka skattfríðinda og lágs orkuverðs.Enn steinöld Hver er svo staða Íslendinga vegna Kárahnjúkavirkjunar? Íslendingar borga nú kr. 8.47 fyrir kílóvattstundina sem þeir nota. Þessi tala hefur mjög hækkað síðan Kárahnjúkavirkjun tók til starfa. Hinu er aldrei flíkað hvað stóriðjufyrirtækin borga. Hitt kemur mjög á óvart hve stór hluti íslenskrar raforku fer til málmbræðslu. Heimamenn nota aðeins fimm prósent þeirrar orku sem framleidd er í landinu. Engin íslensk starfsgrein nýtur sömu fríðinda og Alcoa. Til að örva útflutning mætti örugglega ívilna til dæmis ylræktendum eða þeim sem sinna úrvinnslu sjávarfangs. Það mundi um leið ýta undir fullvinnslu og fullnýtingu. Við gætum örugglega gert meira af því að sinna orkufrekri hátækni. Í þessu tilfelli ríkir enn steinöld á Íslandi. Síðasta snjallræðið er sæstrengur til Evrópu. Líklega er það þrisvar sinnum dýrari framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun og mundi fara sömu leið. Framkvæmdaraðilar mundu fá allt sitt greitt að fullu, en þjóðin bera skaðann af lántökum sem hugsanlega skiluðu sér aldrei í arði. Hvernig stendur á því að stórframkvæmdamennirnir benda aldrei á leið til að afrekin þeirra skili hagnaði? Jarðýtur, gröfur, dýnamít og umturnun lands virðist vera lokatakmark.Holl hugvekja Enginn hefur barist jafn hetjulegri baráttu fyrir verndun íslenskar náttúru og Ómar Ragnarsson. Þetta er honum hjartans mál. Hann spyr aldrei um tíma eða kostnað. Veður eða aðrar hindranir stoppa hann ekki. Hann veit sem er að stóru augnablikin koma ekki aftur. Nú, eða aldrei! Hann býr yfir óþrjótandi elju, knúinn áfram af kölluninni. Ómar fór margar ferðir til Noregs og eins til Bandaríkjanna til að kynna sér og mynda virkjanaframkvæmdir þar, einnig griðlönd og þjóðgarða sem stjórnvöld friðuðu fyrir ágengni virkjunarsinna. Hann segir að á tímum Kárahnjúkavirkjunar hefði hún aldrei verið leyfð þar sem verndunarsjónarmið voru einhvers metin. Einn félaga á Ómar sem hefur verið honum afar hollur. Það er Friðþjófur Helgason, besti heimildatökumaður á landinu. Myndin „In Memoriam?“ er holl hugvekja með ríkan boðskap og einstæð myndskeið. Því hvet ég alla sem unna landi sínu til að sjá „In Memoriam?“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ómar Ragnarsson frumsýndi nýlega mynd sína „In Memoriam?“ í Bíó Paradís. Fyrir áratug lauk hann við enska gerð myndarinnar og kynnti erlendis. Í myndinni varar hann við óafturkræfum áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og þeim skaða sem framkvæmdin gæti valdið. Nú, tíu árum síðar, gengur hann frá íslenskri útgáfu og bætir þar við upplýsingum um hvað eftir hafi gengið um fyrri spár. Þeir sem fylgst hafa með vita að nær allar „hrakspár“ um virkjunina hafa gengið eftir. Neikvæðu áhrifanna gætir í tilfellum mun hraðar en reiknað var með. Aurburðurinn frá Brúarjökli er ótrúlega ör. Gilið við Töfrafoss, sem kunnáttumenn gáfu hundrað ár til að fyllast, hvarf á tveimur árum. Hvað er langt í að lónið hætti að skila þeirri orku sem því var ætlað? Hvað hefur það grynnkað frá því að það myndaðist? Svæðið sem lónið fyllir fáum við aldrei aftur. Vitneskja um veður og vatnafar fyrri alda, sem lágu eins og opin bók, er varanlega glötuð. Sérstætt gróðurlendi og griðland dýra týnt fyrir fullt og allt. Fossar, hjallar og heiðaland sem heilluðu augað þurrkuð út. Hvernig geta menn verið svona skammsýnir? Hver gaf leyfi til að ráðskast þannig með náttúruna? Síðustu tvær þrjá mínútur myndarinnar þyrmir yfir mann þegar höfundur tíundar væntingar og röskun sem menn svo upplifðu að framkvæmd lokinni. Áttatíu prósent starfsmanna við framkvæmdina voru útlendingar. Heimamönnum sem fjölga átti um 1.500 vegna virkjunarinnar og álvers á Reyðarfirði fjölgaði ekki, en húsnæði sem byggt var til að taka á móti nýbúunum stendur autt. Rekstur álversins gengur vel að sögn ráðamanna Alcoa, þeir njóta líka skattfríðinda og lágs orkuverðs.Enn steinöld Hver er svo staða Íslendinga vegna Kárahnjúkavirkjunar? Íslendingar borga nú kr. 8.47 fyrir kílóvattstundina sem þeir nota. Þessi tala hefur mjög hækkað síðan Kárahnjúkavirkjun tók til starfa. Hinu er aldrei flíkað hvað stóriðjufyrirtækin borga. Hitt kemur mjög á óvart hve stór hluti íslenskrar raforku fer til málmbræðslu. Heimamenn nota aðeins fimm prósent þeirrar orku sem framleidd er í landinu. Engin íslensk starfsgrein nýtur sömu fríðinda og Alcoa. Til að örva útflutning mætti örugglega ívilna til dæmis ylræktendum eða þeim sem sinna úrvinnslu sjávarfangs. Það mundi um leið ýta undir fullvinnslu og fullnýtingu. Við gætum örugglega gert meira af því að sinna orkufrekri hátækni. Í þessu tilfelli ríkir enn steinöld á Íslandi. Síðasta snjallræðið er sæstrengur til Evrópu. Líklega er það þrisvar sinnum dýrari framkvæmd en Kárahnjúkavirkjun og mundi fara sömu leið. Framkvæmdaraðilar mundu fá allt sitt greitt að fullu, en þjóðin bera skaðann af lántökum sem hugsanlega skiluðu sér aldrei í arði. Hvernig stendur á því að stórframkvæmdamennirnir benda aldrei á leið til að afrekin þeirra skili hagnaði? Jarðýtur, gröfur, dýnamít og umturnun lands virðist vera lokatakmark.Holl hugvekja Enginn hefur barist jafn hetjulegri baráttu fyrir verndun íslenskar náttúru og Ómar Ragnarsson. Þetta er honum hjartans mál. Hann spyr aldrei um tíma eða kostnað. Veður eða aðrar hindranir stoppa hann ekki. Hann veit sem er að stóru augnablikin koma ekki aftur. Nú, eða aldrei! Hann býr yfir óþrjótandi elju, knúinn áfram af kölluninni. Ómar fór margar ferðir til Noregs og eins til Bandaríkjanna til að kynna sér og mynda virkjanaframkvæmdir þar, einnig griðlönd og þjóðgarða sem stjórnvöld friðuðu fyrir ágengni virkjunarsinna. Hann segir að á tímum Kárahnjúkavirkjunar hefði hún aldrei verið leyfð þar sem verndunarsjónarmið voru einhvers metin. Einn félaga á Ómar sem hefur verið honum afar hollur. Það er Friðþjófur Helgason, besti heimildatökumaður á landinu. Myndin „In Memoriam?“ er holl hugvekja með ríkan boðskap og einstæð myndskeið. Því hvet ég alla sem unna landi sínu til að sjá „In Memoriam?“.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun