Kína, Indland og Rússland? Baldur Þórhallsson skrifar 18. júní 2013 07:15 Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Öll ríki verða að eiga sér bandamenn til að geta blómstrað og varið hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu. Lítil ríki þurfa enn meir á bandamönnum að halda en þau stærri. Í raun eru smáríki upp á þau stærri komin. Þau þurfa á skjóli þeirra að halda í efnahagslegu og pólitísku umróti alþjóðakerfisins. Samskipti ríkja byggjast ekki á góðvildinni einni saman. Til að hægt sé að treysta á bandalagsríki er ekki nægjanlegt að byggja á sameiginlegum menningararfi eða fornu samstarfi. Samvinna ríkja þarf að byggjast á gagnkvæmum hagsmunum. Best er fyrir smáríki að formbinda samskipti sín við stærri ríki innan alþjóðastofnana. Þannig má koma í veg fyrir að stóru fiskarnir éti þá smærri. Alla 20. öldina var Ísland í skjóli ríkja sem gátu látið til sín taka í alþjóðasamfélaginu. Með formlegum hætti bundumst við þessum nágrönnum okkar tryggðaböndum. Danir sáu um framkvæmd utanríkisstefnu landsins til 1940. Þá tók við skjól Breta og síðan Bandaríkjamanna. Bandaríska skjólið tryggði ekki einungis efnahagslega uppbyggingu heldur styrkti stöðu okkur á alþjóðavettvangi. Þorskastríðin eru besta dæmið um það. Í dag er bandaríska skjólið einungis hernaðarlegs eðlis. Fyrir utan alþjóðlegan stuðning hafði danska, breska og bandaríska skjólið umdeild en umtalsverð áhrif á okkar fámenna samfélag. Hverjir eru bandamenn okkar í dag? Hvaða bandamenn áttu íslensk stjórnvöld þegar þau bresku beittu hryðjuverkalögunum? Hvaða bandamenn áttum við innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar við þurftum á neyðaraðstoð að halda? Getur verið að íslensk stjórnvöld hafi brugðist því hlutverki sínu að tryggja landinu öfluga bandamenn sem koma til aðstoðar þegar á reynir? Nú er horft til stjórnvalda í Kína, Indlandi og Rússlandi. Gott er að auka viðskipti við þessi ríki en sú spurning hlýtur að vakna hvort samskiptin við þau geti orðið kjölfestan í íslenskri utanríkisstefnu. Eru þetta okkar nýju bandalagsríki? Er raunhæft að þessi ríki verði okkar vinveittustu nágrannar á 21. öldinni? Eru þetta þau stjórnvöld sem við viljum tengjast tryggðaböndum?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun