Opið bréf til forsætisráðherra Þóra Andrésdóttir skrifar 4. júní 2013 09:05 Kæri Sigmundur Davíð, ég óska þér til hamingju með forsætisráðherrastólinn. Í stjórnarsáttmálanum segir: Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan. Þar sem þú ert yfirmaður þess málaflokks að miklum hluta þar sem er fjallað um verndun minja og húsa, menningu og sögu, fyllist ég bjartsýni. Ég treysti því að þú komir í veg fyrir það skemmdarverk sem fyrirhugað er að gera á Landsímareit/Kvosinni í miðborginni. Að þú munir styðja þá mikla grósku og tónlistarmenningu sem hefur blómstrað undanfarin ár í tónleikasalnum Nasa, sem hefur mikla sögu og gamlar innréttingar. Yfir 200 tónlistarmenn hafa mótmælt þessum fyrirætlunum um að rífa Nasa og endurbyggja. Glöggt er gests augað. Síðastliðið haust kom fram í útvarpsfréttum (http://www.ruv.is/sarpurinn/hadegisfrettir/08092012-1) að tveir spænskir arkitektar fjölluðu um höfuðborgir Norðurlandanna í spænsku arkitektablaði (http://margenesarquitectura.com/norteuropa.htm), en leiðari þess var helgaður Reykjavík. Þeir leyna ekki hrifningu sinni á miðborginni. Þeir segja að hún eigi sér ekki nokkra hliðstæðu og að gæði og einfaldleiki bygginga í Reykjavík séu slík að annað eins finnist ekki í öðrum höfuðborgum Evrópu. Í blaðinu er fjallað um tengsl og samspil Reykjavíkur við fortíðina og söguna. Niðurstaða þeirra var sú að það væri full ástæða til að huga að því að miðborg Reykjavíkur yrði sett á heimsminjaskrá. Stórkostlegt!Fyrsta skrefið Sigmundur Davíð, þú gætir tekið fyrsta skrefið í að setja miðbæ Reykjavíkur á heimsminjaskrá UNESCO. Það myndi nú aldeilis fá ferðamenn til að koma til landsins og um ókomna tíð. En að byggja eintóm hótel í hjarta miðbæjarins verður til þess að ferðamenn og borgarbúar missa áhugann á að heimsækja miðbæinn, og hann mun deyja. Þú ert menntaður í skipulagsfræðum og þú kemur vel inn á í gömlu viðtali við Egil Helgason (blog.pressan.is/arkitektur/ 2013/05/21/skipulagsfraedingur-forsaetisradherra/) hversu dýrmætt það er að vernda gamlar byggingar. Þeim fylgir meira og betra mannlíf en nýbyggingum. Eins voru í þættinum sýndar myndir þar sem bætt hafði verið inn nýjum byggingum í öðrum stíl á milli gamalla bygginga. Þetta voru mjög sláandi og áhrifamiklar myndir, t.d. af Nýhöfn í Kaupmannahöfn þar sem sett hafði verið inn á milli gömlu húsanna ný bygging í líkingu við Iðuhúsið. Á Tryggvagötunni er álíka dæmi fyrir aftan gamla Naustið, en þar er stór dökk bygging í nýjum stíl sem grúfir yfir lágreist timburhús í gömlum stíl. Þetta er akkúrat það sem á að fara að gerast fyrir framan augun á okkur, hinum megin við Alþingi. Þar hefur einn maður eignast margar lóðir á Landsímareit/Kvosinni og vill byggja þar hótel. Það mun bera gömul hús ofurliði og varpa skugga á Austurvöll, vinsælt almenningsrými okkar borgarbúa með mikla sögu.Merkar minjar Það væri miklu tilhlýðilegra að hið háttvirta Alþingi eignaðist Landsímahúsið undir skrifstofur sínar. Guðjón Samúelsson teiknaði það og það hefur mikla sögu tengda fjarskiptamálum þjóðarinnar. Þá þyrfti Alþingi ekki að reisa byggingu á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, eins og fyrirhugað hefur verið. Eitthvað myndi það nú kosta. Á þeim reit er að finna merkar minjar og þær gætu þá fengið að njóta sín þar og verið til sýnis. Þá er vert að rifja upp samþykkt um verndun borgarhverfa, sem þú fékkst samþykkta í skipulagsráði árið 2010 og sett hefur verið inn í stjórnarsáttmálann. Þetta gefur fögur fyrirheit. Ég skora því á þig, Sigmundur Davíð, og treysti því að þú komir í veg fyrir að þessi deiliskipulagstillaga Kvosin/Landsímareitur nái fram að ganga og verði að veruleika. Ef hún gerir það getur þetta svæði, lóðir og hús orðið miklu dýrara fyrir bragðið og enginn, þar á meðal Alþingi, hefur efni á að kaupa þær. Og það er ekki einu sinni víst að núverandi eigandi, sem nú hefur verið ákærður fyrir skattsvik, hafi efni á að fara í þessar framkvæmdir. Gamla húsið Nasa og Nasasalurinn getur grotnað niður á meðan, en það stendur nú autt og óupphitað. Látum það ekki gerast. Kæri Sigmundur Davíð, þér, sem og öllum öðrum, er boðið á baráttufund á Ingólfstorgi, laugardaginn 8. júní, kl. 14. Atburðurinn er á Facebook: Elsku besti ekki hótel. Frestur til að senda inn athugasemdir/mótmæli við þetta deiliskipulag til skipulag@reykjavik.is rann út á miðnætti 30. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Kæri Sigmundur Davíð, ég óska þér til hamingju með forsætisráðherrastólinn. Í stjórnarsáttmálanum segir: Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan. Þar sem þú ert yfirmaður þess málaflokks að miklum hluta þar sem er fjallað um verndun minja og húsa, menningu og sögu, fyllist ég bjartsýni. Ég treysti því að þú komir í veg fyrir það skemmdarverk sem fyrirhugað er að gera á Landsímareit/Kvosinni í miðborginni. Að þú munir styðja þá mikla grósku og tónlistarmenningu sem hefur blómstrað undanfarin ár í tónleikasalnum Nasa, sem hefur mikla sögu og gamlar innréttingar. Yfir 200 tónlistarmenn hafa mótmælt þessum fyrirætlunum um að rífa Nasa og endurbyggja. Glöggt er gests augað. Síðastliðið haust kom fram í útvarpsfréttum (http://www.ruv.is/sarpurinn/hadegisfrettir/08092012-1) að tveir spænskir arkitektar fjölluðu um höfuðborgir Norðurlandanna í spænsku arkitektablaði (http://margenesarquitectura.com/norteuropa.htm), en leiðari þess var helgaður Reykjavík. Þeir leyna ekki hrifningu sinni á miðborginni. Þeir segja að hún eigi sér ekki nokkra hliðstæðu og að gæði og einfaldleiki bygginga í Reykjavík séu slík að annað eins finnist ekki í öðrum höfuðborgum Evrópu. Í blaðinu er fjallað um tengsl og samspil Reykjavíkur við fortíðina og söguna. Niðurstaða þeirra var sú að það væri full ástæða til að huga að því að miðborg Reykjavíkur yrði sett á heimsminjaskrá. Stórkostlegt!Fyrsta skrefið Sigmundur Davíð, þú gætir tekið fyrsta skrefið í að setja miðbæ Reykjavíkur á heimsminjaskrá UNESCO. Það myndi nú aldeilis fá ferðamenn til að koma til landsins og um ókomna tíð. En að byggja eintóm hótel í hjarta miðbæjarins verður til þess að ferðamenn og borgarbúar missa áhugann á að heimsækja miðbæinn, og hann mun deyja. Þú ert menntaður í skipulagsfræðum og þú kemur vel inn á í gömlu viðtali við Egil Helgason (blog.pressan.is/arkitektur/ 2013/05/21/skipulagsfraedingur-forsaetisradherra/) hversu dýrmætt það er að vernda gamlar byggingar. Þeim fylgir meira og betra mannlíf en nýbyggingum. Eins voru í þættinum sýndar myndir þar sem bætt hafði verið inn nýjum byggingum í öðrum stíl á milli gamalla bygginga. Þetta voru mjög sláandi og áhrifamiklar myndir, t.d. af Nýhöfn í Kaupmannahöfn þar sem sett hafði verið inn á milli gömlu húsanna ný bygging í líkingu við Iðuhúsið. Á Tryggvagötunni er álíka dæmi fyrir aftan gamla Naustið, en þar er stór dökk bygging í nýjum stíl sem grúfir yfir lágreist timburhús í gömlum stíl. Þetta er akkúrat það sem á að fara að gerast fyrir framan augun á okkur, hinum megin við Alþingi. Þar hefur einn maður eignast margar lóðir á Landsímareit/Kvosinni og vill byggja þar hótel. Það mun bera gömul hús ofurliði og varpa skugga á Austurvöll, vinsælt almenningsrými okkar borgarbúa með mikla sögu.Merkar minjar Það væri miklu tilhlýðilegra að hið háttvirta Alþingi eignaðist Landsímahúsið undir skrifstofur sínar. Guðjón Samúelsson teiknaði það og það hefur mikla sögu tengda fjarskiptamálum þjóðarinnar. Þá þyrfti Alþingi ekki að reisa byggingu á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, eins og fyrirhugað hefur verið. Eitthvað myndi það nú kosta. Á þeim reit er að finna merkar minjar og þær gætu þá fengið að njóta sín þar og verið til sýnis. Þá er vert að rifja upp samþykkt um verndun borgarhverfa, sem þú fékkst samþykkta í skipulagsráði árið 2010 og sett hefur verið inn í stjórnarsáttmálann. Þetta gefur fögur fyrirheit. Ég skora því á þig, Sigmundur Davíð, og treysti því að þú komir í veg fyrir að þessi deiliskipulagstillaga Kvosin/Landsímareitur nái fram að ganga og verði að veruleika. Ef hún gerir það getur þetta svæði, lóðir og hús orðið miklu dýrara fyrir bragðið og enginn, þar á meðal Alþingi, hefur efni á að kaupa þær. Og það er ekki einu sinni víst að núverandi eigandi, sem nú hefur verið ákærður fyrir skattsvik, hafi efni á að fara í þessar framkvæmdir. Gamla húsið Nasa og Nasasalurinn getur grotnað niður á meðan, en það stendur nú autt og óupphitað. Látum það ekki gerast. Kæri Sigmundur Davíð, þér, sem og öllum öðrum, er boðið á baráttufund á Ingólfstorgi, laugardaginn 8. júní, kl. 14. Atburðurinn er á Facebook: Elsku besti ekki hótel. Frestur til að senda inn athugasemdir/mótmæli við þetta deiliskipulag til skipulag@reykjavik.is rann út á miðnætti 30. maí.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar