Lífið

Notar ekki farða í kringum Harper

Victoria Beckham notar ekki andlitsfarða í kringum dóttur sína.
Victoria Beckham notar ekki andlitsfarða í kringum dóttur sína. Nordicphotos/getty

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham kveðst ekki nota andlitsfarða þegar hún er í kringum dóttur sína. Þetta gerir hún til að forðast það að sú litla hermi eftir henni.

„Ég get ekki sett á mig andlitsfarða þegar Harper er í kringum mig því hún mundi vilja gera slíkt hið sama um leið og hún sæi mig. Þegar hún er með bræðrum sínum, þá hagar hún sér eins og þeir,“ sagði Beckham um Harper Seven. Líkt og kunnugt er er fyrrverandi Kryddpían gift fótboltamanninum David Beckham og eiga þau saman fjögur börn, synina Brooklyn Joseph, Romeo James, Cruz David og loks einkadótturina Harper Seven sem fæddist árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.