Lífið

Vill hjálpa til við Eurovision

Simon Cowell vill hjálpa löndum sínum í Eurovision.
Simon Cowell vill hjálpa löndum sínum í Eurovision.

Simon Cowell, dómarinn úr X-Factor, vill aðstoða Breta fyrir næstu Eurovision-keppni. Hann var spurður að því á Twitter hvort hann vildi ekki hjálpa Bretum í keppninni. „Bretland þarf á þér að halda til að koma stjórn á Eurovision á nýjan leik og endurvekja stolt okkar því Eurovision-kóngarnir hafa fallið,“ sagði Twitter-notandinn. Cowell svaraði: „Kannski gæti ég reynt að finna rétta listamanninn til að koma fram fyrir okkar hönd. Ef ég fæ að gera það.“ Bonnie Tyler lenti í 19. sæti í Eurovision í ár fyrir hönd Bretlands og í fyrra varð Engelbert Humperdinck næstneðstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.