Lífið

Mikil pressa í náminu

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Lilja Rúriksdóttir ætlar í frí til Flórída til fagna útskrift sinni frá hinum virta listaskóla Julliard síðastliðin föstudag en hún er fyrsti íslenski dansarinn til að útskrifast frá skólanum.
Lilja Rúriksdóttir ætlar í frí til Flórída til fagna útskrift sinni frá hinum virta listaskóla Julliard síðastliðin föstudag en hún er fyrsti íslenski dansarinn til að útskrifast frá skólanum.

„Það er skrýtið að vera búin með þetta nám en þetta hafa verið skemmtileg ár,“ segir ballettdansarinn Lilja Rúriksdóttir sem útskrifaðist sem Bachelor of Fine Arts frá dansbraut listaskólans Juilliard í New York fyrir helgi. Lilja er fyrsti íslenski dansarinn til að útskrifast frá Juilliard sem er einn virtasti listaháskóli í heimi. Hún segir námið hafa verið strembið þar sem mjög miklar kröfur voru gerðar til nemenda af kennurum skólans.

„Það var aldrei í boði að eiga slæman dag. Þeir vildu aðeins það besta frá okkur á hverjum degi. Álagið var extra mikið núna á lokaönninni og maður var eiginlega ekki viss hvort maður hefði þetta af,“ segir Lilja sem viðurkennir að vegna þessa komi nemendur mjög færir út úr skólanum. „Við voru 21 dansarar saman í bekk. Mjög samheldinn hópur enda búin að eyða hverjum degi saman síðustu fjögur árin. Auðvitað var líka mikil samkeppni eins og gengur.“ Lilja fær nú eins árs atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og stefnir því á að dvelja þar í landi næsta árið. Hún hefur fengið tilboð frá danshöfundi í New York um að taka þátt í verkefnum á hans vegum og auk þess stefnir hún á að frumsýna dansverk úr eigin smiðju í október.

„Ég ætla að nýta mér atvinnuleyfið og prófa mig áfram í bransanum hérna úti en námið opnar ýmsar dyr fyrir mann í þeim efnum.“ Nú er hins vegar komið að kærkomnu fríi fyrir Lilju sem heldur til Flórída á miðvikudaginn ásamt fjölskyldu sinni sem að sjálfsögðu voru viðstödd útskriftina á föstudaginn. „Nú ætla ég bara að njóta þess að þessum áfanga sé lokið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×