Heitar Konur í Cannes og París norðursins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. maí 2013 17:00 Nanna Kristín fór með tvö kvikmyndahandrit til Cannes og fékk góðar undirtektir. Annað þeirra er sálfræðitryllir byggður á skáldsögunni Konum eftir Steinar Braga, hitt er gamandrama sem ætlað er fyrir alþjóðlegan markað. Fréttablaðið/Anton Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona með meiru, er á ferð og flugi þessa dagana. Ekki fyrr lent á Íslandi eftir ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes til að koma eigin handritum á framfæri en hún heldur vestur á Flateyri til að leika í kvikmyndinni París norðursins. Það er engin þreytumerki á Nönnu Kristínu að sjá þegar hún svífur inn í morgunverðarsalinn á KEX-hosteli í hvítri skyrtu og dökkum gallabuxum, með uppsett hár og blik í auga. Þó eru ekki nema nokkrir klukkutímar síðan hún lenti í Keflavík eftir vel heppnaða ferð til Cannes. Hvernig stóð á ferð hennar þangað? „Ég útskrifaðist fyrir mánuði frá Vancouver Film School, þar sem ég var að læra handritagerð. Í náminu kláraði ég meðal annars tvö handrit að kvikmyndum í fullri lengd. Annað er gamandrama sem er meira hugsað fyrir alþjóðlegan markað en hitt byggir á skáldsögunni Konum eftir Steinar Braga. Þar er ég að reyna að fara meira út í sálfræðitrylli. Það væri hægt að fara mjög margar leiðir með þá sögu, það er svo margt í henni, en ég valdi þá leið að leggja áherslu á sálfræðina í stað þess að fara út í beinan hrylling. Ég er búin að vera þrjú ár að skrifa það handrit, því mér finnst oft skorta upp á að nóg rækt sé lögð við þau og þá meina ég alls ekki bara í íslenskum kvikmyndum, en það er önnur saga. Ég var sem sagt að kynna handritin mín í Cannes og það gekk alveg ótrúlega vel. Ég var á fundum með meðframleiðendum frá Svíþjóð, Danmörku og Frakklandi út af Konum og þeir vilja allir lesa handritið. Ég er að framleiða myndina hjá Zik-Zak kvikmyndum og við erum ekki búin að ákveða hvaða leið við förum og ekki búið að ráða leikstjóra, þannig að þetta er allt á byrjunarstigi, en lítur mjög vel út. Hinu handritinu var líka vel tekið og það er í skoðun hjá einum aðila.“Vinnubúðir á Flateyri Nanna Kristín hefur verið fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu, leikið í Borgarleikhúsinu, var einn af stofnendum Vesturports og hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Er hún alveg búin að leggja leikferilinn á hilluna? „Nei, nei. Ég ætlaði reyndar að vera annað ár í Vancouver því ég fæ atvinnuleyfi þar og er búin að mynda mjög góð sambönd. En þar yrði ég auðvitað dálítið að byrja frá grunni og vinna mig upp þannig að ég var svona að velta þessu fyrir mér. Þegar ég var nýkomin heim um daginn fékk ég símtal frá Magnúsi Geir sem bauð mér vinnu í afskaplega skemmtilegu og spennandi verkefni í Borgarleikhúsinu næsta vetur og ég bara gat ekki sagt nei. Ég hafði þrjá daga áður en ég fór til Cannes til að ákveða það hvort ég ætlaði að flytja heim með alla fjölskylduna eða vera áfram úti og niðurstaðan er sú að ég held að við séum bara að flytja aftur í Vesturbæinn. Allavega næsta árið.“ Alla fjölskylduna? Hvað er hún stór? „Það er maðurinn minn, Kristinn Vilbergsson, svo á ég stjúpdóttur sem er sautján ára, sex ára strák og stelpu sem er að verða þriggja ára. Þannig að þetta er stórfjölskylda.“ Og þau fluttu öll með þér út? „Já, við fórum öll. Stjúpdóttir mín er reyndar í MR en var hjá okkur í öllum fríum og um sumarið. Strákurinn fór í skóla og gekk bara rosa vel og hann er orðinn altalandi á ensku. Dóttir mín er það ung að ef hún fær ást og umhyggju þá er henni nokkuð sama hvar hún er í heiminum.“ Og svo ertu að fara til Flateyrar á morgun? „Já, já, beint frá Cannes til Flateyrar. Ég er að fara að leika í myndinni þeirra Hadda Gunna og Huldars Breiðfjörð, París norðursins. Tökurnar standa yfir í fjórar vikur þannig að ég ætla bara að gefa mér tíma til að skrifa þá daga sem ég er ekki í tökum. Fjölskyldan fer aftur til Vancouver og verður þar út júní svo sonurinn geti klárað skólann, þannig að ég verð hvort eð er ein. Það er ekkert smá flott að geta bara verið í vinnubúðum á Flateyri í mánuð. Ég hlakka líka mjög mikið til að vinna með þessum hópi. Ég hef til dæmis aldrei leikið á móti Helga Björns og þótt við Björn Thors höfum einhvern tíma verið saman í sýningum hjá Þjóðleikhúsinu hafa það verið svo stórar sýningar að við höfum ekki einu sinni hist. Svo eru þarna Sigurður Skúlason og Jón Páll Eyjólfsson, sem ég hef unnið með áður.“Stórt vandamál í Hollywood Þetta er mikið karlasafn, fylgdistu með umræðunni hér heima í kringum Edduverðlaunin um stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndageira? „Já, ég gerði það nú. Mér finnst sú umræða mjög þörf og góð. Vandamálið er ekki skortur á konum í kvikmyndagerð eða áhugi kvenna á greininni. Vandamálið er skortur á vinnu og viðurkenningu fyrir konur innan geirans. Þetta er ekki einskorðað við Ísland. Þetta er stórt vandamál í Hollywood. Ef við tökum Óskarinn sem dæmi hafa aðeins fjórar konur verið tilnefndar sem besti leikstjóri. Ein af þeim er Jane Campion, sem fékk einmitt heiðursverðlaun nú í Cannes. Hún er eina konan sem hefur nokkurn tímann hlotið þann heiður að vinna Palm D‘Or, fyrir „Piano“ árið 1993. Nú heilum tuttugu árum síðar er aðeins einn kvenleikstjóri í hópi þeirra sem eru tilnefndir til Palm D‘Or. Það gefur auga leið að það er nóg af myndum eftir konur sem eru gjaldgengar þetta árið. Auðvitað eru aðrar konur með kvikmyndir á hátíðinni eins og Sofia Coppola en mynd hennar „Bling Ring“ er tilnefnd sem Un CertainRegard en í þeim flokki eru frumlegar og öðruvísi myndir sem vert er að taka eftir. Viðfangsefnin í myndum hennar eru að mínu mati ótrúlega spennandi og frásagnarmátinn sérstakur og sannur. Þannig að, já, hún á svo sannarlega heima í flokki frumlegra og öðruvísi leikstjóra en það hlýtur að vera eitt af atriðunum sem nauðsynleg eru til að vera í hópi þeirra tuttugu leikstjóra sem eru tilnefndir til Palme D‘Or.“ Nanna Kristín kveður fast að og raddar samhljóðana, er hún að norðan? „Já, ég er fædd á Akureyri. Bjó þar samt bara í sex ár svo það er ótrúlegt að það skuli heyrast ennþá. Ég þarf stundum að vanda mig þegar ég er að leika að sleppa norðlenska framburðinum. Ég er greinilega svona föst í rótunum.“Hálf smeyk að lesa blöðin Talandi um rætur hvernig leggst það í þig að vera að flytja heim eftir árs fjarveru? Hefur eitthvað breyst? „Já, mér finnst það. Bæði jákvætt en því miður líka neikvætt. Ég er í hálfgerðu sjokki. Mér finnst svo mikið um ofbeldi og verð bara hálf smeyk þegar ég er að lesa blöðin. Ég reyndar fylgdist lítið með innlendum fréttum hér þetta ár sem ég var í burtu. Þetta var mjög intensívt nám og ég ákvað bara að vera alveg fókuseruð á það. Var líka komin með upp í kok af umræðunni í íslenskum fjölmiðlum áður en ég fór. Mér finnst samt eins og eitthvað hafi breyst, kannski er það vitleysa í mér. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að melta þennan viðsnúning að flytja heim en það er alltaf yndislegt að vera nálægt fjölskyldu og vinum. Ég ætla að njóta þess í vetur því planið er nú að flytja aftur út.“ Og hvernig er langtímaplanið? „Ég er búin að læra að það er ekki gott að plana of langt fram í tímann, það virkar yfirleitt ekki. En markmið mín eru að leikstýra eigin mynd og síðan að ná jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu. Þótt allt sé mjög spennandi núna og mér gangi vel þá eru börnin mín alltaf í fyrsta sæti og það er stutt í mömmusamviskubitið. Þannig að stærsta markmiðið er að ná jafnvægi þarna á milli til að njóta mín til fulls í vinnu og einkalífi.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona með meiru, er á ferð og flugi þessa dagana. Ekki fyrr lent á Íslandi eftir ferð á kvikmyndahátíðina í Cannes til að koma eigin handritum á framfæri en hún heldur vestur á Flateyri til að leika í kvikmyndinni París norðursins. Það er engin þreytumerki á Nönnu Kristínu að sjá þegar hún svífur inn í morgunverðarsalinn á KEX-hosteli í hvítri skyrtu og dökkum gallabuxum, með uppsett hár og blik í auga. Þó eru ekki nema nokkrir klukkutímar síðan hún lenti í Keflavík eftir vel heppnaða ferð til Cannes. Hvernig stóð á ferð hennar þangað? „Ég útskrifaðist fyrir mánuði frá Vancouver Film School, þar sem ég var að læra handritagerð. Í náminu kláraði ég meðal annars tvö handrit að kvikmyndum í fullri lengd. Annað er gamandrama sem er meira hugsað fyrir alþjóðlegan markað en hitt byggir á skáldsögunni Konum eftir Steinar Braga. Þar er ég að reyna að fara meira út í sálfræðitrylli. Það væri hægt að fara mjög margar leiðir með þá sögu, það er svo margt í henni, en ég valdi þá leið að leggja áherslu á sálfræðina í stað þess að fara út í beinan hrylling. Ég er búin að vera þrjú ár að skrifa það handrit, því mér finnst oft skorta upp á að nóg rækt sé lögð við þau og þá meina ég alls ekki bara í íslenskum kvikmyndum, en það er önnur saga. Ég var sem sagt að kynna handritin mín í Cannes og það gekk alveg ótrúlega vel. Ég var á fundum með meðframleiðendum frá Svíþjóð, Danmörku og Frakklandi út af Konum og þeir vilja allir lesa handritið. Ég er að framleiða myndina hjá Zik-Zak kvikmyndum og við erum ekki búin að ákveða hvaða leið við förum og ekki búið að ráða leikstjóra, þannig að þetta er allt á byrjunarstigi, en lítur mjög vel út. Hinu handritinu var líka vel tekið og það er í skoðun hjá einum aðila.“Vinnubúðir á Flateyri Nanna Kristín hefur verið fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu, leikið í Borgarleikhúsinu, var einn af stofnendum Vesturports og hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Er hún alveg búin að leggja leikferilinn á hilluna? „Nei, nei. Ég ætlaði reyndar að vera annað ár í Vancouver því ég fæ atvinnuleyfi þar og er búin að mynda mjög góð sambönd. En þar yrði ég auðvitað dálítið að byrja frá grunni og vinna mig upp þannig að ég var svona að velta þessu fyrir mér. Þegar ég var nýkomin heim um daginn fékk ég símtal frá Magnúsi Geir sem bauð mér vinnu í afskaplega skemmtilegu og spennandi verkefni í Borgarleikhúsinu næsta vetur og ég bara gat ekki sagt nei. Ég hafði þrjá daga áður en ég fór til Cannes til að ákveða það hvort ég ætlaði að flytja heim með alla fjölskylduna eða vera áfram úti og niðurstaðan er sú að ég held að við séum bara að flytja aftur í Vesturbæinn. Allavega næsta árið.“ Alla fjölskylduna? Hvað er hún stór? „Það er maðurinn minn, Kristinn Vilbergsson, svo á ég stjúpdóttur sem er sautján ára, sex ára strák og stelpu sem er að verða þriggja ára. Þannig að þetta er stórfjölskylda.“ Og þau fluttu öll með þér út? „Já, við fórum öll. Stjúpdóttir mín er reyndar í MR en var hjá okkur í öllum fríum og um sumarið. Strákurinn fór í skóla og gekk bara rosa vel og hann er orðinn altalandi á ensku. Dóttir mín er það ung að ef hún fær ást og umhyggju þá er henni nokkuð sama hvar hún er í heiminum.“ Og svo ertu að fara til Flateyrar á morgun? „Já, já, beint frá Cannes til Flateyrar. Ég er að fara að leika í myndinni þeirra Hadda Gunna og Huldars Breiðfjörð, París norðursins. Tökurnar standa yfir í fjórar vikur þannig að ég ætla bara að gefa mér tíma til að skrifa þá daga sem ég er ekki í tökum. Fjölskyldan fer aftur til Vancouver og verður þar út júní svo sonurinn geti klárað skólann, þannig að ég verð hvort eð er ein. Það er ekkert smá flott að geta bara verið í vinnubúðum á Flateyri í mánuð. Ég hlakka líka mjög mikið til að vinna með þessum hópi. Ég hef til dæmis aldrei leikið á móti Helga Björns og þótt við Björn Thors höfum einhvern tíma verið saman í sýningum hjá Þjóðleikhúsinu hafa það verið svo stórar sýningar að við höfum ekki einu sinni hist. Svo eru þarna Sigurður Skúlason og Jón Páll Eyjólfsson, sem ég hef unnið með áður.“Stórt vandamál í Hollywood Þetta er mikið karlasafn, fylgdistu með umræðunni hér heima í kringum Edduverðlaunin um stöðu kvenna í íslenskum kvikmyndageira? „Já, ég gerði það nú. Mér finnst sú umræða mjög þörf og góð. Vandamálið er ekki skortur á konum í kvikmyndagerð eða áhugi kvenna á greininni. Vandamálið er skortur á vinnu og viðurkenningu fyrir konur innan geirans. Þetta er ekki einskorðað við Ísland. Þetta er stórt vandamál í Hollywood. Ef við tökum Óskarinn sem dæmi hafa aðeins fjórar konur verið tilnefndar sem besti leikstjóri. Ein af þeim er Jane Campion, sem fékk einmitt heiðursverðlaun nú í Cannes. Hún er eina konan sem hefur nokkurn tímann hlotið þann heiður að vinna Palm D‘Or, fyrir „Piano“ árið 1993. Nú heilum tuttugu árum síðar er aðeins einn kvenleikstjóri í hópi þeirra sem eru tilnefndir til Palm D‘Or. Það gefur auga leið að það er nóg af myndum eftir konur sem eru gjaldgengar þetta árið. Auðvitað eru aðrar konur með kvikmyndir á hátíðinni eins og Sofia Coppola en mynd hennar „Bling Ring“ er tilnefnd sem Un CertainRegard en í þeim flokki eru frumlegar og öðruvísi myndir sem vert er að taka eftir. Viðfangsefnin í myndum hennar eru að mínu mati ótrúlega spennandi og frásagnarmátinn sérstakur og sannur. Þannig að, já, hún á svo sannarlega heima í flokki frumlegra og öðruvísi leikstjóra en það hlýtur að vera eitt af atriðunum sem nauðsynleg eru til að vera í hópi þeirra tuttugu leikstjóra sem eru tilnefndir til Palme D‘Or.“ Nanna Kristín kveður fast að og raddar samhljóðana, er hún að norðan? „Já, ég er fædd á Akureyri. Bjó þar samt bara í sex ár svo það er ótrúlegt að það skuli heyrast ennþá. Ég þarf stundum að vanda mig þegar ég er að leika að sleppa norðlenska framburðinum. Ég er greinilega svona föst í rótunum.“Hálf smeyk að lesa blöðin Talandi um rætur hvernig leggst það í þig að vera að flytja heim eftir árs fjarveru? Hefur eitthvað breyst? „Já, mér finnst það. Bæði jákvætt en því miður líka neikvætt. Ég er í hálfgerðu sjokki. Mér finnst svo mikið um ofbeldi og verð bara hálf smeyk þegar ég er að lesa blöðin. Ég reyndar fylgdist lítið með innlendum fréttum hér þetta ár sem ég var í burtu. Þetta var mjög intensívt nám og ég ákvað bara að vera alveg fókuseruð á það. Var líka komin með upp í kok af umræðunni í íslenskum fjölmiðlum áður en ég fór. Mér finnst samt eins og eitthvað hafi breyst, kannski er það vitleysa í mér. Ég hef ekki haft mikinn tíma til að melta þennan viðsnúning að flytja heim en það er alltaf yndislegt að vera nálægt fjölskyldu og vinum. Ég ætla að njóta þess í vetur því planið er nú að flytja aftur út.“ Og hvernig er langtímaplanið? „Ég er búin að læra að það er ekki gott að plana of langt fram í tímann, það virkar yfirleitt ekki. En markmið mín eru að leikstýra eigin mynd og síðan að ná jafnvægi milli vinnu og fjölskyldu. Þótt allt sé mjög spennandi núna og mér gangi vel þá eru börnin mín alltaf í fyrsta sæti og það er stutt í mömmusamviskubitið. Þannig að stærsta markmiðið er að ná jafnvægi þarna á milli til að njóta mín til fulls í vinnu og einkalífi.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira