Efnileg vöðvabúnt 23. maí 2013 11:15 Dwayne Johnson (t.v.) og Vin Diesel. Mynd/Getty Hasarmyndin Fast and Furious 6 var frumsýnd í gær. Kvikmyndin skartar Vin Diesel og Dwayne Johnson í aðalhlutverkum. Vöðvabúntin eru bæði afar hæfileikaríkir menn og vita fáir að Johnson er með BA-gráðu í lífeðlisfræði. Fréttablaðið tók saman nokkra fróðleiksmola um þessa fræknu kappa. Vin Diesel Mark Sinclair Vincent fæddist 18. júlí árið 1967 í New York. Diesel er sonur Deloru stjörnuspekings, en hefur aldrei hitt blóðföður sinn. Stjúpfaðir Diesels, Irving, er af afrískum uppruna og er leikhússtjóri. Diesel á tvíburabróður, Paul, yngri bróður, Tim, og eina systur, Samönthu. Diesel lék fyrsta hlutverk sitt aðeins sjö ára gamall í uppfærslu barnaleikritsins Dinosaur Door. Hann tók upp nafnið Vin Diesel þegar hann starfaði sem dyravörður á skemmtistaðnum Tunnel í New York. Vin er stytting á eftirnafni hans og Diesel er gælunafn sem vinir leikarans kölluðu hann. Fyrsta kvikmyndahlutverk Diesels var lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Awakenings frá árinu 1990. z Leikarinn segist hafa farið í mútur 15 ára gamall og hefur verið einstaklega dimmraddaður allar götur síðan. Árið 2001 átti Diesel í stuttu sambandi við mótleikkonu sína í The Fast and the Furious, Michelle Rodriguez. Diesel á dótturina Hania Riley, sem er fimm ára gömul, með kærustu sinni, fyrirsætunni Palomu Jimenez. Helsta áhugamál Diesels er borðspilið Dungeons & Dragons, sem hann hefur spilað reglulega í yfir 20 ár.Dwayne Johnson Dwayne Douglas Johnson fæddist 2. maí árið 1972 í Kaliforníu. Hann er sonur Ata Johnson, fædd Maivia, og glímumannsins Rocky Johnson. Móðurafi hans, Samóa-höfðinginn Peter Maivia, var einnig glímumaður og var móðuramma hans, Lia Maivia, einn af fáum kvenkyns glímumótshöldurum. Frændur hans, Afa og Sika Anoa‘i, voru einnig glímumenn, sem og frændsystkini hans Manu, Yokozuna, Rikishi, Rosey og Umaga. Johnson lék bandarískan ruðning í menntaskóla en sneri sér svo alfarið að glímu. Hann varð fyrsti glímumaðurinn af þriðju kynslóð glímumanna hjá WWF. Hann gekk fyrst undir nafninu Rocky Maivia sem síðar varð einfaldlega The Rock, eða Grjótið. Johnson hefur unnið 17 titla í glímuíþróttinni. Vinsældir Johnsons innan WWF má meðal annars rekja til mælsku hans og persónutöfra. Johnson útskrifaðist með BA-gráðu frá Háskólanum í Miami árið 1995. Þar lagði hann stund á afbrota- og lífeðlisfræði. Árið 2000 kom bókin The Rock Says… út. Bókin er sjálfsævisaga Johnsons og sat efst á metsölulista The New York Times vikuna sem hún kom út. Fyrsta kvikmyndahlutverk Johnsons var í kvikmyndinni Longshot sem kom út árið 2000. Fyrsta alvöruhlutverk hans var þó sem The Scorpion King í kvikmyndinni The Mummy Returns. Johnson giftist Dany Garcia þann 3. maí árið 1997, degi eftir að hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt. Dóttir þeirra, Simone Alexandra, fæddist í ágúst árið 2001. Hjónin skildu árið 2007 en eru ennþá mjög náin. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hasarmyndin Fast and Furious 6 var frumsýnd í gær. Kvikmyndin skartar Vin Diesel og Dwayne Johnson í aðalhlutverkum. Vöðvabúntin eru bæði afar hæfileikaríkir menn og vita fáir að Johnson er með BA-gráðu í lífeðlisfræði. Fréttablaðið tók saman nokkra fróðleiksmola um þessa fræknu kappa. Vin Diesel Mark Sinclair Vincent fæddist 18. júlí árið 1967 í New York. Diesel er sonur Deloru stjörnuspekings, en hefur aldrei hitt blóðföður sinn. Stjúpfaðir Diesels, Irving, er af afrískum uppruna og er leikhússtjóri. Diesel á tvíburabróður, Paul, yngri bróður, Tim, og eina systur, Samönthu. Diesel lék fyrsta hlutverk sitt aðeins sjö ára gamall í uppfærslu barnaleikritsins Dinosaur Door. Hann tók upp nafnið Vin Diesel þegar hann starfaði sem dyravörður á skemmtistaðnum Tunnel í New York. Vin er stytting á eftirnafni hans og Diesel er gælunafn sem vinir leikarans kölluðu hann. Fyrsta kvikmyndahlutverk Diesels var lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Awakenings frá árinu 1990. z Leikarinn segist hafa farið í mútur 15 ára gamall og hefur verið einstaklega dimmraddaður allar götur síðan. Árið 2001 átti Diesel í stuttu sambandi við mótleikkonu sína í The Fast and the Furious, Michelle Rodriguez. Diesel á dótturina Hania Riley, sem er fimm ára gömul, með kærustu sinni, fyrirsætunni Palomu Jimenez. Helsta áhugamál Diesels er borðspilið Dungeons & Dragons, sem hann hefur spilað reglulega í yfir 20 ár.Dwayne Johnson Dwayne Douglas Johnson fæddist 2. maí árið 1972 í Kaliforníu. Hann er sonur Ata Johnson, fædd Maivia, og glímumannsins Rocky Johnson. Móðurafi hans, Samóa-höfðinginn Peter Maivia, var einnig glímumaður og var móðuramma hans, Lia Maivia, einn af fáum kvenkyns glímumótshöldurum. Frændur hans, Afa og Sika Anoa‘i, voru einnig glímumenn, sem og frændsystkini hans Manu, Yokozuna, Rikishi, Rosey og Umaga. Johnson lék bandarískan ruðning í menntaskóla en sneri sér svo alfarið að glímu. Hann varð fyrsti glímumaðurinn af þriðju kynslóð glímumanna hjá WWF. Hann gekk fyrst undir nafninu Rocky Maivia sem síðar varð einfaldlega The Rock, eða Grjótið. Johnson hefur unnið 17 titla í glímuíþróttinni. Vinsældir Johnsons innan WWF má meðal annars rekja til mælsku hans og persónutöfra. Johnson útskrifaðist með BA-gráðu frá Háskólanum í Miami árið 1995. Þar lagði hann stund á afbrota- og lífeðlisfræði. Árið 2000 kom bókin The Rock Says… út. Bókin er sjálfsævisaga Johnsons og sat efst á metsölulista The New York Times vikuna sem hún kom út. Fyrsta kvikmyndahlutverk Johnsons var í kvikmyndinni Longshot sem kom út árið 2000. Fyrsta alvöruhlutverk hans var þó sem The Scorpion King í kvikmyndinni The Mummy Returns. Johnson giftist Dany Garcia þann 3. maí árið 1997, degi eftir að hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt. Dóttir þeirra, Simone Alexandra, fæddist í ágúst árið 2001. Hjónin skildu árið 2007 en eru ennþá mjög náin.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira