Efnileg vöðvabúnt 23. maí 2013 11:15 Dwayne Johnson (t.v.) og Vin Diesel. Mynd/Getty Hasarmyndin Fast and Furious 6 var frumsýnd í gær. Kvikmyndin skartar Vin Diesel og Dwayne Johnson í aðalhlutverkum. Vöðvabúntin eru bæði afar hæfileikaríkir menn og vita fáir að Johnson er með BA-gráðu í lífeðlisfræði. Fréttablaðið tók saman nokkra fróðleiksmola um þessa fræknu kappa. Vin Diesel Mark Sinclair Vincent fæddist 18. júlí árið 1967 í New York. Diesel er sonur Deloru stjörnuspekings, en hefur aldrei hitt blóðföður sinn. Stjúpfaðir Diesels, Irving, er af afrískum uppruna og er leikhússtjóri. Diesel á tvíburabróður, Paul, yngri bróður, Tim, og eina systur, Samönthu. Diesel lék fyrsta hlutverk sitt aðeins sjö ára gamall í uppfærslu barnaleikritsins Dinosaur Door. Hann tók upp nafnið Vin Diesel þegar hann starfaði sem dyravörður á skemmtistaðnum Tunnel í New York. Vin er stytting á eftirnafni hans og Diesel er gælunafn sem vinir leikarans kölluðu hann. Fyrsta kvikmyndahlutverk Diesels var lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Awakenings frá árinu 1990. z Leikarinn segist hafa farið í mútur 15 ára gamall og hefur verið einstaklega dimmraddaður allar götur síðan. Árið 2001 átti Diesel í stuttu sambandi við mótleikkonu sína í The Fast and the Furious, Michelle Rodriguez. Diesel á dótturina Hania Riley, sem er fimm ára gömul, með kærustu sinni, fyrirsætunni Palomu Jimenez. Helsta áhugamál Diesels er borðspilið Dungeons & Dragons, sem hann hefur spilað reglulega í yfir 20 ár.Dwayne Johnson Dwayne Douglas Johnson fæddist 2. maí árið 1972 í Kaliforníu. Hann er sonur Ata Johnson, fædd Maivia, og glímumannsins Rocky Johnson. Móðurafi hans, Samóa-höfðinginn Peter Maivia, var einnig glímumaður og var móðuramma hans, Lia Maivia, einn af fáum kvenkyns glímumótshöldurum. Frændur hans, Afa og Sika Anoa‘i, voru einnig glímumenn, sem og frændsystkini hans Manu, Yokozuna, Rikishi, Rosey og Umaga. Johnson lék bandarískan ruðning í menntaskóla en sneri sér svo alfarið að glímu. Hann varð fyrsti glímumaðurinn af þriðju kynslóð glímumanna hjá WWF. Hann gekk fyrst undir nafninu Rocky Maivia sem síðar varð einfaldlega The Rock, eða Grjótið. Johnson hefur unnið 17 titla í glímuíþróttinni. Vinsældir Johnsons innan WWF má meðal annars rekja til mælsku hans og persónutöfra. Johnson útskrifaðist með BA-gráðu frá Háskólanum í Miami árið 1995. Þar lagði hann stund á afbrota- og lífeðlisfræði. Árið 2000 kom bókin The Rock Says… út. Bókin er sjálfsævisaga Johnsons og sat efst á metsölulista The New York Times vikuna sem hún kom út. Fyrsta kvikmyndahlutverk Johnsons var í kvikmyndinni Longshot sem kom út árið 2000. Fyrsta alvöruhlutverk hans var þó sem The Scorpion King í kvikmyndinni The Mummy Returns. Johnson giftist Dany Garcia þann 3. maí árið 1997, degi eftir að hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt. Dóttir þeirra, Simone Alexandra, fæddist í ágúst árið 2001. Hjónin skildu árið 2007 en eru ennþá mjög náin. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Hasarmyndin Fast and Furious 6 var frumsýnd í gær. Kvikmyndin skartar Vin Diesel og Dwayne Johnson í aðalhlutverkum. Vöðvabúntin eru bæði afar hæfileikaríkir menn og vita fáir að Johnson er með BA-gráðu í lífeðlisfræði. Fréttablaðið tók saman nokkra fróðleiksmola um þessa fræknu kappa. Vin Diesel Mark Sinclair Vincent fæddist 18. júlí árið 1967 í New York. Diesel er sonur Deloru stjörnuspekings, en hefur aldrei hitt blóðföður sinn. Stjúpfaðir Diesels, Irving, er af afrískum uppruna og er leikhússtjóri. Diesel á tvíburabróður, Paul, yngri bróður, Tim, og eina systur, Samönthu. Diesel lék fyrsta hlutverk sitt aðeins sjö ára gamall í uppfærslu barnaleikritsins Dinosaur Door. Hann tók upp nafnið Vin Diesel þegar hann starfaði sem dyravörður á skemmtistaðnum Tunnel í New York. Vin er stytting á eftirnafni hans og Diesel er gælunafn sem vinir leikarans kölluðu hann. Fyrsta kvikmyndahlutverk Diesels var lítið aukahlutverk í kvikmyndinni Awakenings frá árinu 1990. z Leikarinn segist hafa farið í mútur 15 ára gamall og hefur verið einstaklega dimmraddaður allar götur síðan. Árið 2001 átti Diesel í stuttu sambandi við mótleikkonu sína í The Fast and the Furious, Michelle Rodriguez. Diesel á dótturina Hania Riley, sem er fimm ára gömul, með kærustu sinni, fyrirsætunni Palomu Jimenez. Helsta áhugamál Diesels er borðspilið Dungeons & Dragons, sem hann hefur spilað reglulega í yfir 20 ár.Dwayne Johnson Dwayne Douglas Johnson fæddist 2. maí árið 1972 í Kaliforníu. Hann er sonur Ata Johnson, fædd Maivia, og glímumannsins Rocky Johnson. Móðurafi hans, Samóa-höfðinginn Peter Maivia, var einnig glímumaður og var móðuramma hans, Lia Maivia, einn af fáum kvenkyns glímumótshöldurum. Frændur hans, Afa og Sika Anoa‘i, voru einnig glímumenn, sem og frændsystkini hans Manu, Yokozuna, Rikishi, Rosey og Umaga. Johnson lék bandarískan ruðning í menntaskóla en sneri sér svo alfarið að glímu. Hann varð fyrsti glímumaðurinn af þriðju kynslóð glímumanna hjá WWF. Hann gekk fyrst undir nafninu Rocky Maivia sem síðar varð einfaldlega The Rock, eða Grjótið. Johnson hefur unnið 17 titla í glímuíþróttinni. Vinsældir Johnsons innan WWF má meðal annars rekja til mælsku hans og persónutöfra. Johnson útskrifaðist með BA-gráðu frá Háskólanum í Miami árið 1995. Þar lagði hann stund á afbrota- og lífeðlisfræði. Árið 2000 kom bókin The Rock Says… út. Bókin er sjálfsævisaga Johnsons og sat efst á metsölulista The New York Times vikuna sem hún kom út. Fyrsta kvikmyndahlutverk Johnsons var í kvikmyndinni Longshot sem kom út árið 2000. Fyrsta alvöruhlutverk hans var þó sem The Scorpion King í kvikmyndinni The Mummy Returns. Johnson giftist Dany Garcia þann 3. maí árið 1997, degi eftir að hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt. Dóttir þeirra, Simone Alexandra, fæddist í ágúst árið 2001. Hjónin skildu árið 2007 en eru ennþá mjög náin.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira