Lífið

Þúsundasti viðburðurinn

Tónleika- og skemmtistaðurinn Faktorý heldur þúsundasta viðburðinn.
Tónleika- og skemmtistaðurinn Faktorý heldur þúsundasta viðburðinn. fréttablaðið/gva
Í tilefni af þúsundasta viðburði tónleika- og skemmtistaðarins Faktorý verður boðið til stórveislu hvítasunnudaginn 19. maí.

Til að fagna þessum merka áfanga verða fluttir inn plötusnúðarnir wAFF frá útgáfunni Hot Creations og De Puta Madre frá útgáfunni DPM. Þeim til halds og traust verða Dj Margeir, BenSol og Rix. Frítt verður inn í boði Smirnoff og Tuborg.

Viðburðurinn er liður í því að minna fólk á mikilvægi þessa þriggja ára tónleikastaðar, sem samkvæmt nýju deiluskipulagi Reykjavíkurborgar þarf að víkja fyrir risa hóteli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.