1. maí – framtíðarsýn Bandalags háskólamanna Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumótun til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlanagerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnumarkaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumarkaður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskólamenntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni.Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maímánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomnar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskur vinnumarkaður er auðlindadrifinn, framleiðni lág og vinnutími langur. Þannig má í stuttu máli draga saman niðurstöður greiningar McKinsey-ráðgjafahópsins, sem gaf frá sér skýrslu um hagsæld og vaxtarmöguleika Íslands síðastliðið haust. Sóknarfæri felast öðru fremur í eflingu hins alþjóðlega hluta vinnumarkaðarins, sem ekki er háður landfræðilegum auðlindum. Það kallar á hærra menntunarstig og markvissara samspil menntunar og atvinnulífs. Framleiðnivandinn er ekki hvað síst í verslun og þjónustu, þar er hagnaður af unnum tímum hvað minnstur. Uppbygging á vinnumarkaði verður að horfa til þess að störf færist frá þessum geira frekar en að bætast þar við. Í alþjóðlegum samanburði á Ísland langt í land hvað varðar áætlanagerð og stefnumótun til langs tíma. Vertíðarhugsun á vissulega sinn sess í sögu okkar hvað varðar lífsafkomu í harðbýlu landi, en hraðar breytingar á undanförnum áratugum ættu þó að leiða okkur inn á nýjar brautir. Að vinna mikið og vinna hratt er ekki lengur eina forsendan fyrir því að komast af og alls ekki vænlegt til árangurs þegar samkeppni við nágrannalöndin er annars vegar.Framþróun á vinnumarkaði Það er mat Bandalags háskólamanna (BHM) að áherslubreyting þurfi að verða í stefnumótun á íslenskum vinnumarkaði. Háskólamenntuðu vinnuafli fer ört fjölgandi og því er brýnt að tillit sé tekið til þess við áætlanagerð í kjaramálum á öllum sviðum. Markviss fjölgun starfa á íslenskum vinnumarkaði má alls ekki horfa fram hjá þessum hópi, enda myndi slíkt bitna á öllum, ekki síst ófaglærðum. Það mun ekki ganga til lengdar að treysta á að vinnumarkaður háskólamenntaðra verði til af sjálfu sér, eins og hingað til hefur verið gert. Uppbyggingu starfa fyrir háskólamenntaða, hvort sem hún er undir merkjum nýsköpunar, sprotastarfs eða skapandi greina, ber síst að skoða sem atlögu að hefðbundnum starfsgreinum. Þvert á móti er það mikill styrkur þegar saman fer rótgróin starfsemi og ný færni.Kjör og réttindi Sögulega séð hefur stærsti viðsemjandi aðildarfélaga BHM verið hið opinbera. Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun félagsmanna á almennum vinnumarkaði, auk þess sem störf hjá hinu opinbera færast frá því að teljast ófaglærð í að krefjast fagþekkingar. Þessar breytingar kalla á nýja nálgun við samningagerð, enda verður samkomulag um laun háskólamenntaðra, hvort sem er á almennum eða opinberum vinnumarkaði, að endurspegla að söluvaran er sérfræðiþekking. Kjarasamningar sem byggja á hugmyndafræði uppmælingar eru illa næmir á verðmæti þekkingar. Þennan tiltekna upphafsdag maímánaðar hlýtur forysta launafólks að vera meðvituð um framkomnar hugmyndir um nýja þjóðarsátt. Ef víxlverkanir launahækkana og gengisfellinga eru að bresta á verður sú samræða óhjákvæmileg. Og þennan maídag, nú sem fyrr, svífur landlægur launamunur kynja yfir vötnum og virðist ekki ætla að hypja sig í bráð. Mun þjóðarsátt um kjör fela í sér samkomulag um stöðnun eða afturför í jafnréttismálum? Og mun ný þjóðarsátt, eins og sú fyrri og nýlegur stöðugleikasáttmáli frá 2009, verða á kostnað háskólamenntaðs millitekjufólks? Getur einhver sætt sig við það? Forsenda fyrir bættum réttindum á vinnumarkaði er blómlegt atvinnulíf sem horfir til framtíðar. Hagsæld á vinnumarkaði byggir á sterku menntastigi og góðri nýtingu þekkingar á öllum sviðum. Íslenskur vinnumarkaður verður að nýta vaxtarmöguleikana sem fylgja hækkuðu menntastigi og framsækinni þróun starfa sem ekki byggja á nýtingu náttúrugæða. Ef það mistekst mun umræða framtíðarinnar um velferð á vinnumarkaði einkennast af stöðnun. Horfum því fram á veginn, mótum trúverðuga framtíðarsýn og nýjar áherslur á grunni sterkara samspils menntunar og vinnumarkaðar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar