Innlent

Fé veitt til aukinnar landvörslu

Svavar Hávarðsson skrifar
Markvisst er unnið að því að byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og í þjóðgörðum landsins. fréttablaðið/pjetur
Markvisst er unnið að því að byggja upp aðstöðu á ferðamannastöðum og í þjóðgörðum landsins. fréttablaðið/pjetur
Sérstök fjárveiting frá stjórnvöldum, 20 milljónir króna, var samþykkt nýlega til aukinnar landvörslu á friðlýstum svæðum og vinsælum ferðamannastöðum. Þetta er gert til að bregðast við versnandi ástandi fjölsóttra ferðamannastaða vegna aukins ágangs ferðafólks.

Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að mikil aukning ferðamanna til Íslands kalli á verulegt átak í uppbyggingu innviða á friðlýstum svæðum, en jafnframt verulega aukna landvörslu; fræðslu, umsjón og eftirlit. Samkvæmt fjárfestingaráætlun verða á næstu þremur árum veittar 500 milljónir króna árlega til uppbyggingar ferðamannastaða og 250 milljónir króna árlega til uppbyggingar þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Gangi spár eftir má gera ráð fyrir að komur ferðamanna til landsins nái einni milljón innan fárra ára. Samkvæmt Ferðamálastofu nam fjöldi erlendra gesta um Leifsstöð um 647 þúsundum á árinu 2012, sem er tæplega 20% aukning frá árinu áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×