Þarf ekki að rukka kistulagningargjald Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. apríl 2013 07:00 Rúnar Geirmundsson neitaði að innheimta gjöld á útfarir og kistulagningar fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur.Fréttablaðið/Daníel „Þetta mál hefur legið þungt á okkur í eitt og hálft ár,“ segir Rúnar Geirmundsson, eigandi Útfararþjónustunnar sem í gær var sýknuð af kröfu Kirkjugarða Reykjavíkur um greiðslu gjalds við útfarir og kistulagningar í kirkjunni og kapellunni í Fossvogi. Kirkjugarðar Reykjavíkur settu gjaldið á í ársbyrjun 2012. Það er 3.500 krónur fyrir kapelluna og 6.500 krónur fyrir kirkjuna. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna, segir gjaldinu ætlað að vega upp á móti kostnaði við húsnæðið þótt því fari fjarri að það endurspegli hann allan. Eðlilegt hafi þótt að útfararstofur önnuðust innheimtuna. „Við erum svolítið hissa,“ segir Þórsteinn. „Dómarinn telur að viðkomandi útfararstofa eigi ekki aðild að málinu. Þannig að það gilda ekki sömu hefðbundnu viðskiptavenjur gagnvart Kirkjugörðunum og öðrum kirkjum.“ Rúnar minnir á að á árunum 2004 til 2006 hafi Kirkjugarðarnir lagt á líkhúsgjald sem umboðsmaður Alþingis hafi sagt ólöglegt þar sem fyrir því væri ekki lagaheimild. Nú hafi verið reynt að koma á nýju gjaldi og lagt fyrir útfararþjónustur að innheimta það af viðskiptavinum. „Þetta eru peningar sem við höfum alltaf neitað að rukka og höfum aldrei rukkað. Niðurstaðan er komin og þeir hafa enga heimild til að skikka fyrirtæki úti í bæ til að rukka fyrir sig gjald; hvort sem það er löglegt eða ólöglegt,“ segir Rúnar. Þórsteinn segir Kirkjugarðana muna um gjaldið því þeir hafi verið reknir með tapi síðastliðin tvö ár. Ekki var tekin afstaða til þess í Héraðsdómi Reykjavíkur hvort gjaldið sé löglegt eða ekki. Þórsteinn bendir á að í líkhúsgjaldamálinu hafi umboðsmaður Alþingis lagt til að heimildir í lögum yrðu gerðar skýrari. Þetta hafi ekki gerst. „Heppilegast væri fyrir alla að menn tækju á honum stóra sínum í innanríkisráðuneytinu og kæmu því á hreint hvort setja eigi þetta sem heimild í lögum eða ekki. Ég væri mjög sáttur við að niðurstaðan á löggjafarsamkundunni yrði að það væri ekki leyft. Þá yrðum við bara að velta við öðrum steinum. Á meðan þetta hangir svona í lausu lofti er öllum gert mjög erfitt fyrir,“ segir Þórsteinn. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
„Þetta mál hefur legið þungt á okkur í eitt og hálft ár,“ segir Rúnar Geirmundsson, eigandi Útfararþjónustunnar sem í gær var sýknuð af kröfu Kirkjugarða Reykjavíkur um greiðslu gjalds við útfarir og kistulagningar í kirkjunni og kapellunni í Fossvogi. Kirkjugarðar Reykjavíkur settu gjaldið á í ársbyrjun 2012. Það er 3.500 krónur fyrir kapelluna og 6.500 krónur fyrir kirkjuna. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna, segir gjaldinu ætlað að vega upp á móti kostnaði við húsnæðið þótt því fari fjarri að það endurspegli hann allan. Eðlilegt hafi þótt að útfararstofur önnuðust innheimtuna. „Við erum svolítið hissa,“ segir Þórsteinn. „Dómarinn telur að viðkomandi útfararstofa eigi ekki aðild að málinu. Þannig að það gilda ekki sömu hefðbundnu viðskiptavenjur gagnvart Kirkjugörðunum og öðrum kirkjum.“ Rúnar minnir á að á árunum 2004 til 2006 hafi Kirkjugarðarnir lagt á líkhúsgjald sem umboðsmaður Alþingis hafi sagt ólöglegt þar sem fyrir því væri ekki lagaheimild. Nú hafi verið reynt að koma á nýju gjaldi og lagt fyrir útfararþjónustur að innheimta það af viðskiptavinum. „Þetta eru peningar sem við höfum alltaf neitað að rukka og höfum aldrei rukkað. Niðurstaðan er komin og þeir hafa enga heimild til að skikka fyrirtæki úti í bæ til að rukka fyrir sig gjald; hvort sem það er löglegt eða ólöglegt,“ segir Rúnar. Þórsteinn segir Kirkjugarðana muna um gjaldið því þeir hafi verið reknir með tapi síðastliðin tvö ár. Ekki var tekin afstaða til þess í Héraðsdómi Reykjavíkur hvort gjaldið sé löglegt eða ekki. Þórsteinn bendir á að í líkhúsgjaldamálinu hafi umboðsmaður Alþingis lagt til að heimildir í lögum yrðu gerðar skýrari. Þetta hafi ekki gerst. „Heppilegast væri fyrir alla að menn tækju á honum stóra sínum í innanríkisráðuneytinu og kæmu því á hreint hvort setja eigi þetta sem heimild í lögum eða ekki. Ég væri mjög sáttur við að niðurstaðan á löggjafarsamkundunni yrði að það væri ekki leyft. Þá yrðum við bara að velta við öðrum steinum. Á meðan þetta hangir svona í lausu lofti er öllum gert mjög erfitt fyrir,“ segir Þórsteinn.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira