Ísland í baksýnisspeglinum - Siggi í Hjálmum flytur til Noregs Freyr Bjarnason skrifar 30. apríl 2013 13:00 „Ég er bara að flýja úr landi. Mig grunaði hvernig kosningarnar myndu fara þannig að ég hef bara hraðann á,“ segir Sigurður Guðmundsson úr Hjálmum og Memfismafíunni í léttum dúr. Sigurður flytur til Noregs um mánaðamótin júlí/ágúst ásamt fjölskyldu sinni. „Við ákváðum bara að prófa eitthvað nýtt og fá aðeins víðari sýn á þetta litla heimasker hérna,“ segir hann og stefnir á að búa í Ósló í að minnsta kosti tvö ár. „Ég held að það verði ágætt að hvíla sig aðeins á Íslandi í smá tíma.“ Eiginkona Sigurðar, sem er uppalin í Noregi, er komin með vinnu þar í landi og dóttir þeirra er komin með leikskólapláss. Sjálfur segist hann ekki vita hvað hann ætlar að gera. „Það er ekkert fastneglt tónlistarlega. Ég ætla bara að lenda á götunni og sjá hvað gerist.“ Aðspurður hvað verði um Hjálma segist hann ekki hafa áhyggjur af því. „Um árið vorum við að reka Hjálma með þremur Svíum sem bjuggu í Svíþjóð. Það er ekki eins og ég sé að fara yfir hálfan hnöttinn. Við erum þar að auki búnir að spila svo mikið á Íslandi að við höldum okkur aðeins til hlés. En við erum ekkert að fara að leggja upp laupana.“ Hjálmar gáfu nýverið út plötuna Dub of Doom með finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor. „Ég er gríðarlega ánægður með hana,“ segir hann. Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að hlusta á lagið Messenger of Bad News af nýju plötunni. Hægt er að nálgast hana á Tónlist.is.Forsíðuteikning Dub of Doom, nýju plötunnar með Hjálmum og Jimi Tenor. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
„Ég er bara að flýja úr landi. Mig grunaði hvernig kosningarnar myndu fara þannig að ég hef bara hraðann á,“ segir Sigurður Guðmundsson úr Hjálmum og Memfismafíunni í léttum dúr. Sigurður flytur til Noregs um mánaðamótin júlí/ágúst ásamt fjölskyldu sinni. „Við ákváðum bara að prófa eitthvað nýtt og fá aðeins víðari sýn á þetta litla heimasker hérna,“ segir hann og stefnir á að búa í Ósló í að minnsta kosti tvö ár. „Ég held að það verði ágætt að hvíla sig aðeins á Íslandi í smá tíma.“ Eiginkona Sigurðar, sem er uppalin í Noregi, er komin með vinnu þar í landi og dóttir þeirra er komin með leikskólapláss. Sjálfur segist hann ekki vita hvað hann ætlar að gera. „Það er ekkert fastneglt tónlistarlega. Ég ætla bara að lenda á götunni og sjá hvað gerist.“ Aðspurður hvað verði um Hjálma segist hann ekki hafa áhyggjur af því. „Um árið vorum við að reka Hjálma með þremur Svíum sem bjuggu í Svíþjóð. Það er ekki eins og ég sé að fara yfir hálfan hnöttinn. Við erum þar að auki búnir að spila svo mikið á Íslandi að við höldum okkur aðeins til hlés. En við erum ekkert að fara að leggja upp laupana.“ Hjálmar gáfu nýverið út plötuna Dub of Doom með finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor. „Ég er gríðarlega ánægður með hana,“ segir hann. Í spilaranum hér fyrir ofan er hægt að hlusta á lagið Messenger of Bad News af nýju plötunni. Hægt er að nálgast hana á Tónlist.is.Forsíðuteikning Dub of Doom, nýju plötunnar með Hjálmum og Jimi Tenor.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira