Lífið

Johnny Depp í söngvamynd

Leikarinn er í viðræðum um að leika í Into The Woods.
Leikarinn er í viðræðum um að leika í Into The Woods.
Johnny Depp er í viðræðum um að leika í söngvamyndinni Into The Woods í leikstjórn Robs Marshall. Myndin verður gerð eftir ævintýrasöngleik þeirra Stephens Sondheim og James Lapine.

Depp á að leika mann sem ferðast inn í skóg með eiginkonu sinni í leit að norninni sem lagði á þau álög.

Á ferðalaginu hitta þau ýmsar persónur úr Disney-ævintýrunum, þar á meðal Öskubusku, Jóa úr Jóa og baunagrasinu og Rauðhettu. Meryl Streep hefur verið orðuð við hlutverk nornarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.