Lífið

12 eplakassar af vínylplötum

Freyr Bjarnason skrifar
Tólf eplakassar af vínilplötum verða til sölu.
Tólf eplakassar af vínilplötum verða til sölu. Fréttablaðið/GVA
Tónlistarspekúlantinn Dr. Gunni ætlar að selja vínylplötusafnið sitt í Kolaportinu í dag. Einhverjar bækur og geisladiskar verða einnig til sölu.

Gunni ætlar að koma sér fyrir í tveimur básum og hefst salan klukkan 11. Allar vínylplöturnar hans verða til sölu nema plötur Bítlanna og hljómsveitarinnar XTC, sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum.

„Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Gunni. „Ég hef ekki talið hvað þetta eru margar plötur en þetta eru tólf sneisafullir eplakassar í boði Víðis matvörubúðar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.