Lífið

Sigur Rós með nýjan Ísjaka

sigur rós
Hljómsveitin hefur sent frá sér lagið Ísjaki.
fréttablaðið/valli
sigur rós Hljómsveitin hefur sent frá sér lagið Ísjaki. fréttablaðið/valli
Hljómsveitin Sigur Rós hefur sent frá sér myndband við lagið Ísjaki sem verður á næstu plötu sveitarinnar. Hún nefnist Kveikur og kemur út um miðjan júní.

Sigur Rós er nýkomin heim til Íslands eftir vel heppnaða tónleikaferð um Norður-Ameríku.

Tónleikaferðalögum sveitarinnar er langt í frá lokið því 10. maí spilar hún í Indónesíu og ferðast svo til Japans, Kína, Bandaríkjanna og verður svo um alla Evrópu í sumar. Síðustu tónleikarnir hafa verið bókaðir 28. nóvember í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.