Lífið

Röyksopp stígur á stokk

vinsælir Svein Berge og Torbjørn Brundtland hafa náð vinsældum um allan heim á síðustu 15 árum.
Nordicphotos/Getty
vinsælir Svein Berge og Torbjørn Brundtland hafa náð vinsældum um allan heim á síðustu 15 árum. Nordicphotos/Getty
Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival.

Tvíeykið samanstendur af þeim Svein Berge og Torbjørn Brundtland og hafa þeir náð gríðarlegum vinsældum um allan heim á þeim 15 árum sem þeir hafa verið starfandi. Þrátt fyrir að hafa ferðast og spilað um allan heim er þetta í fyrsta skipti sem þeir heimsækja Ísland.

Tónlist Röyksopp hefur verið notuð í ýmsar bíómyndir og auglýsingar og gerði breska símafyrirtækið T-Mobile lag þeirra So Easy til að mynda afar vinsælt þegar þeir notuðu það í auglýsingu sinni. Auk þess hafa þeir félagar meðal annars búið til tónlist fyrir með Apple tölvurisann. Þeir hafa náð að koma sér á hina ýmsu vinsældarlista um allan heim og unnið til norsku Spellemannprisen verðlaunana sjö sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.