Lífið

Eignaðist son

Tveggja barna móðir Peaches Geldof og Thomas Cohen eignuðust annan son í vikunni. Nordicphotos/getty
Tveggja barna móðir Peaches Geldof og Thomas Cohen eignuðust annan son í vikunni. Nordicphotos/getty
Peaches Geldof eignaðist annan son sinn á fimmtudaginn, en hann var tekinn með keisaraskurði á sjúkrahúsi í London.

Hann hefur fengið nafnið Phaedra í höfuðið á plötu eftir uppáhaldshljómsveit hennar, Tangerine Dream. Fyrir á Geldof soninn Astala, sem er rétt um árs gamall, með unnusta sínum Thomas Cohen.

Geldof var í skýjunum með fæðingardaginn, þar sem móðir hennar, Paula Yates, hefði fagnað 54 ára afmæli sínu 25. apríl hefði hún verið á lífi. Móður og barni heilsast vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.