Lífið

Víkingar keppir á Cannes-hátíð

víkingar Stuttmyndin víkingar hefur verið valin á Critic´s Week á Cannes-hátíðinni.
víkingar Stuttmyndin víkingar hefur verið valin á Critic´s Week á Cannes-hátíðinni.
Stuttmyndin Víkingar hefur verið valin til þátttöku í hliðardagskránni Critics‘ Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Alls voru 1.724 stuttmyndir skoðaðar og að lokum voru tíu þeirra valdar til þátttöku á Critics‘ Week. Víkingar er ein þeirra og er þetta því mikill heiður fyrir alla aðstandendur myndarinnar.

Víkingar er franskt/íslenskt samvinnuverkefni með þeim Sveini Ólafi Gunnarssyni, Damon Younger, Margréti Bjarnadóttur, Ólafi Egilssyni og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum. Myndin var tekin upp hér á landi. Leikstjóri er hin franska Magali Magistry og skrifaði hún handritið einnig ásamt Chris Briggs.

Aðalframleiðendur myndarinnar eru Skúli Fr. Malmquist, Jérôme Barthélemy og Daniel Sauvage. Meðframleiðandi er Þórir Snær Sigurjónsson. Meðframleiðslufyrirtæki er hið íslenska Zik Zak Filmworks. Högni Egilsson samdi tónlistina. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.