Lífið

Gefa saman út dómsdagsreggí

hjálmar Hljómsveitin Hjálmar og Jimi Tenor hafa gefið út nýja plötu.
fréttablaðið/anton
hjálmar Hljómsveitin Hjálmar og Jimi Tenor hafa gefið út nýja plötu. fréttablaðið/anton
Hljómsveitin Hjálmar og finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor hafa gefið út plötuna Dub of Doom. Þessir tveir ólíku listamenn hafa nú leitt saman hesta sína og skapað nýja tegund reggítónlistar sem þeir kalla dómsdagsreggí.

Platan var unnin á Íslandi á síðasta ári, en þá komu Hjálmar og Tenor einnig fram saman á hátíðinni Iceland Airwaves. Mundi og Ragnar Fjalar Lárusson hönnuðu umslag plötunnar. Í stafrænu niðurhali hennar á Tonlist.is fylgir aukalagið Skýjaborgin. Næstu tónleikar Hjálma verða á Faktorý í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.